Vildu að þær hefðu tileinkað sér sjálfsást töluvert fyrr Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 20. júní 2016 14:00 Kristín Björk, Elísabet Hanna og Kristín Dóra tala fyrir sjálfsást og vilja að fólk hætti að hugsa um sjálft sig á neikvæðan hátt. Mynd/Eyþór Í sumar munu þær Kristín Dóra Ólafsdóttir, Kristín Björk Smáradóttir og Elísabet Hanna Maríudóttir breiða út sjálfsástarboðskap til ungs fólks og þeirra sem þurfa á því að halda á vegum Skapandi Sumarstarfa í Garðabæ. Verkefnið kalla þær Málglaðar en þær hafa tileinkað sér sjálfást sem þær segja að það sé eitthvað sem þær vildu hafa lært töluvert fyrr. „Við vorum orðnar þreyttar á neikvæðri umræðu um líkama fólks og almennt neikvætt viðhorf til einstaklingsins. Við vildum hvetja til sjálfsástar en við lærðum það þegar við fullorðnuðumst aðeins hvað það er gott að elska sjálfa sig og við vildum miðla þessari sjálfsást áfram.“ Kristín Dóra byrjaði að tileinka sér sjálfsást fyrir fáeinum árum. „Ég byrjaði að æfa mig í að elska sjálfa mig og ég held að vinkonur mínar hafi byrjað að taka eftir því þegar ég gerði það. Það getur verið svo ómeðvitað hvað maður hugsar neikvætt um sig sjálfan, líklega afþví maður segir það aldrei upphátt. Maður þarf að læra að þekkja tilfinningar sínar og hvernig maður kemur fram við sjálfan sig.“ Stelpurnar koma úr ólíkum áttum og eru með ólík áhugamál. Þær ætla að miðla skilaboðunum áfram á meðal annars myndrænan hátt, með ljóðum, sjálfsástarbás og hlaðvörpum. „Við ætlum að vera með hlaðvarp aðra hverja viku í sumar en þau verða með sérstök þemu. Núna erum við að vinna í að gera þátt um líkamann. Svo ætlum við að fjalla um karlmennsku og kvenleika og að lokum sjálfsást. “ Markhópurinn fyrir Málglaðar og sjálfsástarboðskapinn sem þær breiða út er aðallega yngra fólk en allir hafa þó gott af því að hugsa fallega um sjálfan sig. „Við vildum að við hefðum vitað þetta fyrr og þess vegna ætlum við að einblína meira á yngri kynslóðina. Svo verðum við líka að fjalla um mál og hópa sem standa okkur næst og gera það aðgengilegt fyrir alla.“ Sjálfást snýst um að hugsa fallega til sín og hætta að brjóta sig niður. Fólk á að hugsa til sín eins og það hugsar til besta vinar síns. „Mundir þú einhvern tímann segja við vin þinn það sem þú hugsar um sjálfan þig. Við munum biðja fólk um að spurja sig spurninga eins og til dæmis af hverju elskar þú þig. Fólk hefur gott af því að hugsa um þetta því svarið kemur ekki alltaf upp strax. Það verður líka gaman fyrir okkur að sjá hvað fólki finnst mikilvægast frá ólíkum hópum. Við erum ungar hvítar konur með svipaðan bakgrunn og við viljum heyra í fleira fólki.“ Hægt verður að fylgjast með Málglöðum á Facebook, Instagram og Tumblr þar sem þær munu birta greinar og hlaðvörpin í allt sumar. Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Í sumar munu þær Kristín Dóra Ólafsdóttir, Kristín Björk Smáradóttir og Elísabet Hanna Maríudóttir breiða út sjálfsástarboðskap til ungs fólks og þeirra sem þurfa á því að halda á vegum Skapandi Sumarstarfa í Garðabæ. Verkefnið kalla þær Málglaðar en þær hafa tileinkað sér sjálfást sem þær segja að það sé eitthvað sem þær vildu hafa lært töluvert fyrr. „Við vorum orðnar þreyttar á neikvæðri umræðu um líkama fólks og almennt neikvætt viðhorf til einstaklingsins. Við vildum hvetja til sjálfsástar en við lærðum það þegar við fullorðnuðumst aðeins hvað það er gott að elska sjálfa sig og við vildum miðla þessari sjálfsást áfram.“ Kristín Dóra byrjaði að tileinka sér sjálfsást fyrir fáeinum árum. „Ég byrjaði að æfa mig í að elska sjálfa mig og ég held að vinkonur mínar hafi byrjað að taka eftir því þegar ég gerði það. Það getur verið svo ómeðvitað hvað maður hugsar neikvætt um sig sjálfan, líklega afþví maður segir það aldrei upphátt. Maður þarf að læra að þekkja tilfinningar sínar og hvernig maður kemur fram við sjálfan sig.“ Stelpurnar koma úr ólíkum áttum og eru með ólík áhugamál. Þær ætla að miðla skilaboðunum áfram á meðal annars myndrænan hátt, með ljóðum, sjálfsástarbás og hlaðvörpum. „Við ætlum að vera með hlaðvarp aðra hverja viku í sumar en þau verða með sérstök þemu. Núna erum við að vinna í að gera þátt um líkamann. Svo ætlum við að fjalla um karlmennsku og kvenleika og að lokum sjálfsást. “ Markhópurinn fyrir Málglaðar og sjálfsástarboðskapinn sem þær breiða út er aðallega yngra fólk en allir hafa þó gott af því að hugsa fallega um sjálfan sig. „Við vildum að við hefðum vitað þetta fyrr og þess vegna ætlum við að einblína meira á yngri kynslóðina. Svo verðum við líka að fjalla um mál og hópa sem standa okkur næst og gera það aðgengilegt fyrir alla.“ Sjálfást snýst um að hugsa fallega til sín og hætta að brjóta sig niður. Fólk á að hugsa til sín eins og það hugsar til besta vinar síns. „Mundir þú einhvern tímann segja við vin þinn það sem þú hugsar um sjálfan þig. Við munum biðja fólk um að spurja sig spurninga eins og til dæmis af hverju elskar þú þig. Fólk hefur gott af því að hugsa um þetta því svarið kemur ekki alltaf upp strax. Það verður líka gaman fyrir okkur að sjá hvað fólki finnst mikilvægast frá ólíkum hópum. Við erum ungar hvítar konur með svipaðan bakgrunn og við viljum heyra í fleira fólki.“ Hægt verður að fylgjast með Málglöðum á Facebook, Instagram og Tumblr þar sem þær munu birta greinar og hlaðvörpin í allt sumar.
Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sjá meira