Vildu að þær hefðu tileinkað sér sjálfsást töluvert fyrr Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 20. júní 2016 14:00 Kristín Björk, Elísabet Hanna og Kristín Dóra tala fyrir sjálfsást og vilja að fólk hætti að hugsa um sjálft sig á neikvæðan hátt. Mynd/Eyþór Í sumar munu þær Kristín Dóra Ólafsdóttir, Kristín Björk Smáradóttir og Elísabet Hanna Maríudóttir breiða út sjálfsástarboðskap til ungs fólks og þeirra sem þurfa á því að halda á vegum Skapandi Sumarstarfa í Garðabæ. Verkefnið kalla þær Málglaðar en þær hafa tileinkað sér sjálfást sem þær segja að það sé eitthvað sem þær vildu hafa lært töluvert fyrr. „Við vorum orðnar þreyttar á neikvæðri umræðu um líkama fólks og almennt neikvætt viðhorf til einstaklingsins. Við vildum hvetja til sjálfsástar en við lærðum það þegar við fullorðnuðumst aðeins hvað það er gott að elska sjálfa sig og við vildum miðla þessari sjálfsást áfram.“ Kristín Dóra byrjaði að tileinka sér sjálfsást fyrir fáeinum árum. „Ég byrjaði að æfa mig í að elska sjálfa mig og ég held að vinkonur mínar hafi byrjað að taka eftir því þegar ég gerði það. Það getur verið svo ómeðvitað hvað maður hugsar neikvætt um sig sjálfan, líklega afþví maður segir það aldrei upphátt. Maður þarf að læra að þekkja tilfinningar sínar og hvernig maður kemur fram við sjálfan sig.“ Stelpurnar koma úr ólíkum áttum og eru með ólík áhugamál. Þær ætla að miðla skilaboðunum áfram á meðal annars myndrænan hátt, með ljóðum, sjálfsástarbás og hlaðvörpum. „Við ætlum að vera með hlaðvarp aðra hverja viku í sumar en þau verða með sérstök þemu. Núna erum við að vinna í að gera þátt um líkamann. Svo ætlum við að fjalla um karlmennsku og kvenleika og að lokum sjálfsást. “ Markhópurinn fyrir Málglaðar og sjálfsástarboðskapinn sem þær breiða út er aðallega yngra fólk en allir hafa þó gott af því að hugsa fallega um sjálfan sig. „Við vildum að við hefðum vitað þetta fyrr og þess vegna ætlum við að einblína meira á yngri kynslóðina. Svo verðum við líka að fjalla um mál og hópa sem standa okkur næst og gera það aðgengilegt fyrir alla.“ Sjálfást snýst um að hugsa fallega til sín og hætta að brjóta sig niður. Fólk á að hugsa til sín eins og það hugsar til besta vinar síns. „Mundir þú einhvern tímann segja við vin þinn það sem þú hugsar um sjálfan þig. Við munum biðja fólk um að spurja sig spurninga eins og til dæmis af hverju elskar þú þig. Fólk hefur gott af því að hugsa um þetta því svarið kemur ekki alltaf upp strax. Það verður líka gaman fyrir okkur að sjá hvað fólki finnst mikilvægast frá ólíkum hópum. Við erum ungar hvítar konur með svipaðan bakgrunn og við viljum heyra í fleira fólki.“ Hægt verður að fylgjast með Málglöðum á Facebook, Instagram og Tumblr þar sem þær munu birta greinar og hlaðvörpin í allt sumar. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Í sumar munu þær Kristín Dóra Ólafsdóttir, Kristín Björk Smáradóttir og Elísabet Hanna Maríudóttir breiða út sjálfsástarboðskap til ungs fólks og þeirra sem þurfa á því að halda á vegum Skapandi Sumarstarfa í Garðabæ. Verkefnið kalla þær Málglaðar en þær hafa tileinkað sér sjálfást sem þær segja að það sé eitthvað sem þær vildu hafa lært töluvert fyrr. „Við vorum orðnar þreyttar á neikvæðri umræðu um líkama fólks og almennt neikvætt viðhorf til einstaklingsins. Við vildum hvetja til sjálfsástar en við lærðum það þegar við fullorðnuðumst aðeins hvað það er gott að elska sjálfa sig og við vildum miðla þessari sjálfsást áfram.“ Kristín Dóra byrjaði að tileinka sér sjálfsást fyrir fáeinum árum. „Ég byrjaði að æfa mig í að elska sjálfa mig og ég held að vinkonur mínar hafi byrjað að taka eftir því þegar ég gerði það. Það getur verið svo ómeðvitað hvað maður hugsar neikvætt um sig sjálfan, líklega afþví maður segir það aldrei upphátt. Maður þarf að læra að þekkja tilfinningar sínar og hvernig maður kemur fram við sjálfan sig.“ Stelpurnar koma úr ólíkum áttum og eru með ólík áhugamál. Þær ætla að miðla skilaboðunum áfram á meðal annars myndrænan hátt, með ljóðum, sjálfsástarbás og hlaðvörpum. „Við ætlum að vera með hlaðvarp aðra hverja viku í sumar en þau verða með sérstök þemu. Núna erum við að vinna í að gera þátt um líkamann. Svo ætlum við að fjalla um karlmennsku og kvenleika og að lokum sjálfsást. “ Markhópurinn fyrir Málglaðar og sjálfsástarboðskapinn sem þær breiða út er aðallega yngra fólk en allir hafa þó gott af því að hugsa fallega um sjálfan sig. „Við vildum að við hefðum vitað þetta fyrr og þess vegna ætlum við að einblína meira á yngri kynslóðina. Svo verðum við líka að fjalla um mál og hópa sem standa okkur næst og gera það aðgengilegt fyrir alla.“ Sjálfást snýst um að hugsa fallega til sín og hætta að brjóta sig niður. Fólk á að hugsa til sín eins og það hugsar til besta vinar síns. „Mundir þú einhvern tímann segja við vin þinn það sem þú hugsar um sjálfan þig. Við munum biðja fólk um að spurja sig spurninga eins og til dæmis af hverju elskar þú þig. Fólk hefur gott af því að hugsa um þetta því svarið kemur ekki alltaf upp strax. Það verður líka gaman fyrir okkur að sjá hvað fólki finnst mikilvægast frá ólíkum hópum. Við erum ungar hvítar konur með svipaðan bakgrunn og við viljum heyra í fleira fólki.“ Hægt verður að fylgjast með Málglöðum á Facebook, Instagram og Tumblr þar sem þær munu birta greinar og hlaðvörpin í allt sumar.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira