80.000 bíla töpuð framleiðsla hjá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 09:50 Í Lexus verksmiðjunni í Miyata í Japan. Jarðskjálftinn stóri sem skall á Kyushu eyju í Japan þann 14. apríl hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og iðnaðarframleiðslu á eyjunni. Toyota er eitt þeirra fyrirtækja sem ekki hafa farið varhluta af því og íhlutir í bíla þeirra sem framleiddir eru á eyjunni hafa ekki borist. Toyota áætlaði skömmu eftir skjálftann að áhrif þess væri 56.000 bíla töpuð framleiðsla en nýjar tölur frá Toyota kveða á um a.m.k. 80.000 bíla. Toyota taldi í fyrstu að tapaðri framleiðslu yrði náð upp á nokkrum mánuðum en þar á bæ hefur ekki verið gefið upp hvenær henni verður náð ef það á annað borð tekst. Það myndi krefjast aukavakta í verksmiðjum þeirra og nýjum helgarvöktum og á helgidögum og er Toyota nú í viðræðum við stéttarfélög um slíkt. Toyota hefur neyðst til að leggja niður framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum vegna skorts á íhutum og sumar þeirra hefja aftur framleiðslu í dag en í öðrum seinna í þessari viku. Í enn öðrum er ekki ljóst hvenær framleiðsla getur hafist aftur, meðal annars í verksmiðjum Lexus í Miyata og Motomachi nálægt upptökum skjálftans og á meðan hleðst upp töpuð framleiðsla. Um 42% af framleiðslu Toyota og Lexus í Japan er flutt til annarra landa og því mun verða skortur á Toyota og Lexus bílum víða um heim. Meðal þeirra bíla sem yfirvofandi skortur verður á er Lexus RX og NX jepparnir, sem og á Lexus GS, ES og CT hybrid fólksbílunum. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Jarðskjálftinn stóri sem skall á Kyushu eyju í Japan þann 14. apríl hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og iðnaðarframleiðslu á eyjunni. Toyota er eitt þeirra fyrirtækja sem ekki hafa farið varhluta af því og íhlutir í bíla þeirra sem framleiddir eru á eyjunni hafa ekki borist. Toyota áætlaði skömmu eftir skjálftann að áhrif þess væri 56.000 bíla töpuð framleiðsla en nýjar tölur frá Toyota kveða á um a.m.k. 80.000 bíla. Toyota taldi í fyrstu að tapaðri framleiðslu yrði náð upp á nokkrum mánuðum en þar á bæ hefur ekki verið gefið upp hvenær henni verður náð ef það á annað borð tekst. Það myndi krefjast aukavakta í verksmiðjum þeirra og nýjum helgarvöktum og á helgidögum og er Toyota nú í viðræðum við stéttarfélög um slíkt. Toyota hefur neyðst til að leggja niður framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum vegna skorts á íhutum og sumar þeirra hefja aftur framleiðslu í dag en í öðrum seinna í þessari viku. Í enn öðrum er ekki ljóst hvenær framleiðsla getur hafist aftur, meðal annars í verksmiðjum Lexus í Miyata og Motomachi nálægt upptökum skjálftans og á meðan hleðst upp töpuð framleiðsla. Um 42% af framleiðslu Toyota og Lexus í Japan er flutt til annarra landa og því mun verða skortur á Toyota og Lexus bílum víða um heim. Meðal þeirra bíla sem yfirvofandi skortur verður á er Lexus RX og NX jepparnir, sem og á Lexus GS, ES og CT hybrid fólksbílunum.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent