Æðislegur lax í sítrónu- og smjörsósu Eva Laufey skrifar 26. febrúar 2016 15:12 Þegar laxinn er tilbúinn færið þið hann á disk og leggið salsa yfir. vísir/eva laufey Í síðasta þætti af Matargeði Evu lagði ég sérstaka áherslu á sjávarfang og eldaði meðal annars þennan gómsæta lax í sítrónu- og smjörsósu. Ofnbakaður lax í sítrónu- og smjörsósu800 g beinhreinsað laxaflak með roðiSalt og pipar1 sítróna5-6 msk smjörÓlífuolía1 askja kirsuberjatómatar1 stór tómatur1 rauðlaukurBalsmikgljáiÓlífuolíaHandfylli basilíkaSalt og nýmalaður pipar Aðferð: Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki. Sáldrið ólífuolíu yfir og smjöri. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur. Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt tómatasalat. Skerið kirsuberjatómata, rauðlauk og saxið basilíkuna mjög smátt. Blandið öllum hráefnum saman í skál og kryddið til með salti og pipar. Hellið ólífuolíu og balsamikgljáa yfir, leyfið salsainu að standa inn í kæli áður en þið berið það fram með laxinum. Þegar laxinn er tilbúinn færið þið hann á disk og leggið salsa yfir. Berið strax fram og njótið vel.Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. Eva Laufey Lax Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Í síðasta þætti af Matargeði Evu lagði ég sérstaka áherslu á sjávarfang og eldaði meðal annars þennan gómsæta lax í sítrónu- og smjörsósu. Ofnbakaður lax í sítrónu- og smjörsósu800 g beinhreinsað laxaflak með roðiSalt og pipar1 sítróna5-6 msk smjörÓlífuolía1 askja kirsuberjatómatar1 stór tómatur1 rauðlaukurBalsmikgljáiÓlífuolíaHandfylli basilíkaSalt og nýmalaður pipar Aðferð: Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki. Sáldrið ólífuolíu yfir og smjöri. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur. Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt tómatasalat. Skerið kirsuberjatómata, rauðlauk og saxið basilíkuna mjög smátt. Blandið öllum hráefnum saman í skál og kryddið til með salti og pipar. Hellið ólífuolíu og balsamikgljáa yfir, leyfið salsainu að standa inn í kæli áður en þið berið það fram með laxinum. Þegar laxinn er tilbúinn færið þið hann á disk og leggið salsa yfir. Berið strax fram og njótið vel.Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.
Eva Laufey Lax Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira