Von um fótboltakraftaverk Lars Christensen skrifar 27. apríl 2016 09:45 Hinn þjóðsagnakenndi knattspyrnustjóri Liverpool FC, Bill Shankly, sagði einu sinni: „Sumir halda að fótboltinn sé upp á líf og dauða. Þetta viðhorf veldur mér miklum vonbrigðum. Ég get fullvissað ykkur um að hann er miklu, miklu mikilvægari en það.“ Ég verða að segja að ég hef tilhneigingu til að vera sammála Shankly um þetta og ég er viss um að margir á Íslandi munu samsinna þessu þegar Íslendingar spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið er augljóslega alger lítilmagni. Ekki einu sinni bjartsýnustu stuðningsmenn Íslands hefðu trúað því að liðið kæmist einu sinni í úrslitakeppnina í Frakklandi, en það hefur engu að síður gerst. Svo spurningin er: Hvernig mun Íslandi ganga? Hagfræðingar hafa auðvitað svar við því eins og öðru. Reyndar er til undirgrein hagfræðinnar sem snýr að íþróttum og hagfræði og kallast sportometrics. Sportometrics notar tæki hagfræðinnar – til dæmis tölfræðigreiningu – til að greina íþróttir og þar á meðal til að spá um fótboltaúrslit. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá hefur mikið verið skrifað um úrslitaspár í fótbolta. Og hvað segir þessi umfjöllun okkur um hvaða þættir séu mikilvægir fyrir árangur í fótbolta Augljóslega hafa þættir eins og fótboltahefð (hugsið um Þýskaland og England) og núverandi form liðsins (hugsið um styrkleikalista FIFA) mikið forspárgildi um árangur inni á vellinum. En ýmsar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á verulegt mikilvægi efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu á mann, en einnig stærð landanna (stærri löndum gengur gjarnan vel). Og hagurinn af heimavellinum hefur mjög mikið að segja. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að heimavallarforskotið á móti eins og Evrópukeppninni samsvari því að vera 1-0 yfir þegar leikurinn hefst. Flestir þessara þátta gefa okkur litla ástæðu til að vera bjartsýn á frammistöðu Íslendinga í Frakklandi – Ísland er smáríki sem hefur aldrei spilað á stórmóti í fótbolta, það er ekki löng og sterk fótboltahefð í landinu og Íslendingar njóta þess ekki beint að vera á heimavelli. Hins vegar gefur einn þátturinn smávon – verg landsframleiðsla á mann. Íslendingar eru auðug þjóð og að öðru jöfnu (eins og hagfræðingar segja gjarnan) ætti það að vera okkur í hag í Frakklandi. Ímyndum okkur nú að keppnin myndi bara snúast um verga landsframleiðslu á mann. Íslendingar mæta Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum í F-riðli. Og góðu fréttirnar eru að Ísland hefur mesta verga landsframleiðslu á mann af þeim öllum (56.000 Bandaríkjadali) – miklu meiri en þeir sem veðmangarar telja sigurstranglegasta, Portúgalar. Svo að miðað við verga landsframleiðslu á mann ættum við að vinna F-riðil auðveldlega. Sigur í F-riðli þýðir að Ísland mætir liði númer 2 í E-riðli. Miðað við verga landsframleiðslu á mann verður það Svíþjóð (sem nú er með aðeins minni verga landsframleiðslu en Írland). Þetta verður mjög tvísýnn leikur en Íslendingar munu vinna þar sem verg landsframleiðsla á mann á Íslandi er um 10% meiri en í Svíþjóð. Því miður, Zlatan – þú ert úr leik! Og þar með er Ísland komið í fjórðungsúrslit – á móti Englandi! Og hvað haldið þið? Það verður auðveldur sigur fyrir Íslendinga því verg landsframleiðsla á mann í Bretlandi er ekki nema aumir 42.000 dalir. Þá er komið að undanúrslitunum. Gegn Þýskalandi! Og aftur – guði sé lof fyrir hina veiku evru – vinna Íslendingar Þjóðverja vegna meiri vergrar landsframleiðslu á mann. Þetta lítur út eins og kraftaverk. Íslendingar leika til úrslita gegn? …?Svisslendingum! Og þar með er komið að lokum. 56.000 dala verg landsframleiðsla á mann má sín lítils gegn 78.000 dölum Svisslendinga. Íslendingar munu ekki endurtaka velgengni Dana á Evrópumótinu 1992, en það verður mjög nálægt því, að minnsta kosti ef spá okkar byggist á vergri landsframleiðslu á mann. Svo viljið þið nú einu sinni hlusta á hagfræðinginn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn þjóðsagnakenndi knattspyrnustjóri Liverpool FC, Bill Shankly, sagði einu sinni: „Sumir halda að fótboltinn sé upp á líf og dauða. Þetta viðhorf veldur mér miklum vonbrigðum. Ég get fullvissað ykkur um að hann er miklu, miklu mikilvægari en það.“ Ég verða að segja að ég hef tilhneigingu til að vera sammála Shankly um þetta og ég er viss um að margir á Íslandi munu samsinna þessu þegar Íslendingar spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið er augljóslega alger lítilmagni. Ekki einu sinni bjartsýnustu stuðningsmenn Íslands hefðu trúað því að liðið kæmist einu sinni í úrslitakeppnina í Frakklandi, en það hefur engu að síður gerst. Svo spurningin er: Hvernig mun Íslandi ganga? Hagfræðingar hafa auðvitað svar við því eins og öðru. Reyndar er til undirgrein hagfræðinnar sem snýr að íþróttum og hagfræði og kallast sportometrics. Sportometrics notar tæki hagfræðinnar – til dæmis tölfræðigreiningu – til að greina íþróttir og þar á meðal til að spá um fótboltaúrslit. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá hefur mikið verið skrifað um úrslitaspár í fótbolta. Og hvað segir þessi umfjöllun okkur um hvaða þættir séu mikilvægir fyrir árangur í fótbolta Augljóslega hafa þættir eins og fótboltahefð (hugsið um Þýskaland og England) og núverandi form liðsins (hugsið um styrkleikalista FIFA) mikið forspárgildi um árangur inni á vellinum. En ýmsar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á verulegt mikilvægi efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu á mann, en einnig stærð landanna (stærri löndum gengur gjarnan vel). Og hagurinn af heimavellinum hefur mjög mikið að segja. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að heimavallarforskotið á móti eins og Evrópukeppninni samsvari því að vera 1-0 yfir þegar leikurinn hefst. Flestir þessara þátta gefa okkur litla ástæðu til að vera bjartsýn á frammistöðu Íslendinga í Frakklandi – Ísland er smáríki sem hefur aldrei spilað á stórmóti í fótbolta, það er ekki löng og sterk fótboltahefð í landinu og Íslendingar njóta þess ekki beint að vera á heimavelli. Hins vegar gefur einn þátturinn smávon – verg landsframleiðsla á mann. Íslendingar eru auðug þjóð og að öðru jöfnu (eins og hagfræðingar segja gjarnan) ætti það að vera okkur í hag í Frakklandi. Ímyndum okkur nú að keppnin myndi bara snúast um verga landsframleiðslu á mann. Íslendingar mæta Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum í F-riðli. Og góðu fréttirnar eru að Ísland hefur mesta verga landsframleiðslu á mann af þeim öllum (56.000 Bandaríkjadali) – miklu meiri en þeir sem veðmangarar telja sigurstranglegasta, Portúgalar. Svo að miðað við verga landsframleiðslu á mann ættum við að vinna F-riðil auðveldlega. Sigur í F-riðli þýðir að Ísland mætir liði númer 2 í E-riðli. Miðað við verga landsframleiðslu á mann verður það Svíþjóð (sem nú er með aðeins minni verga landsframleiðslu en Írland). Þetta verður mjög tvísýnn leikur en Íslendingar munu vinna þar sem verg landsframleiðsla á mann á Íslandi er um 10% meiri en í Svíþjóð. Því miður, Zlatan – þú ert úr leik! Og þar með er Ísland komið í fjórðungsúrslit – á móti Englandi! Og hvað haldið þið? Það verður auðveldur sigur fyrir Íslendinga því verg landsframleiðsla á mann í Bretlandi er ekki nema aumir 42.000 dalir. Þá er komið að undanúrslitunum. Gegn Þýskalandi! Og aftur – guði sé lof fyrir hina veiku evru – vinna Íslendingar Þjóðverja vegna meiri vergrar landsframleiðslu á mann. Þetta lítur út eins og kraftaverk. Íslendingar leika til úrslita gegn? …?Svisslendingum! Og þar með er komið að lokum. 56.000 dala verg landsframleiðsla á mann má sín lítils gegn 78.000 dölum Svisslendinga. Íslendingar munu ekki endurtaka velgengni Dana á Evrópumótinu 1992, en það verður mjög nálægt því, að minnsta kosti ef spá okkar byggist á vergri landsframleiðslu á mann. Svo viljið þið nú einu sinni hlusta á hagfræðinginn?
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun