Sveppi í hvíld frá sviðsljósinu Elín Albertsdóttir skrifar 7. maí 2016 10:00 Sveppi og fjölskylda alsæl í Santa Barbara. Sumarsæla á hverjum degi og oft hægt að fara á ströndina til að grilla. MYND/BRAGI HINRIKSSON Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, og kona hans, Íris Ösp Bergþórsdóttir, rifu sig upp með þrjú börn sl. sumar og fluttu til Santa Barbara í Kaliforníu. Þar ætla þau að vera í eitt ár þar sem Íris stundar rannsóknir í doktorsnámi sínu í sálfræði. Það hefur ekki borið mikið á Sveppa undanfarið. Hann er horfinn úr sviðsljósinu í bili. „Mér finnst ágætt að hvíla mig aðeins á sviðsljósinu. Hér þekkir mig enginn,“ segir hann. Konu hans var boðið að stunda doktorsnám sitt í eitt ár við Santa Barbara háskólann og þau ákváðu að slá til og flytja með fjölskylduna til Bandaríkjanna. „Okkur fannst þetta mjög spennandi. Reyndar var heilmikið mál að útvega vísa fyrir alla fjölskylduna, finna skóla fyrir börnin og pakka niður. Við verðum hingað fram í miðjan ágúst en satt að segja hefðum við alveg verið til í að vera lengur. Fjölskyldan er mjög ánægð hér. Sjálfum finnst mér þetta alveg dásamlegt. Alltaf gott veður,“ segir Sveppi en hann hefur ekki séð sápuóperuna Santa Barbara og hafði aldrei komið á þessar slóðir áður.Skrifar handrit Þegar Sveppi er spurður hvort hann hafi nýtt tímann og farið í nám sjálfur, svarar hann því neitandi. „Ég nenni ekki í eitthvað leiklistarnám og nám hefur aldrei hentað mér sérstaklega vel. Ég nýti tímann til að skrifa. Ég hef verið að skrifa handrit að sjónvarpsþætti fyrir Stöð 2 með félögum mínum, Audda og Steinda. Einnig hef ég verið að vinna að teiknimyndaseríu um Sveppa, Villa og Góa ásamt Braga Þór Hinrikssyni sem leikstýrði Sveppamyndunum. Slíkir þættir eru langt ferli en við höfum verið mjög duglegir að skrifa og undirbúa þættina,“ segir Sveppi og bætir við. „Mér líður nú svolítið eins og ég sé búinn að vera í löngu og góðu sumarfríi og það er æðislegt.“Grillað á ströndinni Sveppi segir að Santa Barbara sé frábær bær. „Ég vissi ekkert um þennan bæ og hann hefur komið mér mikið á óvart. Hér er yndislegt að vera og íbúarnir einstaklega ljúfir og kurteisir. Ef það er eitthvað sem hefur komið mér rækilega á óvart er það hversu Kaninn er yndislegur. Það er virkilega skemmtilegt að búa hér. Maður var með fyrirfram mótaðar hugmyndir um Ameríku en þær hafa breyst. Það er dásamleg lífsreynsla að prófa að búa í öðru landi. Við erum til dæmis stutt frá ströndinni og þangað förum við oft og grillum sem er mjög skemmtilegt.“Gaman að ferðast Sveppi á þrjú börn, Arnald Flóka, 4 ára, Bergþór Inga, 9 ára og Þórdísi Kötlu, 12 ára. „Börnin kunnu ekki eitt orð í ensku þegar við komum hingað og við horfðum grátandi á eftir þeim í skólann. Nú eru þau öll orðin fljúgandi fær í málinu og mjög ánægð hérna. Það er gaman að fylgjast með þeim hér. Við höfum ferðast vítt og breitt um Kaliforníu. Fórum til San Francisco, Las Vegas og víðar. Við eigum kunningja í Los Angeles og höfum heimsótt þá. Auk þess höfum við farið í sveitirnar hér í kring en þar eru til dæmis margir litlir vínakrar og hægt að fara í vínsmakk hjá bændunum,“ segir Sveppi. „Maður getur farið í svona „sideways“ ferð með börnin,“ segir hann og hlær.Pása frá lífinu „Ég á eftir að sakna veðursins hér þegar við snúum heim aftur,“ segir hann. „Núna er ég svona au pair hjá sjálfum mér. Mér finnst gaman að vera heima, elda góðan mat og mér finnst enn skemmtilegt að fara í Costco, Target og þessar búðir. Það er svo mikið úrval hér. Svo er miklu hagstæðara að versla hér heldur en heima. Mörg góð veitingahús eru hér í kring, sum með mexíkósku ívafi. Við höfum borðað dálítið af fajitas og quesadillas. Krakkarnir eru í skóla í göngufæri við heimilið okkar. Þau hafa eignast góða vini. Ef maður ætlar að flytja til Ameríku þá er eitt ár lágmark,“ segir Sveppi, reynslunni ríkari og bætir við: „Mér líður pínulítið eins og ég hafi tekið pásu frá lífinu.“ Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, og kona hans, Íris Ösp Bergþórsdóttir, rifu sig upp með þrjú börn sl. sumar og fluttu til Santa Barbara í Kaliforníu. Þar ætla þau að vera í eitt ár þar sem Íris stundar rannsóknir í doktorsnámi sínu í sálfræði. Það hefur ekki borið mikið á Sveppa undanfarið. Hann er horfinn úr sviðsljósinu í bili. „Mér finnst ágætt að hvíla mig aðeins á sviðsljósinu. Hér þekkir mig enginn,“ segir hann. Konu hans var boðið að stunda doktorsnám sitt í eitt ár við Santa Barbara háskólann og þau ákváðu að slá til og flytja með fjölskylduna til Bandaríkjanna. „Okkur fannst þetta mjög spennandi. Reyndar var heilmikið mál að útvega vísa fyrir alla fjölskylduna, finna skóla fyrir börnin og pakka niður. Við verðum hingað fram í miðjan ágúst en satt að segja hefðum við alveg verið til í að vera lengur. Fjölskyldan er mjög ánægð hér. Sjálfum finnst mér þetta alveg dásamlegt. Alltaf gott veður,“ segir Sveppi en hann hefur ekki séð sápuóperuna Santa Barbara og hafði aldrei komið á þessar slóðir áður.Skrifar handrit Þegar Sveppi er spurður hvort hann hafi nýtt tímann og farið í nám sjálfur, svarar hann því neitandi. „Ég nenni ekki í eitthvað leiklistarnám og nám hefur aldrei hentað mér sérstaklega vel. Ég nýti tímann til að skrifa. Ég hef verið að skrifa handrit að sjónvarpsþætti fyrir Stöð 2 með félögum mínum, Audda og Steinda. Einnig hef ég verið að vinna að teiknimyndaseríu um Sveppa, Villa og Góa ásamt Braga Þór Hinrikssyni sem leikstýrði Sveppamyndunum. Slíkir þættir eru langt ferli en við höfum verið mjög duglegir að skrifa og undirbúa þættina,“ segir Sveppi og bætir við. „Mér líður nú svolítið eins og ég sé búinn að vera í löngu og góðu sumarfríi og það er æðislegt.“Grillað á ströndinni Sveppi segir að Santa Barbara sé frábær bær. „Ég vissi ekkert um þennan bæ og hann hefur komið mér mikið á óvart. Hér er yndislegt að vera og íbúarnir einstaklega ljúfir og kurteisir. Ef það er eitthvað sem hefur komið mér rækilega á óvart er það hversu Kaninn er yndislegur. Það er virkilega skemmtilegt að búa hér. Maður var með fyrirfram mótaðar hugmyndir um Ameríku en þær hafa breyst. Það er dásamleg lífsreynsla að prófa að búa í öðru landi. Við erum til dæmis stutt frá ströndinni og þangað förum við oft og grillum sem er mjög skemmtilegt.“Gaman að ferðast Sveppi á þrjú börn, Arnald Flóka, 4 ára, Bergþór Inga, 9 ára og Þórdísi Kötlu, 12 ára. „Börnin kunnu ekki eitt orð í ensku þegar við komum hingað og við horfðum grátandi á eftir þeim í skólann. Nú eru þau öll orðin fljúgandi fær í málinu og mjög ánægð hérna. Það er gaman að fylgjast með þeim hér. Við höfum ferðast vítt og breitt um Kaliforníu. Fórum til San Francisco, Las Vegas og víðar. Við eigum kunningja í Los Angeles og höfum heimsótt þá. Auk þess höfum við farið í sveitirnar hér í kring en þar eru til dæmis margir litlir vínakrar og hægt að fara í vínsmakk hjá bændunum,“ segir Sveppi. „Maður getur farið í svona „sideways“ ferð með börnin,“ segir hann og hlær.Pása frá lífinu „Ég á eftir að sakna veðursins hér þegar við snúum heim aftur,“ segir hann. „Núna er ég svona au pair hjá sjálfum mér. Mér finnst gaman að vera heima, elda góðan mat og mér finnst enn skemmtilegt að fara í Costco, Target og þessar búðir. Það er svo mikið úrval hér. Svo er miklu hagstæðara að versla hér heldur en heima. Mörg góð veitingahús eru hér í kring, sum með mexíkósku ívafi. Við höfum borðað dálítið af fajitas og quesadillas. Krakkarnir eru í skóla í göngufæri við heimilið okkar. Þau hafa eignast góða vini. Ef maður ætlar að flytja til Ameríku þá er eitt ár lágmark,“ segir Sveppi, reynslunni ríkari og bætir við: „Mér líður pínulítið eins og ég hafi tekið pásu frá lífinu.“
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira