Nám í lýðræði - og íslensk umræðuhefð Tryggvi Gíslason skrifar 13. apríl 2016 07:00 Vegna atburða undanfarna daga og reynslu fyrri ára legg ég til, að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti vel menntað fólk semja námskrá í lýðræði og lýðræðislegri hugsun og geri lýðræði og lýðræðislega hugsun að skyldunámi í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Í náminu væri rakin saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum og bent á réttindi og skyldur almennings og stjórnvalda í lýðræðisríki og höfð til hliðsjónar rannsóknarskýrsla Alþingis og niðurstöður Þjófundarins 2009. Til þess að kynna og kenna nemendum lýðræðislega hugsun og lýðræðisleg viðhorf þarf að gefa kennurum kost á að sækja námskeið - fjarnám - á vegum Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þar sem meginþættir lýðræðis eru dregnir fram og saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum kynnt. Umræðuhefð sú sem þróast hefur á Íslandi áratugum saman, einkennist af kappræðu í stað samræðu og stingur mjög í stúf við umræðuhefð hjá frændþjóðum okkar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem eru fremstu lýðræðisríki heims. Í kennslu í lýðræði og lýðræðislegri hugsun þarf því að leggja mikla áherslu á umræðu - samræðu - þar sem hlustað er á viðmælandann og skoðanir annarra virtar. Þótt mikið hafi áunnist í jafnrétti og lýðréttindum undanfarna öld er marg ógert. Næst á eftir því að gera ungu fólki kleift að eignast íbúð með eðlilegum kjörum, reisa nýjan landspítala og koma heilsugæslu á landinu í sæmilegt horf og vinna gegn einelti og hvers konar ofbeldi, er nám í lýðræði og lýðræðislegri umræðu og lýðræðislegri hugsun og lýðræðislegri hegðun mest aðkallandi í landi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vegna atburða undanfarna daga og reynslu fyrri ára legg ég til, að mennta- og menningarmálaráðuneytið láti vel menntað fólk semja námskrá í lýðræði og lýðræðislegri hugsun og geri lýðræði og lýðræðislega hugsun að skyldunámi í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Í náminu væri rakin saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum og bent á réttindi og skyldur almennings og stjórnvalda í lýðræðisríki og höfð til hliðsjónar rannsóknarskýrsla Alþingis og niðurstöður Þjófundarins 2009. Til þess að kynna og kenna nemendum lýðræðislega hugsun og lýðræðisleg viðhorf þarf að gefa kennurum kost á að sækja námskeið - fjarnám - á vegum Sagnfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands þar sem meginþættir lýðræðis eru dregnir fram og saga og inntak lýðræðis á Vesturlöndum kynnt. Umræðuhefð sú sem þróast hefur á Íslandi áratugum saman, einkennist af kappræðu í stað samræðu og stingur mjög í stúf við umræðuhefð hjá frændþjóðum okkar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem eru fremstu lýðræðisríki heims. Í kennslu í lýðræði og lýðræðislegri hugsun þarf því að leggja mikla áherslu á umræðu - samræðu - þar sem hlustað er á viðmælandann og skoðanir annarra virtar. Þótt mikið hafi áunnist í jafnrétti og lýðréttindum undanfarna öld er marg ógert. Næst á eftir því að gera ungu fólki kleift að eignast íbúð með eðlilegum kjörum, reisa nýjan landspítala og koma heilsugæslu á landinu í sæmilegt horf og vinna gegn einelti og hvers konar ofbeldi, er nám í lýðræði og lýðræðislegri umræðu og lýðræðislegri hugsun og lýðræðislegri hegðun mest aðkallandi í landi okkar.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar