Leiddist óvænt út í sönginn Elín Albertsdóttir skrifar 20. júlí 2016 11:00 Elmar Gilbertsson er töffari sem syngur í óperum um alla Evrópu þessa dagana. Um helgina verður hann á Reykholtshátíð. MYND/VILHELM Elmar Gilbertsson óperusöngvari verður sérstakur gestur Reykholtshátíðarinnar sem fram fer um helgina í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Elmar býr í Hollandi og ferðast um Evrópu og syngur í óperuhúsum. Árið 2014 var hann á ferðalagi 288 daga ársins. Elmar segist hlakka til helgarinnar. Þar flytji hann tónlist sem hann hefur mikið dálæti á. Hann hefur búið í Den Haag í Hollandi frá árinu 2007 þar sem hann hefur tekið þátt í óperusýningum. „Ég syng líka mikið í Frakklandi, Englandi, Tékklandi og Þýskalandi. Fyrst var ég í minni hlutverkum en hef verið að spreyta mig á stærri hlutverkum undanfarið, má þar nefna hlutverk hertogans af Mantua í Rigoletto hjá óperuhúsinu í Maastricht í Hollandi. Ég mun síðan syngja með Íslensku óperunni í haust en þar fer ég með hlutvert Lenskys í Évgení Onegin eftir Tsjaíkovskíj,“ segir Elmar. „Ég er ekki á heimleið, hef það mikið af verkefnum í Evrópu þannig að ég kem bara í heimsókn hingað til lands,“ segir hann. „Mig langaði til að dvelja smá tíma hér heima á þessu ári, sérstaklega til að vera meira með dóttur minni, Alvildu Eyvöru, sem er tólf ára.“ Þess má geta að Elmar var valinn söngvari ársins á Grímunni fyrir hlutverk sitt Don Ottavio í Don Giovanni í uppsetningu Íslensku óperunnar á þessu ári.ÁSTIR SKÁLDSINS Þetta er í fyrsta skipti sem Elmar kemur fram á Reykholtshátíð. „Sigurgeir Agnarsson, listrænn stjórnandi, bauð mér að vera með en við unnum mikið saman í óperunni Ragnheiði og í fleiri verkum tengdum Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég hafði lausan tíma og ákvað að slá til. Þetta verður skemmtilegt og afslappað. Við byrjum á föstudagskvöldið en þá syng ég einsöng með Reykholtskórnum. Síðan verða eftirmiðdagstónleikar á laugardeginum en um kvöldið verða einsöngstónleikar mínir. Þá mun ég flytja lagaflokkinn Ástir skáldsins eftir Robert Schumann við píanóundirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur fyrir hlé. Á eftir verðum við með úrval laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárns. Að lokum verða fluttar útsetningar fyrir píanótríó og söngrödd í útsetningu Þórðar Magnússonar,“ segir Elmar.SÖNGUR Í SKAGAFIRÐI Þegar Elmar er spurður hvort það sé óvenjulegt fyrir hann að syngja úti á landi, svarar hann því neitandi. „Ég er alinn upp í Búðardal og fer oft út á land og nýt þess að vera í íslenskri náttúru. Ég söng með Karlakórnum Heimi í Skagafirði í lok apríl á Sæluvikutónleikum. Það var skemmtilegt því minnst var á að móðurafi minn hefði verið úr Flókadalnum í Fljótum. Félagarnir í kórnum röktu þarna ættartölu fyrir mig, sögðu mig kominn af manni sem kallaður var Sigurður söngur. Þegar hann hóf upp raust sína þá heyrðist það á milli sjö kirkna, mjög skemmtilegt að heyra þetta.“ Elmar útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz árið 2007 en hóf þá nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam og síðan Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag. Elmar segir að söngnámið hafi verið óvænt hjá hinum og ekki skipulagt. Hann stundaði nám á Hvanneyri í Borgarfirði en síðan hafi leiðin legið til Reykjavíkur þar sem hann lærði rafeindavirkjun. „Ég var í karlakór á Hvanneyri og hélt síðan áfram í Mótettukórnum í borginni. Í framhaldinu tók ég söngtíma og þá varð ekki aftur snúið,“ segir hann. Elmar segist eiga marga vini og kunningja frá Hvanneyrarárum. „Ég vona að ég sjái kunnugleg andlit í Reykholti um helgina,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Elmar Gilbertsson óperusöngvari verður sérstakur gestur Reykholtshátíðarinnar sem fram fer um helgina í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Elmar býr í Hollandi og ferðast um Evrópu og syngur í óperuhúsum. Árið 2014 var hann á ferðalagi 288 daga ársins. Elmar segist hlakka til helgarinnar. Þar flytji hann tónlist sem hann hefur mikið dálæti á. Hann hefur búið í Den Haag í Hollandi frá árinu 2007 þar sem hann hefur tekið þátt í óperusýningum. „Ég syng líka mikið í Frakklandi, Englandi, Tékklandi og Þýskalandi. Fyrst var ég í minni hlutverkum en hef verið að spreyta mig á stærri hlutverkum undanfarið, má þar nefna hlutverk hertogans af Mantua í Rigoletto hjá óperuhúsinu í Maastricht í Hollandi. Ég mun síðan syngja með Íslensku óperunni í haust en þar fer ég með hlutvert Lenskys í Évgení Onegin eftir Tsjaíkovskíj,“ segir Elmar. „Ég er ekki á heimleið, hef það mikið af verkefnum í Evrópu þannig að ég kem bara í heimsókn hingað til lands,“ segir hann. „Mig langaði til að dvelja smá tíma hér heima á þessu ári, sérstaklega til að vera meira með dóttur minni, Alvildu Eyvöru, sem er tólf ára.“ Þess má geta að Elmar var valinn söngvari ársins á Grímunni fyrir hlutverk sitt Don Ottavio í Don Giovanni í uppsetningu Íslensku óperunnar á þessu ári.ÁSTIR SKÁLDSINS Þetta er í fyrsta skipti sem Elmar kemur fram á Reykholtshátíð. „Sigurgeir Agnarsson, listrænn stjórnandi, bauð mér að vera með en við unnum mikið saman í óperunni Ragnheiði og í fleiri verkum tengdum Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég hafði lausan tíma og ákvað að slá til. Þetta verður skemmtilegt og afslappað. Við byrjum á föstudagskvöldið en þá syng ég einsöng með Reykholtskórnum. Síðan verða eftirmiðdagstónleikar á laugardeginum en um kvöldið verða einsöngstónleikar mínir. Þá mun ég flytja lagaflokkinn Ástir skáldsins eftir Robert Schumann við píanóundirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur fyrir hlé. Á eftir verðum við með úrval laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárns. Að lokum verða fluttar útsetningar fyrir píanótríó og söngrödd í útsetningu Þórðar Magnússonar,“ segir Elmar.SÖNGUR Í SKAGAFIRÐI Þegar Elmar er spurður hvort það sé óvenjulegt fyrir hann að syngja úti á landi, svarar hann því neitandi. „Ég er alinn upp í Búðardal og fer oft út á land og nýt þess að vera í íslenskri náttúru. Ég söng með Karlakórnum Heimi í Skagafirði í lok apríl á Sæluvikutónleikum. Það var skemmtilegt því minnst var á að móðurafi minn hefði verið úr Flókadalnum í Fljótum. Félagarnir í kórnum röktu þarna ættartölu fyrir mig, sögðu mig kominn af manni sem kallaður var Sigurður söngur. Þegar hann hóf upp raust sína þá heyrðist það á milli sjö kirkna, mjög skemmtilegt að heyra þetta.“ Elmar útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz árið 2007 en hóf þá nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam og síðan Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag. Elmar segir að söngnámið hafi verið óvænt hjá hinum og ekki skipulagt. Hann stundaði nám á Hvanneyri í Borgarfirði en síðan hafi leiðin legið til Reykjavíkur þar sem hann lærði rafeindavirkjun. „Ég var í karlakór á Hvanneyri og hélt síðan áfram í Mótettukórnum í borginni. Í framhaldinu tók ég söngtíma og þá varð ekki aftur snúið,“ segir hann. Elmar segist eiga marga vini og kunningja frá Hvanneyrarárum. „Ég vona að ég sjái kunnugleg andlit í Reykholti um helgina,“ segir hann fullur tilhlökkunar.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira