Hvítabirnir og Umhverfisstofnun. Er nafnbreytingar þörf? Birgir Guðjónsson skrifar 15. september 2016 07:00 Enn hefur friðað dýr verið drepið á Íslandi án nokkurrar viðleitni til að forðast dráp. Friðun hvítabjarna var nánast það eina sem Bandaríkjamenn og Rússar komu sér saman um í miðju kalda stríðsins. Síðar bættust Kanada, Grænland/Danmörk og Noregur í hóp þeirra landa sem telja þörf á vernd og funda reglulega um stöðu þessara mála. Skipulagða skilgreiningu og verndun dýrategunda í útrýmingarhættu má rekja til CITES samningsins frá 1973 í Washington DC í Bandaríkjunum, sem Ísland er aðili að (þegar hentar!). Á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum árum í Kaupmannahöfn var hvítabjörninn talinn í slíkri hættu að hann var gerður að einkennistákni ráðstefnunnar með styttu úr ís og urðu fulltrúar Íslands að ganga fram hjá. Á vefsíðu Umhverfisstofnunar um kynningu á CITES-samningnum um villt dýr í útrýmingarhættu er mynd af HVÍTABIRNI og hans getið í viðauka reglugerðar. Fyrsta setningin er eftirfarandi: Nær allar hættur sem steðja að hvítabirninum eru af mannavöldum. Hættan á Íslandi er Umhverfisstofnun. Áhugi minn á hvítabjörnum vaknaði við dvöl sem læknir í Meistaravík á Grænlandi sumarið 1962. Þangað komu Inúítar frá Scoresby-sundi með bjarnarhún sem varð eftir í námuþorpinu. Þetta var lítil birna sem kölluð var Hansína og varð að gæludýri okkar þorpsbúa. Hún var sem hvolpur og þótti gaman að leika sér með bolta og synda í læknum. Hansína var síðar flutt í dýragarðinn í Kaupmannahöfn og varð þar augnayndi gesta. Fljótlega eftir heimkomu mína frá Bandaríkjunum árið 1974 eftir nokkurra ára námsdvöl var drepinn hvítabjörn á Íslandi og undraðist ég þá almenn viðhorf. Virtist litið á þetta tignarlega dýr sem hættulegt meindýr. Þetta stangaðist mjög á við þau viðhorf sem fjölskyldan hafði kynnst í þjóð- og ríkisgörðum Bandaríkjanna þar sem oft hafði verið dvalið í helgar- og sumarleyfum. Þar voru birnir fangaðir sem gerðust ágengir, fluttir burtu og afar sjaldan fargað. Þetta er einnig gert í Churchill í Kanada þar sem nálægð hvítabjarna við mannabyggð er hvað mest. Ég taldi að þetta ætti einnig að vera kleift hér þó þekkingu hafi skort. Kynnti ég það sem ég taldi vera nútíma- og alþjóðleg sjónarmið í grein í Mbl. í maí 1974 og mæltist til þess að Íslendingar reyndu að forðast óþarfa dráp á þessum tignarlegu dýrum, heldur fanga þau og koma aftur til heimkynna sinna eða í dýragarða. Í einfeldni minni hélt ég eins og Guðmundur söng að: „Hraustir menn, finnast hér á landi enn,“ og tókst með tengingum bæði til Meistaravíkur/Danmerkur og Þjóðgarða Bandaríkjanna að afla upplýsinga og töldu viðmælendur að slíkt ætti að vera mögulegt hér sem annars staðar. 42 árum, 10 greinum og 10 dauðum björnum síðar hafa „hraustir menn“ enn ekki fundist, aðeins embættismenn sem leggja til dráp og „vísindamenn“ sem fagna hverju hræi og kryfja og segja frá með stolti að þau séu eins og fyrri dýr. Umhverfisstofnum hefur aldrei reynt með skipulögðum undirbúningi að bjarga dýri sem hingað hefur hrakist og haldið því fram m.a. að: a) hvítabirnir séu ekki í útrýmingarhættu. Það eru ekki margir svo hugrakkir (eða kannski fávísir) að ganga gegn sameiginlegum skoðunum Rússa og Bandaríkjanna. b) dýrin séu stórhættuleg óargadýr og mannætur, jú, þau átu nokkra Íslendinga fyrir um 500 árum. c) ítarlega hafi verið ráðgast við alla fræðimenn, (nema kannski þá sem best þekktu til og höfðu áhuga). d) að það sé of dýrt. Slíkt hlýtur að vera afstætt, þegar heimshornaflakkandi ungur rostungur er fluttur heim með flugi og síðan með varðskipi til Grænlands (voru grænlensk stjórnvöld spurð um leyfi?). Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru óspart notaðar til að finna birni til tortímingar. Ég vil gjarnan upplýsa að lifandi birnir eru ekkert þyngri dauðir. Hvítabirnir eru með vinsælustu dýrum í dýragörðum um allan heim og sagt frá fæðingu húna. Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn tilkynnti fyrir nokkrum árum að þar ætti að gera endurbætur á aðstöðu hvítabjarna sem mundu kosta 150 milljónir danskra króna. Frægasti einstakur björn seinni ára var Knútur heitinn í Berlín sem varð að alheimssjónvarpsstjörnu að leik við gæslumann sinn. Knút átti ég þess kost að heimsækja meðan hans naut við. Hann var uppáhald Berlínarbúa meðan hann lifði. Lát hans var fréttaefni í fjölmiðlun, einnig íslenskum. Við dvalarstað Knúts var áberandi vel pússað látúnsskilti sem á stóð: Umhverfisráðuneyti Þýskalands er sérstakur verndari Knúts. Dráp eins hvítabjarnar mun að sjálfsögðu ekki gera út af við stofninn né rýra frekar álit umheimsins á dýraviðhorfum Íslendinga, en hversu lengi ætlar Ísland að vera eina landið í heiminum sem kerfisbundið drepur hvítabirni?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Enn hefur friðað dýr verið drepið á Íslandi án nokkurrar viðleitni til að forðast dráp. Friðun hvítabjarna var nánast það eina sem Bandaríkjamenn og Rússar komu sér saman um í miðju kalda stríðsins. Síðar bættust Kanada, Grænland/Danmörk og Noregur í hóp þeirra landa sem telja þörf á vernd og funda reglulega um stöðu þessara mála. Skipulagða skilgreiningu og verndun dýrategunda í útrýmingarhættu má rekja til CITES samningsins frá 1973 í Washington DC í Bandaríkjunum, sem Ísland er aðili að (þegar hentar!). Á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum árum í Kaupmannahöfn var hvítabjörninn talinn í slíkri hættu að hann var gerður að einkennistákni ráðstefnunnar með styttu úr ís og urðu fulltrúar Íslands að ganga fram hjá. Á vefsíðu Umhverfisstofnunar um kynningu á CITES-samningnum um villt dýr í útrýmingarhættu er mynd af HVÍTABIRNI og hans getið í viðauka reglugerðar. Fyrsta setningin er eftirfarandi: Nær allar hættur sem steðja að hvítabirninum eru af mannavöldum. Hættan á Íslandi er Umhverfisstofnun. Áhugi minn á hvítabjörnum vaknaði við dvöl sem læknir í Meistaravík á Grænlandi sumarið 1962. Þangað komu Inúítar frá Scoresby-sundi með bjarnarhún sem varð eftir í námuþorpinu. Þetta var lítil birna sem kölluð var Hansína og varð að gæludýri okkar þorpsbúa. Hún var sem hvolpur og þótti gaman að leika sér með bolta og synda í læknum. Hansína var síðar flutt í dýragarðinn í Kaupmannahöfn og varð þar augnayndi gesta. Fljótlega eftir heimkomu mína frá Bandaríkjunum árið 1974 eftir nokkurra ára námsdvöl var drepinn hvítabjörn á Íslandi og undraðist ég þá almenn viðhorf. Virtist litið á þetta tignarlega dýr sem hættulegt meindýr. Þetta stangaðist mjög á við þau viðhorf sem fjölskyldan hafði kynnst í þjóð- og ríkisgörðum Bandaríkjanna þar sem oft hafði verið dvalið í helgar- og sumarleyfum. Þar voru birnir fangaðir sem gerðust ágengir, fluttir burtu og afar sjaldan fargað. Þetta er einnig gert í Churchill í Kanada þar sem nálægð hvítabjarna við mannabyggð er hvað mest. Ég taldi að þetta ætti einnig að vera kleift hér þó þekkingu hafi skort. Kynnti ég það sem ég taldi vera nútíma- og alþjóðleg sjónarmið í grein í Mbl. í maí 1974 og mæltist til þess að Íslendingar reyndu að forðast óþarfa dráp á þessum tignarlegu dýrum, heldur fanga þau og koma aftur til heimkynna sinna eða í dýragarða. Í einfeldni minni hélt ég eins og Guðmundur söng að: „Hraustir menn, finnast hér á landi enn,“ og tókst með tengingum bæði til Meistaravíkur/Danmerkur og Þjóðgarða Bandaríkjanna að afla upplýsinga og töldu viðmælendur að slíkt ætti að vera mögulegt hér sem annars staðar. 42 árum, 10 greinum og 10 dauðum björnum síðar hafa „hraustir menn“ enn ekki fundist, aðeins embættismenn sem leggja til dráp og „vísindamenn“ sem fagna hverju hræi og kryfja og segja frá með stolti að þau séu eins og fyrri dýr. Umhverfisstofnum hefur aldrei reynt með skipulögðum undirbúningi að bjarga dýri sem hingað hefur hrakist og haldið því fram m.a. að: a) hvítabirnir séu ekki í útrýmingarhættu. Það eru ekki margir svo hugrakkir (eða kannski fávísir) að ganga gegn sameiginlegum skoðunum Rússa og Bandaríkjanna. b) dýrin séu stórhættuleg óargadýr og mannætur, jú, þau átu nokkra Íslendinga fyrir um 500 árum. c) ítarlega hafi verið ráðgast við alla fræðimenn, (nema kannski þá sem best þekktu til og höfðu áhuga). d) að það sé of dýrt. Slíkt hlýtur að vera afstætt, þegar heimshornaflakkandi ungur rostungur er fluttur heim með flugi og síðan með varðskipi til Grænlands (voru grænlensk stjórnvöld spurð um leyfi?). Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru óspart notaðar til að finna birni til tortímingar. Ég vil gjarnan upplýsa að lifandi birnir eru ekkert þyngri dauðir. Hvítabirnir eru með vinsælustu dýrum í dýragörðum um allan heim og sagt frá fæðingu húna. Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn tilkynnti fyrir nokkrum árum að þar ætti að gera endurbætur á aðstöðu hvítabjarna sem mundu kosta 150 milljónir danskra króna. Frægasti einstakur björn seinni ára var Knútur heitinn í Berlín sem varð að alheimssjónvarpsstjörnu að leik við gæslumann sinn. Knút átti ég þess kost að heimsækja meðan hans naut við. Hann var uppáhald Berlínarbúa meðan hann lifði. Lát hans var fréttaefni í fjölmiðlun, einnig íslenskum. Við dvalarstað Knúts var áberandi vel pússað látúnsskilti sem á stóð: Umhverfisráðuneyti Þýskalands er sérstakur verndari Knúts. Dráp eins hvítabjarnar mun að sjálfsögðu ekki gera út af við stofninn né rýra frekar álit umheimsins á dýraviðhorfum Íslendinga, en hversu lengi ætlar Ísland að vera eina landið í heiminum sem kerfisbundið drepur hvítabirni?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun