Miðasalan gengur vonum framar Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2016 17:00 Hlaupið heppnaðist vel í fyrra. vísir Búið er að selja yfir 4.000 miða í The Color Run by Alvogen sem haldið verður í annað sinn í Reykjavík í sumar en í fyrra tóku 10.000 manns þátt í gleðinni í litahlaupinu og var uppselt í hlaupið. „Miðasala hefur gengið mjög vel og það hafa fleiri keypt miða núna en á sama tíma í fyrra,” segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi. „Við lentum í því að það varð í raun uppselt í hlaupið í fyrra snemma í maí. Það kom vissulega mörgum á óvart að það væri hægt að vera uppselt í götuhlaup en þetta er ekkert hefðbundið hlaup. Við þurfum til dæmis að tryggja að það sé til nóg litapúður fyrir alla hlaupara og náðum að bæta við smá skammti af púðri frá hlaupi sem átti að halda í Þýskalandi síðar um sumarið en það gaf okkur kost á að bæta við 2.000 hlaupurum í fyrra. En það var samt ekki nóg og við þurftum að stöðva miðasölu síðustu vikuna fyrir hlaup, því miður. Eins og miðasalan stendur núna þá verður uppselt aftur því miðasalan er að aukast frá degi til dags.“ Þema hlaupsins í ár er Tropicolor og verður suðrænni hitabeltisstemningu bætt við hlaupið. „Á hverju ári er bryddað upp á nýjungum í hlaupinu um allan heim. Í fyrra var svokallaður Shine Tour og þá hafði glimmeri verið bætt við litapúðrið en við ákváðum hins vegar að vera ekki með það í fyrsta sinn sem hlaupið var haldið hér á landi. Núna erum við hins vegar með það sama og verður alls staðar í heiminum. Hlaupið í ár verður suðrænt og seiðandi enda er kjörorð hlaupsins núna; skelltu þér í 5km sumarfrí í miðbæ Reykjavíkur,” segir Davíð. „Það sem bætist við hlaupið eru skemmtilegir þættir sem tengja okkur við suðrænar slóðir, svo sem pálmatré og ananas, og svo bætist fimmta litastöðin við hlaupið. Þeir sem hlupu í fyrra vita að hlaupið var í gegnum fjórar litastöðvar, ein eftir hvern kílómetra og hver með sinn litinn en núna hefur fimmtu litastöðinni verið bætt við í endamarkinu og þar verða allir litirnir aftur í algerri litapúðursprengju. Þannig að þeim sem tekst að sleppa í gegnum hinar litastöðvarnar með einhvern hvítan blett á bolnum sínum eiga ekki séns þegar kemur að endamarkinu,” segir Davíð. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Búið er að selja yfir 4.000 miða í The Color Run by Alvogen sem haldið verður í annað sinn í Reykjavík í sumar en í fyrra tóku 10.000 manns þátt í gleðinni í litahlaupinu og var uppselt í hlaupið. „Miðasala hefur gengið mjög vel og það hafa fleiri keypt miða núna en á sama tíma í fyrra,” segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi. „Við lentum í því að það varð í raun uppselt í hlaupið í fyrra snemma í maí. Það kom vissulega mörgum á óvart að það væri hægt að vera uppselt í götuhlaup en þetta er ekkert hefðbundið hlaup. Við þurfum til dæmis að tryggja að það sé til nóg litapúður fyrir alla hlaupara og náðum að bæta við smá skammti af púðri frá hlaupi sem átti að halda í Þýskalandi síðar um sumarið en það gaf okkur kost á að bæta við 2.000 hlaupurum í fyrra. En það var samt ekki nóg og við þurftum að stöðva miðasölu síðustu vikuna fyrir hlaup, því miður. Eins og miðasalan stendur núna þá verður uppselt aftur því miðasalan er að aukast frá degi til dags.“ Þema hlaupsins í ár er Tropicolor og verður suðrænni hitabeltisstemningu bætt við hlaupið. „Á hverju ári er bryddað upp á nýjungum í hlaupinu um allan heim. Í fyrra var svokallaður Shine Tour og þá hafði glimmeri verið bætt við litapúðrið en við ákváðum hins vegar að vera ekki með það í fyrsta sinn sem hlaupið var haldið hér á landi. Núna erum við hins vegar með það sama og verður alls staðar í heiminum. Hlaupið í ár verður suðrænt og seiðandi enda er kjörorð hlaupsins núna; skelltu þér í 5km sumarfrí í miðbæ Reykjavíkur,” segir Davíð. „Það sem bætist við hlaupið eru skemmtilegir þættir sem tengja okkur við suðrænar slóðir, svo sem pálmatré og ananas, og svo bætist fimmta litastöðin við hlaupið. Þeir sem hlupu í fyrra vita að hlaupið var í gegnum fjórar litastöðvar, ein eftir hvern kílómetra og hver með sinn litinn en núna hefur fimmtu litastöðinni verið bætt við í endamarkinu og þar verða allir litirnir aftur í algerri litapúðursprengju. Þannig að þeim sem tekst að sleppa í gegnum hinar litastöðvarnar með einhvern hvítan blett á bolnum sínum eiga ekki séns þegar kemur að endamarkinu,” segir Davíð.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira