Konum blæðir Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Undir stjórn ISIS mátti aðeins sjást í augun á okkur. Einn daginn þvoði ég þvott uppi á þaki með óhulið andlitið. Vígamaður íslamska ríkisins kom auga á mig. Þeir óðu inn á heimilið og skipuðu okkur að koma út. Þeir hirtu skilríki eiginmanns míns. Mér var skipað að stíga ofan á höfuð eiginmanns míns meðan hann var hýddur. Svo var honum skipað að greiða 50 dollara sekt. Vinkonur mínar hafa verið herteknar og gert að verða eiginkonur vígamannanna og enn fleirum hefur verið nauðgað. Mig dreymir um að geta snúið aftur til Mosúl og lifa þar í friði,“ segir 19 ára gömul stúlka í flóttamannabúðum í Írak. Borgin Mosúl í Írak hefur verið höfuðvígi vígamanna ISIS undanfarin tvö ár. Í október var talið að vígamennirnir héldu að minnta kosti 3.500 kynlífsþrælum. Sameinuðu þjóðirnar telja að í Mosúl hafi verið framinn glæpur gegn mannkyninu en ekki aðeins hafi konur verið beittar gegndarlausu ofbeldi heldur hefur öllum íbúum verið haldið í heljargreipum. Konum í Mosúl hefur verið haldið í algjörri einangrun. Síma- og netnotkun varðar við dauðasök, ferðafrelsi kvenna er ekkert og raddir kvenna stranglega bannaðar opinberlega. Nú freista öryggissveitir Íraka að frelsa borgina undan ISIS og þar geysa hörð átök. Um 62 þúsund manns hafa flúið borgina síðastliðinn mánuð í leit að öryggi og frelsi. Hætta er á að ástandið í Mosúl muni ekki batna á næstunni og hræðast margir að íbúa bíði sömu örlög og íbúa Aleppo. UN Women er á svæðinu, í Mosúl og kring og dreifir sæmdarsettum til kvenna á flótta úr borginni. Sæmdarsettin innihalda nauðsynjavörur sem auka öryggi kvenna og gera þeim kleift að halda reisn og sæmd sinni þrátt fyrir skelfilegar aðstæður. Konum blæðir en þú getur hjálpað. Með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.490 kr) veitir þú konu sæmdarsett sem inniheldur vasaljós, sápu og dömubindi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Undir stjórn ISIS mátti aðeins sjást í augun á okkur. Einn daginn þvoði ég þvott uppi á þaki með óhulið andlitið. Vígamaður íslamska ríkisins kom auga á mig. Þeir óðu inn á heimilið og skipuðu okkur að koma út. Þeir hirtu skilríki eiginmanns míns. Mér var skipað að stíga ofan á höfuð eiginmanns míns meðan hann var hýddur. Svo var honum skipað að greiða 50 dollara sekt. Vinkonur mínar hafa verið herteknar og gert að verða eiginkonur vígamannanna og enn fleirum hefur verið nauðgað. Mig dreymir um að geta snúið aftur til Mosúl og lifa þar í friði,“ segir 19 ára gömul stúlka í flóttamannabúðum í Írak. Borgin Mosúl í Írak hefur verið höfuðvígi vígamanna ISIS undanfarin tvö ár. Í október var talið að vígamennirnir héldu að minnta kosti 3.500 kynlífsþrælum. Sameinuðu þjóðirnar telja að í Mosúl hafi verið framinn glæpur gegn mannkyninu en ekki aðeins hafi konur verið beittar gegndarlausu ofbeldi heldur hefur öllum íbúum verið haldið í heljargreipum. Konum í Mosúl hefur verið haldið í algjörri einangrun. Síma- og netnotkun varðar við dauðasök, ferðafrelsi kvenna er ekkert og raddir kvenna stranglega bannaðar opinberlega. Nú freista öryggissveitir Íraka að frelsa borgina undan ISIS og þar geysa hörð átök. Um 62 þúsund manns hafa flúið borgina síðastliðinn mánuð í leit að öryggi og frelsi. Hætta er á að ástandið í Mosúl muni ekki batna á næstunni og hræðast margir að íbúa bíði sömu örlög og íbúa Aleppo. UN Women er á svæðinu, í Mosúl og kring og dreifir sæmdarsettum til kvenna á flótta úr borginni. Sæmdarsettin innihalda nauðsynjavörur sem auka öryggi kvenna og gera þeim kleift að halda reisn og sæmd sinni þrátt fyrir skelfilegar aðstæður. Konum blæðir en þú getur hjálpað. Með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.490 kr) veitir þú konu sæmdarsett sem inniheldur vasaljós, sápu og dömubindi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar