Breti ók niður heilt hjólalið á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 13:37 Giant-Alpecine liðið. Bretar aka jú vinstra megin í umferðinni en það eiga þeir ekki að gera í öðrum löndum Evrópu þar sem er hægri umferð. Svo virðist sem að einn breskur túristi hafi ekki alveg áttað sig á þessu þar sem hann ók bíl á vinstri helmingi og tók í leiðinni niður 6 atvinnuhjólreiðamenn úr liðini Giant-Alpecin nálægt borginni Calpe á Spáni. Þeir voru allir fluttir á spítala en enginn þeirra virðist þó hafa slasast mjög alvarlega. Hjólreiðamennirnir sem urðu fyrir bíl bretans eru John Degenkolb, Warren Barguil, Chad Haga, Fredrik Ludvigsson, Max Walscheid og Ramon Sinkeldam. Þjóðverjinn John Degenkolb er þeirra frægastur og þekktur meðal hjólreiðaáhugmanna. Afar litlar líkur eru til þess að hann geti keppt í komandi Paris-Roubaix hjólreiðakeppni, sem hann vann í fyrra, en til stóð að hann reyndi að verja titil sinn þar. Hann vann einnig Milan-San Remo keppnina í fyrra, sem og Saitama Criterium keppnina í Japan. Degenkolb hefur samtals unnið 9 dagleiðir í hinni þekktu Vuelta hjólreiðakeppni á Spáni, sem fram fer ár hvert. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent
Bretar aka jú vinstra megin í umferðinni en það eiga þeir ekki að gera í öðrum löndum Evrópu þar sem er hægri umferð. Svo virðist sem að einn breskur túristi hafi ekki alveg áttað sig á þessu þar sem hann ók bíl á vinstri helmingi og tók í leiðinni niður 6 atvinnuhjólreiðamenn úr liðini Giant-Alpecin nálægt borginni Calpe á Spáni. Þeir voru allir fluttir á spítala en enginn þeirra virðist þó hafa slasast mjög alvarlega. Hjólreiðamennirnir sem urðu fyrir bíl bretans eru John Degenkolb, Warren Barguil, Chad Haga, Fredrik Ludvigsson, Max Walscheid og Ramon Sinkeldam. Þjóðverjinn John Degenkolb er þeirra frægastur og þekktur meðal hjólreiðaáhugmanna. Afar litlar líkur eru til þess að hann geti keppt í komandi Paris-Roubaix hjólreiðakeppni, sem hann vann í fyrra, en til stóð að hann reyndi að verja titil sinn þar. Hann vann einnig Milan-San Remo keppnina í fyrra, sem og Saitama Criterium keppnina í Japan. Degenkolb hefur samtals unnið 9 dagleiðir í hinni þekktu Vuelta hjólreiðakeppni á Spáni, sem fram fer ár hvert.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent