Lífið

Írskir stuðningsmenn reyndu að syngja ungabarn í svefn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Írarnir vöfðu barnið meira að segja í fána lands síns.
Írarnir vöfðu barnið meira að segja í fána lands síns.
Sem stendur er Frakkland fullt af knattspyrnuáhugamönnum sem lagt hafa land undir fót til að styðja lið sitt á Evrópumótinu sem fram fer þar í landi. Stuðningsmönnunum fylgir oftar en ekki talsvert háreysti og öðrum jafnvel ofbeldi en enn aðrir eru til algerrar fyrirmyndar.

Írsku stuðningsmennirnir hafa löngum fallið í síðasta flokkinn og það sýndu þeir og sönnuðu í gær. Þá höfðu þeir fjölmennt í lest í Bordeaux en í lestinni var að finna franskt par með ungabarn.

Í stað þess að láta skagfirsku söngvilluna ná yfirhöndinni ákváðu hinir grænklæddu að gera sitt besta til að syngja barnið í svefn með rólegum vögguvísum.

Myndband af þessu uppátæki má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.