Um skilningsleysi í málefnum myndlistar Hlynur Helgason skrifar 26. september 2016 09:59 Um miðjan september átti sér stað sérstæð og fáheyrð umræða um Listasafn Íslands og fjárhag þess. Umræðan hófst með viðtali í Fréttablaðinu við Birtu Guðjónsdóttur forstöðumann sýningardeildar Listasafnsins í tilefni sýningar sem verið var að opna þar. Í viðtalinu lýsti Birta vonbrigðum sínum með metnaðarleysi stjórnvalda við að styðja við safnið og byggja það upp. Þar notaði hún stór orð um stjórnvöld og sakaði þau um ‘plebbaskap’ og ‘meðvitað skeytingarleysi’. Þetta var tilefni þess að aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Sirrý Hallgrímsdóttir, sá sig tilneydda til að svara meintum ávirðingum Birtu. Hún skrifaði grein í Fréttablaðið um að núverandi stjórnvöld hefðu síður en svo staðið sig illa í að fjármagna menningarmál. Þar spyr hún: „En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum?“ Í kjölfarið vísar hún í fjárlög um aukinn stuðning við menningarmál almennt til að sýna fram á að þau hafi ekki borið skarðan hlut frá borði. Þar nefnir hún að framlög til Listasafns Íslands hafi aukist um 45% frá 2010 og ýjar að því að Myndlistarsjóður sem stofnaður var 2013 veiti auknu fé til málefna myndlistar. Myndlistarsjóður var stofnaður með lögum árið 2012. Í upphafi var fjármagn sem sjóðnum var ætlað 45 milljónir á ári, sem samsvarar rúmri 51 milljón í dag. Þetta var að mestu fé sem áður hafði verið veitt til málefna myndlistar á annan hátt og því að litlu leyti um nýjar fjárveitingar að ræða. Eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum var sjóðurinn skorinn niður um tæpan helming, niður í 25 milljónir. Í ár er fjárveiting til sjóðsins einugis 35 milljónir, eða 10 milljónum minna en í upphafi. Til að sjóðurinn stæði jafnfætis því sem hann var 2013 vantar 16 milljónir upp á. Niðurskurðurinn á Myndlistarsjóði frá 2013 til 2016 er því um 32%. Fram til ársins 2008 voru fjárveitingar Listasafns Íslands almennt auknar á hverju ári. Það ár var tæpum 155 milljónum varið til safnsins, um 235 milljónir króna á núvirði. Þessar fjárveitingar voru skertar umtalsvert til ársins 2011. Heildarskerðingin nam rúmum 20% sem er afar mikið fyrir litla stofnun með háan fastakostnað. Frá 2012 hafa fjárveitingar verið auknar lítillega á hverju ári. Árið 2016 er fjárveiting til safnsins um 236 milljónir, um það bil sú sama og árið 2008. Á þessum tíma hefur starfsemi safnsins aukist til muna, m.a. með yfirtöku á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og með stofnun Vasulka-stofu um stórmerka arkívu Steinu og Woody Vasulka. Varlega áætlað má því telja að fjármagn til kjarnastarfsemi Listasafnsins sé nú um 10% minna en það var árið 2008. Það er þetta ástand og skilningsleysi á málefnum myndlistar sem Birta harmar í viðtalinu í Fréttablaðinu. Til samanburðar hefur hún sambærilegar stofnanir á Norðurlöndum þar sem metnaður og fjárveitingar eru mun meiri en hér á landi. ARoS, listasafnið í Árósum í Danmörku, er gott dæmi um það. Það á sér um margt hliðstæða sögu og Listasafn Íslands en möguleikar þess til þróunar hafa verið allt aðrir á þessari öld. Ný bygging, 10 hæða með 7000 fermetra sýningarrými, var tekin í notkun árið 2004 og hefur safnið dregið að sér mikla athygli og mikinn fjölda ferðamanna síðan þá. Listaverk Ólafs Elíassonar, Regnboginn , á þaki safnsins kostaði tæpa 3 milljarða, rúmlega tvöfalt meira en stofnkostnaður við núverandi byggingu Listasafns Íslands. Fjárveitingar til safnsins eru nálægt því þrefaldar á við fjárveitingar til Listasafns Íslands. Íbúar í Árósum og nágrenni eru um 330 þúsund sem samsvarar íbúafjölda Íslands. Það er eðlilegt að Birtu þyki samanburðurinn Íslendingum í óhag þegar safn á landsbyggðinni í Danmörku er svo mikið betur sett en höfuðsafn Íslendinga. Rifjum upp spurningar Sirrýjar, aðstoðarmanns mennta- og menningarmálaráðherra: „En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum?“ Þegar málið er skoðað er ljóst að svara verður báðum spurningum hennar játandi. Í viðtalinu við Birtu var áherslan á myndlist en ekki menningarmál almennt. Þegar myndlistin er skoðuð sérstaklega kemur í ljós að sá hluti menningarmála hefur borið skarðan hlut frá borði. Fjármagn til Listasafnsins hefur síður en svo aukist frá því fyrir kreppu, þrátt fyrir auknar skyldur sem lagðar hafa verið á það. Ef safnið ætti að standast erlendan samanburð þyrfti að efla ‘landrisið’ til mikilla muna. Hér skal ótalið látið hvort skilningsleysi stjórnvalda í málefnum myndlistar séu til vitnis um ‘plebbaskap og meðvitað skeytingarleysi’, eins og Birta orðar það í viðtalinu. Hins vegar er ljóst að við fjárveitingar til Listasafns Íslands og annarra verkefna á sviði myndlistar er metnaður stjórnvalda ‘rislítill’ og skilningur takmarkaður. Sinnuleysi í þessum málum sem Birta bendir réttilega á gæti leitt til þess að við Íslendingar missum af ómældum tækifærum á fjölbreyttu sviði menningar, tækifærum sem framsýn yfirvöld eins og þau í Árósum hafa fyrir löngu gripið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Um plebbaskap og fleira Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. 21. september 2016 07:00 Við eigum í stríði um menninguna Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri við Listasafn Íslands, segir hagræn áhrif menningar útrætt mál og að nú standi aðeins eftir það sem ekki er hægt að kalla annað en meðvitað skeytingarleysi. 17. september 2016 10:00 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Um miðjan september átti sér stað sérstæð og fáheyrð umræða um Listasafn Íslands og fjárhag þess. Umræðan hófst með viðtali í Fréttablaðinu við Birtu Guðjónsdóttur forstöðumann sýningardeildar Listasafnsins í tilefni sýningar sem verið var að opna þar. Í viðtalinu lýsti Birta vonbrigðum sínum með metnaðarleysi stjórnvalda við að styðja við safnið og byggja það upp. Þar notaði hún stór orð um stjórnvöld og sakaði þau um ‘plebbaskap’ og ‘meðvitað skeytingarleysi’. Þetta var tilefni þess að aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Sirrý Hallgrímsdóttir, sá sig tilneydda til að svara meintum ávirðingum Birtu. Hún skrifaði grein í Fréttablaðið um að núverandi stjórnvöld hefðu síður en svo staðið sig illa í að fjármagna menningarmál. Þar spyr hún: „En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum?“ Í kjölfarið vísar hún í fjárlög um aukinn stuðning við menningarmál almennt til að sýna fram á að þau hafi ekki borið skarðan hlut frá borði. Þar nefnir hún að framlög til Listasafns Íslands hafi aukist um 45% frá 2010 og ýjar að því að Myndlistarsjóður sem stofnaður var 2013 veiti auknu fé til málefna myndlistar. Myndlistarsjóður var stofnaður með lögum árið 2012. Í upphafi var fjármagn sem sjóðnum var ætlað 45 milljónir á ári, sem samsvarar rúmri 51 milljón í dag. Þetta var að mestu fé sem áður hafði verið veitt til málefna myndlistar á annan hátt og því að litlu leyti um nýjar fjárveitingar að ræða. Eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum var sjóðurinn skorinn niður um tæpan helming, niður í 25 milljónir. Í ár er fjárveiting til sjóðsins einugis 35 milljónir, eða 10 milljónum minna en í upphafi. Til að sjóðurinn stæði jafnfætis því sem hann var 2013 vantar 16 milljónir upp á. Niðurskurðurinn á Myndlistarsjóði frá 2013 til 2016 er því um 32%. Fram til ársins 2008 voru fjárveitingar Listasafns Íslands almennt auknar á hverju ári. Það ár var tæpum 155 milljónum varið til safnsins, um 235 milljónir króna á núvirði. Þessar fjárveitingar voru skertar umtalsvert til ársins 2011. Heildarskerðingin nam rúmum 20% sem er afar mikið fyrir litla stofnun með háan fastakostnað. Frá 2012 hafa fjárveitingar verið auknar lítillega á hverju ári. Árið 2016 er fjárveiting til safnsins um 236 milljónir, um það bil sú sama og árið 2008. Á þessum tíma hefur starfsemi safnsins aukist til muna, m.a. með yfirtöku á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og með stofnun Vasulka-stofu um stórmerka arkívu Steinu og Woody Vasulka. Varlega áætlað má því telja að fjármagn til kjarnastarfsemi Listasafnsins sé nú um 10% minna en það var árið 2008. Það er þetta ástand og skilningsleysi á málefnum myndlistar sem Birta harmar í viðtalinu í Fréttablaðinu. Til samanburðar hefur hún sambærilegar stofnanir á Norðurlöndum þar sem metnaður og fjárveitingar eru mun meiri en hér á landi. ARoS, listasafnið í Árósum í Danmörku, er gott dæmi um það. Það á sér um margt hliðstæða sögu og Listasafn Íslands en möguleikar þess til þróunar hafa verið allt aðrir á þessari öld. Ný bygging, 10 hæða með 7000 fermetra sýningarrými, var tekin í notkun árið 2004 og hefur safnið dregið að sér mikla athygli og mikinn fjölda ferðamanna síðan þá. Listaverk Ólafs Elíassonar, Regnboginn , á þaki safnsins kostaði tæpa 3 milljarða, rúmlega tvöfalt meira en stofnkostnaður við núverandi byggingu Listasafns Íslands. Fjárveitingar til safnsins eru nálægt því þrefaldar á við fjárveitingar til Listasafns Íslands. Íbúar í Árósum og nágrenni eru um 330 þúsund sem samsvarar íbúafjölda Íslands. Það er eðlilegt að Birtu þyki samanburðurinn Íslendingum í óhag þegar safn á landsbyggðinni í Danmörku er svo mikið betur sett en höfuðsafn Íslendinga. Rifjum upp spurningar Sirrýjar, aðstoðarmanns mennta- og menningarmálaráðherra: „En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum?“ Þegar málið er skoðað er ljóst að svara verður báðum spurningum hennar játandi. Í viðtalinu við Birtu var áherslan á myndlist en ekki menningarmál almennt. Þegar myndlistin er skoðuð sérstaklega kemur í ljós að sá hluti menningarmála hefur borið skarðan hlut frá borði. Fjármagn til Listasafnsins hefur síður en svo aukist frá því fyrir kreppu, þrátt fyrir auknar skyldur sem lagðar hafa verið á það. Ef safnið ætti að standast erlendan samanburð þyrfti að efla ‘landrisið’ til mikilla muna. Hér skal ótalið látið hvort skilningsleysi stjórnvalda í málefnum myndlistar séu til vitnis um ‘plebbaskap og meðvitað skeytingarleysi’, eins og Birta orðar það í viðtalinu. Hins vegar er ljóst að við fjárveitingar til Listasafns Íslands og annarra verkefna á sviði myndlistar er metnaður stjórnvalda ‘rislítill’ og skilningur takmarkaður. Sinnuleysi í þessum málum sem Birta bendir réttilega á gæti leitt til þess að við Íslendingar missum af ómældum tækifærum á fjölbreyttu sviði menningar, tækifærum sem framsýn yfirvöld eins og þau í Árósum hafa fyrir löngu gripið.
Um plebbaskap og fleira Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. 21. september 2016 07:00
Við eigum í stríði um menninguna Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri við Listasafn Íslands, segir hagræn áhrif menningar útrætt mál og að nú standi aðeins eftir það sem ekki er hægt að kalla annað en meðvitað skeytingarleysi. 17. september 2016 10:00
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar