Björt framtíð er sprellifandi jákvætt pólítísk afl! Nichole Leigh Mosty skrifar 26. september 2016 09:00 Björt framtíð er að þurrkast út! Ertu í framboði? Ha? Björt framtíð? Æ, Nichole það væri gott að fá þig á þing en, vilt þú ekki skipta yfir til Pírata? Eða uppáhaldsviðbrögðin sem ég fæ þegar ég tilkynni framboðið mitt: Vá í alvöru?!? Mikið er ég stolt af þér (svo óþægileg þögn hér) ég skil ekki af hverju þið fáið ekki meira athygli. Okkur er kennt að vera hógvær, mannleg og siðferðileg sem börn, en í pólitík er það talið vera slæm aðferðafræði og í okkar tilfelli er það talin ástæðan fyrir því að við munum hverfa af þingi. Pólítísk aðferðafræði Bjartrar framtíðar er að leggja áherslu á hagsmuni heildarinnar umfram hagsmuni fárra, að hafa langtímahugsun umfram skammtímamarkmið, að bjóða til samtals og samráðs og síðast en alls ekki síst að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Okkar aðferðafræði er byggð á ákveðnum gildum og vilja til að bæta samfélagið. Þingmenn Bjartrar framtíðar vanda sig, mæta í nefndarvinnu og í þingsal og hafa alltaf í huga að þeirra hlutverk er að þjóna samfélaginu með því að taka ákvarðanir fyrir hag samfélagsins. Á ársfundi Bjartrar framtíðar síðastliðinn laugardag fékk ég þann heiður að lesa upp eina af nokkrum ályktunum okkur. Áyktunin var og er: ,,Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að auka þurfi beint lýðræði í landinu. Það má til að mynda gera með reglulegum þjóðfundum þar sem úrtak úr þjóðskrá ræður því hverjir veljast til að eiga það samtal hverju sinni.” Segið þið mér nú af hverju í ósköpunum er til flokkur sem talar fyrir auknu lýðræði, flokkur sem legguráherslu á hagsmuni heildarinnar umfram hagsmuni fárra og flokkur sem vill hafa langtímahugsun umfram skammtímamarkmið en nýtur í augnablikinu meira fylgis? Þegar við mörg þúsund manns mættum niður á Austurvöll í apríl sl. öskruðum við eftir réttlætti, breytingu og nýjum tækifærum. Við sögðum að við vildum heiðarleika og skynsemi. Hér er tækifæri ykkar og okkar allra. Við erum ekki að þurrkast út. Björt framtíð er með sex sitjandi þingmenn sem mæta til vinnu, við erum með 11 fulltrúa í sveitarstjórnum um land allt. Við vorum fyrsti flokkurinn til þess að kynna framboðslista í öllum kjördæmum vegna kosninga til Alþings núna 29. október. Okkar listar endarspegla samfélagið sem við búum í. Við erum með kröftugt fólk sem vil bæta og breyta hvernig pólítík á Íslandi er stunduð. Ég hlakka til og segi hér enn og aftur að Björt framtíð er sprelllifandi jákvætt pólítískt afl sem mun svara kalli þjóðarinnar frá því í apríl. Minna fúsk, minna drasl og minna lélegt þýðir meiri Björt framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Björt framtíð er að þurrkast út! Ertu í framboði? Ha? Björt framtíð? Æ, Nichole það væri gott að fá þig á þing en, vilt þú ekki skipta yfir til Pírata? Eða uppáhaldsviðbrögðin sem ég fæ þegar ég tilkynni framboðið mitt: Vá í alvöru?!? Mikið er ég stolt af þér (svo óþægileg þögn hér) ég skil ekki af hverju þið fáið ekki meira athygli. Okkur er kennt að vera hógvær, mannleg og siðferðileg sem börn, en í pólitík er það talið vera slæm aðferðafræði og í okkar tilfelli er það talin ástæðan fyrir því að við munum hverfa af þingi. Pólítísk aðferðafræði Bjartrar framtíðar er að leggja áherslu á hagsmuni heildarinnar umfram hagsmuni fárra, að hafa langtímahugsun umfram skammtímamarkmið, að bjóða til samtals og samráðs og síðast en alls ekki síst að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Okkar aðferðafræði er byggð á ákveðnum gildum og vilja til að bæta samfélagið. Þingmenn Bjartrar framtíðar vanda sig, mæta í nefndarvinnu og í þingsal og hafa alltaf í huga að þeirra hlutverk er að þjóna samfélaginu með því að taka ákvarðanir fyrir hag samfélagsins. Á ársfundi Bjartrar framtíðar síðastliðinn laugardag fékk ég þann heiður að lesa upp eina af nokkrum ályktunum okkur. Áyktunin var og er: ,,Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að auka þurfi beint lýðræði í landinu. Það má til að mynda gera með reglulegum þjóðfundum þar sem úrtak úr þjóðskrá ræður því hverjir veljast til að eiga það samtal hverju sinni.” Segið þið mér nú af hverju í ósköpunum er til flokkur sem talar fyrir auknu lýðræði, flokkur sem legguráherslu á hagsmuni heildarinnar umfram hagsmuni fárra og flokkur sem vill hafa langtímahugsun umfram skammtímamarkmið en nýtur í augnablikinu meira fylgis? Þegar við mörg þúsund manns mættum niður á Austurvöll í apríl sl. öskruðum við eftir réttlætti, breytingu og nýjum tækifærum. Við sögðum að við vildum heiðarleika og skynsemi. Hér er tækifæri ykkar og okkar allra. Við erum ekki að þurrkast út. Björt framtíð er með sex sitjandi þingmenn sem mæta til vinnu, við erum með 11 fulltrúa í sveitarstjórnum um land allt. Við vorum fyrsti flokkurinn til þess að kynna framboðslista í öllum kjördæmum vegna kosninga til Alþings núna 29. október. Okkar listar endarspegla samfélagið sem við búum í. Við erum með kröftugt fólk sem vil bæta og breyta hvernig pólítík á Íslandi er stunduð. Ég hlakka til og segi hér enn og aftur að Björt framtíð er sprelllifandi jákvætt pólítískt afl sem mun svara kalli þjóðarinnar frá því í apríl. Minna fúsk, minna drasl og minna lélegt þýðir meiri Björt framtíð.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar