Viljum við íslenska ísmola en erlent kjöt? Margrét Gísladóttir skrifar 21. október 2016 08:00 Síðastliðinn miðvikudag ráku margir upp stór augu þegar fréttir bárust af því að íslenskar verslanir væru að selja innflutta ísmola frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum í tonnavís. Merkilegt þykir að innfluttu ísmolarnir eru nokkuð ódýrari en þeir innlendu, þrátt fyrir flutningskostnað. Líffræðingur hjá Landvernd sagði að ábyrgð neytenda væri mikil, enda sé kolefnisspor innfluttu ísmolanna stórt. Ennfremur gerði líffræðingurinn athugasemdir við að innfluttu vörunni væri stillt upp á áberandi stöðum á meðan neytendur „ þurfa að hlaupa út um alla búð til að finna þann íslenska”.Í dag er um fjórðungur alls nautakjöts sem neytt er á Íslandi innflutt. Íslensk framleiðsla hefur hingað til ekki náð að sinna eftirspurninni en í nýjum búvörusamningum er það nýmæli að stutt verður með nýjum hætti við nautakjötsframleiðslu. Verið er að flytja inn fósturvísa af holdanautakyni og er því framtíðin í íslenskri nautakjötsframleiðslu töluvert bjartari en hefur verið. En, á sama tíma er verið að auka magntolla á innfluttu nautakjöti frá ESB úr 100 tonnum í 696 tonn á næstu 4 árum. Verslanir hafa skilarétt á íslenskum kjötafurðum og hvatinn til að stilla innfluttu vörunni upp, á stöðum sem líklegir eru til að auka sölu, er því mun meiri en á þeim íslensku. Verslunin getur semsagt skilað því sem ekki selst af íslensku vörunni. Það er því ekki óalgengt að finna íslensku vöruna útí horni á meðan erlenda varan nýtur sín þar sem umferð viðskiptavina er hvað mest. Uppruni kjötsins kemur svo yfirleitt fram í litlu 5 punkta letri á pakkningunum. Vandinn við þær merkingar er hinsvegar sá að upprunaland getur átt við bæði landið sem varan er upprunnin í og landið þar sem hún er fullunnin, það er því ekkert gulltryggt. Vissulega eru einhverjir neytendur sem setja sig ekki upp á móti því hvaðan varan kemur svo lengi sem verðið er hagstæðara. En það er mikilvægt að neytendur séu að minnsta kosti vel upplýstir. Sýklalyfjanotkun á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu á meðan hún er með hæsta móti í löndum eins og Þýskalandi, en þaðan kemur langstærstur hluti innflutta nautakjötsins sem er á boðstólnum í íslenskum verslunum. Í Þýskalandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði 34föld á við það sem gerist á Íslandi. Þið lásuð rétt, 34 sinnum meiri en hér á landi. Eins kemur töluvert af nautakjöti frá Spáni, en þar er notkun sýklalyfja ívið meiri, eða 60föld á við það sem gerist hér á landi (EMA, 2013). Í þessu samhengi er vert að minnast á það aðofnotkun og röng notkun sýklalyfja hefur leitt til ískyggilegrar aukningar sýklalyfjaónæmis á heimsvísu og berast nýjar fréttir af því í hverri viku.Og við erum ekki einu sinni byrjuð að tala um kolefnissporið sem fylgir þessum flutningi milli landa.Fréttin um ísmolana frægu endaði svo á þessum orðum, sem hafa í framhaldinu verið nokkuð áberandi í umræðum á samfélagsmiðlum og við hæfi að ljúka þessi skrif á:„Ég held að langflestir séu ekkert að pæla í þessu eða hugsa um þetta þannig að það er í raun kannski verið að blekkja fólk svolitið. Ef að við neytendur tjáum ekki óánægju okkar með þessi mál að þá gerist ekki neitt og við sem neytendur höfum mjög mikið vald. Við getum bæði ákveðið að kaupa ekki þessar vörur eða bara slegið hnefanum í borðið og sagt: Hingað og ekki lengra. Gefið okkur íslenskar vörur.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Mest lesið Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Síðastliðinn miðvikudag ráku margir upp stór augu þegar fréttir bárust af því að íslenskar verslanir væru að selja innflutta ísmola frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum í tonnavís. Merkilegt þykir að innfluttu ísmolarnir eru nokkuð ódýrari en þeir innlendu, þrátt fyrir flutningskostnað. Líffræðingur hjá Landvernd sagði að ábyrgð neytenda væri mikil, enda sé kolefnisspor innfluttu ísmolanna stórt. Ennfremur gerði líffræðingurinn athugasemdir við að innfluttu vörunni væri stillt upp á áberandi stöðum á meðan neytendur „ þurfa að hlaupa út um alla búð til að finna þann íslenska”.Í dag er um fjórðungur alls nautakjöts sem neytt er á Íslandi innflutt. Íslensk framleiðsla hefur hingað til ekki náð að sinna eftirspurninni en í nýjum búvörusamningum er það nýmæli að stutt verður með nýjum hætti við nautakjötsframleiðslu. Verið er að flytja inn fósturvísa af holdanautakyni og er því framtíðin í íslenskri nautakjötsframleiðslu töluvert bjartari en hefur verið. En, á sama tíma er verið að auka magntolla á innfluttu nautakjöti frá ESB úr 100 tonnum í 696 tonn á næstu 4 árum. Verslanir hafa skilarétt á íslenskum kjötafurðum og hvatinn til að stilla innfluttu vörunni upp, á stöðum sem líklegir eru til að auka sölu, er því mun meiri en á þeim íslensku. Verslunin getur semsagt skilað því sem ekki selst af íslensku vörunni. Það er því ekki óalgengt að finna íslensku vöruna útí horni á meðan erlenda varan nýtur sín þar sem umferð viðskiptavina er hvað mest. Uppruni kjötsins kemur svo yfirleitt fram í litlu 5 punkta letri á pakkningunum. Vandinn við þær merkingar er hinsvegar sá að upprunaland getur átt við bæði landið sem varan er upprunnin í og landið þar sem hún er fullunnin, það er því ekkert gulltryggt. Vissulega eru einhverjir neytendur sem setja sig ekki upp á móti því hvaðan varan kemur svo lengi sem verðið er hagstæðara. En það er mikilvægt að neytendur séu að minnsta kosti vel upplýstir. Sýklalyfjanotkun á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu á meðan hún er með hæsta móti í löndum eins og Þýskalandi, en þaðan kemur langstærstur hluti innflutta nautakjötsins sem er á boðstólnum í íslenskum verslunum. Í Þýskalandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði 34föld á við það sem gerist á Íslandi. Þið lásuð rétt, 34 sinnum meiri en hér á landi. Eins kemur töluvert af nautakjöti frá Spáni, en þar er notkun sýklalyfja ívið meiri, eða 60föld á við það sem gerist hér á landi (EMA, 2013). Í þessu samhengi er vert að minnast á það aðofnotkun og röng notkun sýklalyfja hefur leitt til ískyggilegrar aukningar sýklalyfjaónæmis á heimsvísu og berast nýjar fréttir af því í hverri viku.Og við erum ekki einu sinni byrjuð að tala um kolefnissporið sem fylgir þessum flutningi milli landa.Fréttin um ísmolana frægu endaði svo á þessum orðum, sem hafa í framhaldinu verið nokkuð áberandi í umræðum á samfélagsmiðlum og við hæfi að ljúka þessi skrif á:„Ég held að langflestir séu ekkert að pæla í þessu eða hugsa um þetta þannig að það er í raun kannski verið að blekkja fólk svolitið. Ef að við neytendur tjáum ekki óánægju okkar með þessi mál að þá gerist ekki neitt og við sem neytendur höfum mjög mikið vald. Við getum bæði ákveðið að kaupa ekki þessar vörur eða bara slegið hnefanum í borðið og sagt: Hingað og ekki lengra. Gefið okkur íslenskar vörur.“
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar