Kennslukonan og athugasemdirnar Hulda María Magnúsdóttir skrifar 26. september 2016 10:01 Ég er kennslukona í grunnskóla í Reykjavík. Á þessum tæpu 10 árum sem ég kennt hef ég tekið eftir því að það eru þrjár athugasemdir sem ég fæ langmest af þegar ég segi frá því hvað ég vinn við. „Þú ert nú alltaf í fríi!“ Það er rétt. Miðað við þetta mánaðarlanga páskafrí, þriggja mánaða jólafrí og sex mánaða sumarfrí er mesta furða hverju við kennarar komum í verk þegar við loksins mætum í vinnuna. Þetta er orðið staðlaða svarið mitt, að ýkja hlutina bara nógu mikið því ég nenni ekki lengur að rökræða við fólk. Já, ég fæ aðeins lengra jólafrí og páskafrí en ég vinn það líka af mér á veturna (stöðluð vinnuvika kennara er 42,86 tímar en greitt fyrir 40). Hvað sumarfríið varðar þá eyða kennarar ákveðið mörgum tímum í endurmenntun á sumrin auk þess sem kennarar eru lengur í skólanum en nemendur, bæði að vori og hausti. En þetta nennir kona ekkert að þylja upp í fjölskylduboðum eða á förnum vegi, þá er ýkta svarið bara einfaldara. „Þið eruð alltaf í verkfalli!“ Einmitt. Ég var nú í haust að hefja mitt 10. ár í kennslu og ég hef aldrei farið í verkfall. Einn vinnustöðvunardagur er allt og sumt (og hann skipulagði ég reyndar sjálf). Ég velti fyrir mér hvaðan þessi tilfinning fólks komi, að kennarar séu alltaf í verkfalli. Það eru komin 12 ár frá síðasta verkfalli grunnskólakennara en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því hvað tíminn líður hratt. Ég velti fyrir mér hvort þeir sem lýsa fyrir mér hvað þeir muna vel eftir öllu „veseninu“ sem þeir lentu í með börnin sín í síðasta verkfalli muni jafn glögglega hvað kennari barnsins á þeim tíma hét. Hvaða verkefni barnið kom með heim. Hvað barnið lærði þennan vetur eftir að verkfallið leystist. Það er nefnilega óttaleg lenska að muna eftir því sem var vesen en ekki endilega því sem var gott. „Vá, ég gæti aldrei gert það sem þú ert að gera, er þetta ekki erfitt?!“ Já og nei. Auðvitað er þetta enginn dans á rósum, ég veit ekki um neitt starf þar sem fólk er fullkomlega hundrað prósent sátt við nákvæmlega allt. Það er stanslaust álag og áreiti og uppákomur. En það er líka gleði og árangur og framfarir. Kennslan felst ekki bara í málfræði og algebru, líffræði og staðreyndum (þó slíkt eigi sannarlega sinn stað af ástæðu). Ég hef átt frábærar umræður um alls konar mál, frá Íslendingasögum til innflytjendamála, frá átröskunum til rasisma, um tilgang íslenskrar málfræði, skólaskyldu, listinn er endalaus. Ég hef séð gleði í augum nemenda þegar þeim tekst að ná markmiðum sínum og tilfinningin að vita að maður hjálpaði til er engu lík. Ég á alls konar gjafir sem nemendur hafa lagt metnað í að velja. (Ég fékk meira að segja bikar síðasta vor!). Ég tala alltaf um „börnin mín“ þegar ég tala um umsjónarbekkina mína því mér finnst ég í alvörunni eiga eitthvað í þessum börnum. „Þið eruð að ala upp börnin okkar og eigið að fá almennilega borgað fyrir það!“ Þetta sagði stelpa við mig í klósettröðinni á ónefndnum skemmtistað í borginni. „Það er bara glatað að það sé ekki verið að borga kennurum almennileg laun, ég meina, þetta er svo mikilvægt!“ Ég tók reyndar ekki undir að ég væri að ala upp börnin, það er meira í höndum foreldra, en vissulega hjálpa kennarar til. Hitt gat ég hins vegar tekið vel undir, ég á að fá almennilega borgað fyrir vinnuna mína. Nýliðun í stéttinni er áhyggjuefni og kennaranemar hafa nú stofnað hóp á facebook þar sem þeir segjast ekki ætla að snúa sér að kennslu að útskrift lokinni fyrir þessi laun. Kennarar hafa í tvígang fellt kjarasamninga þó sveitarfélögin segist hafa teygt sig eins langt og þau geta. Og hvað þá? Ég viðurkenni það að ég er ekki í þessu starfi fyrir launin, þá hefði ég löngu verið búin að snúa mér að einhverju öðru. En það lifir enginn á kölluninni einni saman. Að mínu mati þurfa sveitarfélögin (og stjórnvöld í heildina) einfaldlega að girða sig í brók og ákveða hvernig skólakerfi þau vilja hafa á Íslandi. Við eigum flott kerfi með frábæru fagfólki akkúrat þessa stundina. En ekkert kerfi stendur uppi án viðhalds og okkar kerfi riðar til falls ef heldur sem horfir. Þegar álagið er stöðugt meira en ávinningurinn þá lætur eitthvað undan að lokum. Borgarstjórinn í Reykjavík sagði í viðtali um daginn að hjarta þeirra sem standa að þessum málum í borginni slái fyrir menntamálin. Eitthvað er púlsinn orðinn veikur og kerfið þarf að fá gott stuð svo það fari að pumpa aftur af fullum krafti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er kennslukona í grunnskóla í Reykjavík. Á þessum tæpu 10 árum sem ég kennt hef ég tekið eftir því að það eru þrjár athugasemdir sem ég fæ langmest af þegar ég segi frá því hvað ég vinn við. „Þú ert nú alltaf í fríi!“ Það er rétt. Miðað við þetta mánaðarlanga páskafrí, þriggja mánaða jólafrí og sex mánaða sumarfrí er mesta furða hverju við kennarar komum í verk þegar við loksins mætum í vinnuna. Þetta er orðið staðlaða svarið mitt, að ýkja hlutina bara nógu mikið því ég nenni ekki lengur að rökræða við fólk. Já, ég fæ aðeins lengra jólafrí og páskafrí en ég vinn það líka af mér á veturna (stöðluð vinnuvika kennara er 42,86 tímar en greitt fyrir 40). Hvað sumarfríið varðar þá eyða kennarar ákveðið mörgum tímum í endurmenntun á sumrin auk þess sem kennarar eru lengur í skólanum en nemendur, bæði að vori og hausti. En þetta nennir kona ekkert að þylja upp í fjölskylduboðum eða á förnum vegi, þá er ýkta svarið bara einfaldara. „Þið eruð alltaf í verkfalli!“ Einmitt. Ég var nú í haust að hefja mitt 10. ár í kennslu og ég hef aldrei farið í verkfall. Einn vinnustöðvunardagur er allt og sumt (og hann skipulagði ég reyndar sjálf). Ég velti fyrir mér hvaðan þessi tilfinning fólks komi, að kennarar séu alltaf í verkfalli. Það eru komin 12 ár frá síðasta verkfalli grunnskólakennara en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því hvað tíminn líður hratt. Ég velti fyrir mér hvort þeir sem lýsa fyrir mér hvað þeir muna vel eftir öllu „veseninu“ sem þeir lentu í með börnin sín í síðasta verkfalli muni jafn glögglega hvað kennari barnsins á þeim tíma hét. Hvaða verkefni barnið kom með heim. Hvað barnið lærði þennan vetur eftir að verkfallið leystist. Það er nefnilega óttaleg lenska að muna eftir því sem var vesen en ekki endilega því sem var gott. „Vá, ég gæti aldrei gert það sem þú ert að gera, er þetta ekki erfitt?!“ Já og nei. Auðvitað er þetta enginn dans á rósum, ég veit ekki um neitt starf þar sem fólk er fullkomlega hundrað prósent sátt við nákvæmlega allt. Það er stanslaust álag og áreiti og uppákomur. En það er líka gleði og árangur og framfarir. Kennslan felst ekki bara í málfræði og algebru, líffræði og staðreyndum (þó slíkt eigi sannarlega sinn stað af ástæðu). Ég hef átt frábærar umræður um alls konar mál, frá Íslendingasögum til innflytjendamála, frá átröskunum til rasisma, um tilgang íslenskrar málfræði, skólaskyldu, listinn er endalaus. Ég hef séð gleði í augum nemenda þegar þeim tekst að ná markmiðum sínum og tilfinningin að vita að maður hjálpaði til er engu lík. Ég á alls konar gjafir sem nemendur hafa lagt metnað í að velja. (Ég fékk meira að segja bikar síðasta vor!). Ég tala alltaf um „börnin mín“ þegar ég tala um umsjónarbekkina mína því mér finnst ég í alvörunni eiga eitthvað í þessum börnum. „Þið eruð að ala upp börnin okkar og eigið að fá almennilega borgað fyrir það!“ Þetta sagði stelpa við mig í klósettröðinni á ónefndnum skemmtistað í borginni. „Það er bara glatað að það sé ekki verið að borga kennurum almennileg laun, ég meina, þetta er svo mikilvægt!“ Ég tók reyndar ekki undir að ég væri að ala upp börnin, það er meira í höndum foreldra, en vissulega hjálpa kennarar til. Hitt gat ég hins vegar tekið vel undir, ég á að fá almennilega borgað fyrir vinnuna mína. Nýliðun í stéttinni er áhyggjuefni og kennaranemar hafa nú stofnað hóp á facebook þar sem þeir segjast ekki ætla að snúa sér að kennslu að útskrift lokinni fyrir þessi laun. Kennarar hafa í tvígang fellt kjarasamninga þó sveitarfélögin segist hafa teygt sig eins langt og þau geta. Og hvað þá? Ég viðurkenni það að ég er ekki í þessu starfi fyrir launin, þá hefði ég löngu verið búin að snúa mér að einhverju öðru. En það lifir enginn á kölluninni einni saman. Að mínu mati þurfa sveitarfélögin (og stjórnvöld í heildina) einfaldlega að girða sig í brók og ákveða hvernig skólakerfi þau vilja hafa á Íslandi. Við eigum flott kerfi með frábæru fagfólki akkúrat þessa stundina. En ekkert kerfi stendur uppi án viðhalds og okkar kerfi riðar til falls ef heldur sem horfir. Þegar álagið er stöðugt meira en ávinningurinn þá lætur eitthvað undan að lokum. Borgarstjórinn í Reykjavík sagði í viðtali um daginn að hjarta þeirra sem standa að þessum málum í borginni slái fyrir menntamálin. Eitthvað er púlsinn orðinn veikur og kerfið þarf að fá gott stuð svo það fari að pumpa aftur af fullum krafti.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar