Lífið

Sjóðandi sumarslagari frá Maríu Ólafs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt lag frá Maríu Ólafs.
Skemmtilegt lag frá Maríu Ólafs. vísir
Söngkonan María Ólafsdóttir sendir í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband en það er við glænýtt lag sem ber titilinn Baby Take The Wheel. Um er að ræða hressandi popplag og má greina mikinn sumarfíling yfir laginu.

„Þetta er ferskt lag myndi ég segja og ég er mjög ánægð með það. Textinn fjallar um samband tveggja einstaklinga og það mætti alveg segja að þetta sé ástarlag. Þarna eru tveir einstaklingar að bonda og annar aðilinn bíður eftir því að hinn taki af skarið og má greina neista á milli þessara einstaklinga,” segir María létt í lundu spurð út í textann.

Lagið er samið af gítarleikaranum Kristjáni Grétarssyni og samdi hann einnig textann. Hlynur Jakobsson sá um upptökur og hljóðblöndun. Þetta er jafnframt fyrsta tónlistarmyndbandið sem María sendir frá sér við frumsamið lag eftir Eurovision en Jónatan Grétarsson bjó til myndbandið. María keppti fyrir Íslandshönd í Eurovision í fyrra og segist hún vera spennt fyrir keppninni í ár.

„Ég ætla klárlega að horfa á Eurovision. Greta er búin að standa sig mjög vel. Ég efast ekki um að hún eigi eftir að standa sig frábærlega á morgun og geti gengið stolt frá þessu sama hvernig fer,” segir María, sem á í nógu að snúast um þessar mundir en ásamt því að syngja um allt land bregður hún sér einnig í gervi Sollu stirðu.

Hér að neðan má sjá glænýtt tónlistarmyndband sem María frumsýnir hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.