Heilsugæslan á Mars Jóhannes V. Reynisson skrifar 13. desember 2016 07:00 Það er ekkert langt í að fólk geti ferðast til reikistjörnunnar Mars. Og hver veit nema að mannkynið muni setjast þar að í náinni framtíð. En hvað ætla Marsbúar að gera í heilbrigðismálum? Verður ekki að byrja á því að reisa hátæknisjúkrahús um leið og aðra innviði? Svarið er nei. Á Mars verður heilsugæsla. Komum aftur niður á jörðina. Hvað er heilsugæsla og hvar er hún? Er hún í Afríku eða Ameríku? Hvað með okkur? Höfum við hugleitt að notkun okkar á orðinu heilsugæsla sé villandi? Gæsla felur í sér eftirlit. Hvernig skiljum við annars orð eins og barnagæsla, löggæsla eða landhelgisgæsla? Okkur býðst að líta við á heilsugæslunni þegar við finnum fyrir kvilla. Við erum ekki boðuð í skoðun; að heilsa okkar sé könnuð með það fyrir augum að fyrirbyggja það sem síðar getur orðið alvarlegt vandamál.Bíllinn í skoðun Hundruð Íslendinga deyja fyrir aldur fram á hverju ári úr lungnakrabbameini, brjóstakrabbameini, eggjastokkakrabbameini, sortuæxlum, ristils- og endaþarmsmeinum. Margir ná sem betur fer heilsu en ekki fyrr en eftir erfiðar, tímafrekar og kostnaðarsamar meðferðir. Fyrirbyggjandi aðgerðir skila okkur og samfélaginu miklu. Öll erum við meðvituð um ávinninginn af bólusetningum svo dæmi sé tekið. Með þetta fyrir augum er mikilvægt að efla rannsóknir til muna og gera allt sem í okkar valdi stendur til að greina sjúkdóma eins snemma og mögulegt er. Við höfum mikilvæg dæmi um fyrirbyggjandi eftirlit og hversu miklu máli það skiptir. Konur eru boðaðar í krabbameinsskoðun og það hefur áhrif. Því fyrr sem við fáum vísbendingar um veikindi, þeim mun fyrr og betur er hægt að bregðast við. Við getum spurt hvers vegna við förum með bílinn í skoðun á hverju ári. Af hverju engin flugvél fer í loftið fyrr en hún hefur verið skoðuð. Þessir hlutir verða að vera í lagi. Hvað með okkur sjálf?Lýðheilsa í verki Það þarf að bæta sjúkrahúsaðstöðu hér á landi, en á sama tíma verðum við að hugsa fram á við: Hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt. Við höfum verkfæri eins og rannsóknir á genamenginu og tæki sem geta greint mein miklu fyrr en áður var mögulegt. Hvernig væri að boða manneskju í skoðun á heilsugæslu þegar hún er tvítug og aftur á þrítugsafmælinu. Eftir því sem við verðum eldri er líklegt að vísbendingar um hugsanlega sjúkdóma geti komið fram. Þá má hafa skoðun til dæmis á fimm ára fresti fram að fimmtugu og ef til vill árlega eftir það. Þetta er heilsugæsla í verki.Þú græðir lífið Okkur kann að vaxa í augum umfangið á þessu. En lítum þá á hinn endann á heilbrigðiskerfinu. Hvað yrðu margir á sjúkrahúsi með virkri heilsugæslu? Hversu margir óvinnufærir heima? Hvað myndum við spara sem samfélag í kostnaði við sjúkrahúsmeðferðir og hvað myndum við vinna úti í atvinnulífinu? Grundvöllurinn er að efla rannsóknir sem munu aftur leiða til þess að fyrr verður hægt að grípa til aðgerða til að vinna bug á þeim. Og við getum strax gripið til aðgerða. Blái naglinn hyggst standa fyrir kaupum á þremur grunnrannsóknartækjum fyrir Landspítalann. Þetta eru tæki af nýjustu kynslóð greiningartækja, og geta komið auga á krabbamein fyrr en nú er mögulegt. Enn vantar 55 milljónir króna, margar hendur vinna létt verk. Þeir sem vilja taka þátt í þessu mikilvæga framtaki og styrkja grunnrannsóknir á krabbameinum á Landspítala geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar inn á reikning nr. 537-26-350350, kt. 450700-3390. Það hlýtur að vera markmið okkar, hvort heldur sem einstaklinga eða samfélags, að fylgjast með og koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma áður en alvarleg veikindi koma fram. Hvert og eitt okkar græðir heilsuna. Fátt er meira virði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekkert langt í að fólk geti ferðast til reikistjörnunnar Mars. Og hver veit nema að mannkynið muni setjast þar að í náinni framtíð. En hvað ætla Marsbúar að gera í heilbrigðismálum? Verður ekki að byrja á því að reisa hátæknisjúkrahús um leið og aðra innviði? Svarið er nei. Á Mars verður heilsugæsla. Komum aftur niður á jörðina. Hvað er heilsugæsla og hvar er hún? Er hún í Afríku eða Ameríku? Hvað með okkur? Höfum við hugleitt að notkun okkar á orðinu heilsugæsla sé villandi? Gæsla felur í sér eftirlit. Hvernig skiljum við annars orð eins og barnagæsla, löggæsla eða landhelgisgæsla? Okkur býðst að líta við á heilsugæslunni þegar við finnum fyrir kvilla. Við erum ekki boðuð í skoðun; að heilsa okkar sé könnuð með það fyrir augum að fyrirbyggja það sem síðar getur orðið alvarlegt vandamál.Bíllinn í skoðun Hundruð Íslendinga deyja fyrir aldur fram á hverju ári úr lungnakrabbameini, brjóstakrabbameini, eggjastokkakrabbameini, sortuæxlum, ristils- og endaþarmsmeinum. Margir ná sem betur fer heilsu en ekki fyrr en eftir erfiðar, tímafrekar og kostnaðarsamar meðferðir. Fyrirbyggjandi aðgerðir skila okkur og samfélaginu miklu. Öll erum við meðvituð um ávinninginn af bólusetningum svo dæmi sé tekið. Með þetta fyrir augum er mikilvægt að efla rannsóknir til muna og gera allt sem í okkar valdi stendur til að greina sjúkdóma eins snemma og mögulegt er. Við höfum mikilvæg dæmi um fyrirbyggjandi eftirlit og hversu miklu máli það skiptir. Konur eru boðaðar í krabbameinsskoðun og það hefur áhrif. Því fyrr sem við fáum vísbendingar um veikindi, þeim mun fyrr og betur er hægt að bregðast við. Við getum spurt hvers vegna við förum með bílinn í skoðun á hverju ári. Af hverju engin flugvél fer í loftið fyrr en hún hefur verið skoðuð. Þessir hlutir verða að vera í lagi. Hvað með okkur sjálf?Lýðheilsa í verki Það þarf að bæta sjúkrahúsaðstöðu hér á landi, en á sama tíma verðum við að hugsa fram á við: Hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt. Við höfum verkfæri eins og rannsóknir á genamenginu og tæki sem geta greint mein miklu fyrr en áður var mögulegt. Hvernig væri að boða manneskju í skoðun á heilsugæslu þegar hún er tvítug og aftur á þrítugsafmælinu. Eftir því sem við verðum eldri er líklegt að vísbendingar um hugsanlega sjúkdóma geti komið fram. Þá má hafa skoðun til dæmis á fimm ára fresti fram að fimmtugu og ef til vill árlega eftir það. Þetta er heilsugæsla í verki.Þú græðir lífið Okkur kann að vaxa í augum umfangið á þessu. En lítum þá á hinn endann á heilbrigðiskerfinu. Hvað yrðu margir á sjúkrahúsi með virkri heilsugæslu? Hversu margir óvinnufærir heima? Hvað myndum við spara sem samfélag í kostnaði við sjúkrahúsmeðferðir og hvað myndum við vinna úti í atvinnulífinu? Grundvöllurinn er að efla rannsóknir sem munu aftur leiða til þess að fyrr verður hægt að grípa til aðgerða til að vinna bug á þeim. Og við getum strax gripið til aðgerða. Blái naglinn hyggst standa fyrir kaupum á þremur grunnrannsóknartækjum fyrir Landspítalann. Þetta eru tæki af nýjustu kynslóð greiningartækja, og geta komið auga á krabbamein fyrr en nú er mögulegt. Enn vantar 55 milljónir króna, margar hendur vinna létt verk. Þeir sem vilja taka þátt í þessu mikilvæga framtaki og styrkja grunnrannsóknir á krabbameinum á Landspítala geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar inn á reikning nr. 537-26-350350, kt. 450700-3390. Það hlýtur að vera markmið okkar, hvort heldur sem einstaklinga eða samfélags, að fylgjast með og koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma áður en alvarleg veikindi koma fram. Hvert og eitt okkar græðir heilsuna. Fátt er meira virði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun