Nýr Geländerwagen á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2016 16:33 Prófanir á nýrri kynslóð Geländerwagen standa nú yfir. Þegar breytingar verða á kassalaga bílnum Geländerwagen (G-Class) frá Mercedes Benz eiga þær yfirleitt ekki við á ytra byrði bílsins. Það á einnig við um næstu kynslóðarbreytingu á bílnum sem kynnt verður á seinni hluta næsta árs. Bíllinn hefur verið svo til óbreyttur að utan allar götur frá fyrstu útkomu hans árið 1970. Ekki væru heldur margir kátir ef þessi klassíski bíll fengi drastíska breytingu að utan. Með nýrri kynslóð mun bíllinn léttast um allt að 400 kíló og munu akstureiginleikarnir hans batna fyrir vikið. Samkvæmt óstaðfestum fréttum mun bíllinn breikka um heila 10 sentimetra og rýmið því aukast talsvert og var það nú slatti fyrir. Í öflugustu G63 útgáfu bílsins verður sagt skilið við 5,5 lítra vélina með tveimur forþjöppunum og mun 4,0 lítra V8, líka með tveimur forþjöppum, koma í staðinn. Þessi vél er til í smiðju Benz frá 470 hestöflum (í C63) uppí 603 hestöfl (í E63 S) og að líkindum verður aflið eitthvað nær hærri tölunni, ef ekki öll 603 hestöflin. Við þessa öflugu vél verður tengd 9 gíra sjálfskipting. Það verður áfram Magna Steyr í Austurríki sem setur saman Geländerwagen, en þar á bæ hafa nú verið framleidd yfir 20.000 eintök af bílnum í ár þó svo það sé ekki á enda runnið. Til prófana á bílnum hefur sést í snjónum Austurríki nýlega og myndin að ofan þaðan. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent
Þegar breytingar verða á kassalaga bílnum Geländerwagen (G-Class) frá Mercedes Benz eiga þær yfirleitt ekki við á ytra byrði bílsins. Það á einnig við um næstu kynslóðarbreytingu á bílnum sem kynnt verður á seinni hluta næsta árs. Bíllinn hefur verið svo til óbreyttur að utan allar götur frá fyrstu útkomu hans árið 1970. Ekki væru heldur margir kátir ef þessi klassíski bíll fengi drastíska breytingu að utan. Með nýrri kynslóð mun bíllinn léttast um allt að 400 kíló og munu akstureiginleikarnir hans batna fyrir vikið. Samkvæmt óstaðfestum fréttum mun bíllinn breikka um heila 10 sentimetra og rýmið því aukast talsvert og var það nú slatti fyrir. Í öflugustu G63 útgáfu bílsins verður sagt skilið við 5,5 lítra vélina með tveimur forþjöppunum og mun 4,0 lítra V8, líka með tveimur forþjöppum, koma í staðinn. Þessi vél er til í smiðju Benz frá 470 hestöflum (í C63) uppí 603 hestöfl (í E63 S) og að líkindum verður aflið eitthvað nær hærri tölunni, ef ekki öll 603 hestöflin. Við þessa öflugu vél verður tengd 9 gíra sjálfskipting. Það verður áfram Magna Steyr í Austurríki sem setur saman Geländerwagen, en þar á bæ hafa nú verið framleidd yfir 20.000 eintök af bílnum í ár þó svo það sé ekki á enda runnið. Til prófana á bílnum hefur sést í snjónum Austurríki nýlega og myndin að ofan þaðan.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent