Einskiptisáhugi Steinbergur Finnbogason skrifar 10. mars 2016 07:00 Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku með skjólstæðingi sínum sé handtekinn og fluttur í einangrun. Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn. Það reyndist síðan minni áhugi fyrir því að ekki þótti ástæða til að nýta þriggja daga gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir lögmanninum til fulls. Söguskoðunin á brotaferlinum gerði heldur ekki mikið úr því að málin væru annars vegar síðan á unglingsárum og hins vegar frá „ungsmannsárum“ sem því miður einkenndust af taumlausu tilhugalífi við áfengisdrauginn og aðra óreglu. Og auðvitað var því sleppt í þessari hraðsoðnu rannsóknarblaðamennsku að síðastliðin 18 ár, eða frá því að ég setti tappann í flöskuna 25 ára gamall, gerðist fjölskyldumaður og réðist í lögfræðinám, hafi mér auðnast að lifa í ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið. Lög og leikreglur í íslensku samfélagi eru afdráttarlaus hvað varðar rétt fólks til annars tækifæris eftir að hafa tekið út refsingu sína. Þau eru líka afdráttarlaus hvað varðar sakleysi fólks þar til sekt þess er sönnuð. Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum. Ég vil þakka vinum mínum og viðskiptavinum fyrir mikinn stuðning og velvild síðustu dagana. Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki og takast á nýjan leik við dagleg störf mín. Hvernig til mun takast verður aldrei fréttnæmt. Á mér var „eins dags áhugi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var lögmaður handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það var ég. Eðlilega þótti málið fréttnæmt enda væntanlega fá – ef nokkur – dæmi þess að lögmaður sem mætir í venjulega skýrslutöku með skjólstæðingi sínum sé handtekinn og fluttur í einangrun. Til viðbótar var það gert að frétta- og fyrirsagnarefni að lögmaðurinn væri með gamla dóma á bakinu fyrir skjalafals. Lesist sem glæpamaður. Dómur fjölmiðla var fallinn. Það reyndist síðan minni áhugi fyrir því að ekki þótti ástæða til að nýta þriggja daga gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir lögmanninum til fulls. Söguskoðunin á brotaferlinum gerði heldur ekki mikið úr því að málin væru annars vegar síðan á unglingsárum og hins vegar frá „ungsmannsárum“ sem því miður einkenndust af taumlausu tilhugalífi við áfengisdrauginn og aðra óreglu. Og auðvitað var því sleppt í þessari hraðsoðnu rannsóknarblaðamennsku að síðastliðin 18 ár, eða frá því að ég setti tappann í flöskuna 25 ára gamall, gerðist fjölskyldumaður og réðist í lögfræðinám, hafi mér auðnast að lifa í ágætri sátt við bæði sjálfan mig og samfélagið. Lög og leikreglur í íslensku samfélagi eru afdráttarlaus hvað varðar rétt fólks til annars tækifæris eftir að hafa tekið út refsingu sína. Þau eru líka afdráttarlaus hvað varðar sakleysi fólks þar til sekt þess er sönnuð. Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum. Ég vil þakka vinum mínum og viðskiptavinum fyrir mikinn stuðning og velvild síðustu dagana. Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki og takast á nýjan leik við dagleg störf mín. Hvernig til mun takast verður aldrei fréttnæmt. Á mér var „eins dags áhugi“.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun