Nýr spítali án nemenda? Elísabet Brynjarsdóttir og Ragna Siguðardóttir og Elín Björnsdóttir skrifa 1. febrúar 2016 10:47 Í umræðunni um heilbrigðiskerfið undanfarið hefur bygging nýs spítala oft borið á góma. Staðsetning nýs spítala hefur verið rædd með tilliti til kostnaðar, aukins umferðarþunga, nýtingar gamalla bygginga og kostnaðar við óbreytt ástand. Það sem hefur hins vegar lítið verið rætt er mikilvægi tengsla Landspítalans við nemendur í Háskóla Íslands. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem gerð var á klínísku námi við Landspítala - Háskólasjúkrahús í haust voru aðeins 22% nemenda sammála því að aðstaða til verknáms væri við hæfi. Með aðstöðu er átt við alls kyns aðstöðu á spítalanum, allt frá búningsklefum nemenda til rýmis fyrir lyfjagjafir eða viðtöl við sjúklinga. Ófullnægjandi aðstaða er ekki aðeins vandamál í verknáminu því vandamálið teygir anga sína víðar. Sem dæmi má nefna að á fyrstu hæð og í kjallara Eirbergs, aðseturs Hjúkrunarfræðideildar, greinist myglusveppur. Starfsmenn Hjúkrunarfræðideildar eru sumir með einkenni sem talin eru tengjast myglusvepp og hafa kennarar flutt kennslu sína úr Eirbergi í annað húsnæði vegna þess. Einnig má nefna að þungmálmar mælast í kranavatni í þeim hluta Læknagarðs þar sem lagnir hafa ekki verið endurnýjaðar. Hluti Læknagarðs er auk þess enn óbyggður þar sem áform um stækkun húsnæðisins voru stöðvuð. Af öllum byggingum Háskóla Íslands er lengst síðan byggt hefur verið fyrir Heilbrigðisvísindasvið. Kennsla á Heilbrigðisvísindasviði fer fram í fjölmörgum byggingum en kjarnastarfsemi sviðsins fer fram í átta byggingum sem dreifðar eru um höfuðborgarsvæðið. Þessi dreifing er talin hækka rekstrarkostnað og kemur það niður á deildum sviðsins. Fjórar af sex deildum sviðsins eru reknar með tapi vegna vanfjármögnunar og nemendur finna fyrir afleiðingum þess daglega. Ein afleiðinganna er að nám einkennist af töluverðu flakki milli bygginga og á það sérstaklega við um þá nemendur sem stunda nám við smærri deildir. Á milli kennslustunda ferðast nemendur til að mynda frá miðbæ í Grafarholt. Þurfa þeir að gera það á 10 mínútum og er þannig óbeint gert ráð fyrir því að háskólanemar séu á bíl. Sú óbeina krafa er í senn óraunhæf, óumhverfisvæn og kostnaðarsöm. Nemendur smærri deilda sviðsins eiga sér þar að auki engan samastað. Það kemur niður á félagslífi þeirra og fækkar þar að auki tækifærum til samvinnu milli deilda, þverfaglegra rannsókna, nýsköpunar og teymisvinnu. Nemendur við Heilbrigðisvísindasvið búa við bráðan vanda hvað aðstöðu varðar. Ljóst er að byggja þarf nýjan spítala en sá spítali verður að innihalda aðstöðu fyrir nemendur. Endurreisn heilbrigðiskerfisins fæst ekki án fullnægjandi aðstöðu fyrir framtíðarstarfsmenn þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um heilbrigðiskerfið undanfarið hefur bygging nýs spítala oft borið á góma. Staðsetning nýs spítala hefur verið rædd með tilliti til kostnaðar, aukins umferðarþunga, nýtingar gamalla bygginga og kostnaðar við óbreytt ástand. Það sem hefur hins vegar lítið verið rætt er mikilvægi tengsla Landspítalans við nemendur í Háskóla Íslands. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem gerð var á klínísku námi við Landspítala - Háskólasjúkrahús í haust voru aðeins 22% nemenda sammála því að aðstaða til verknáms væri við hæfi. Með aðstöðu er átt við alls kyns aðstöðu á spítalanum, allt frá búningsklefum nemenda til rýmis fyrir lyfjagjafir eða viðtöl við sjúklinga. Ófullnægjandi aðstaða er ekki aðeins vandamál í verknáminu því vandamálið teygir anga sína víðar. Sem dæmi má nefna að á fyrstu hæð og í kjallara Eirbergs, aðseturs Hjúkrunarfræðideildar, greinist myglusveppur. Starfsmenn Hjúkrunarfræðideildar eru sumir með einkenni sem talin eru tengjast myglusvepp og hafa kennarar flutt kennslu sína úr Eirbergi í annað húsnæði vegna þess. Einnig má nefna að þungmálmar mælast í kranavatni í þeim hluta Læknagarðs þar sem lagnir hafa ekki verið endurnýjaðar. Hluti Læknagarðs er auk þess enn óbyggður þar sem áform um stækkun húsnæðisins voru stöðvuð. Af öllum byggingum Háskóla Íslands er lengst síðan byggt hefur verið fyrir Heilbrigðisvísindasvið. Kennsla á Heilbrigðisvísindasviði fer fram í fjölmörgum byggingum en kjarnastarfsemi sviðsins fer fram í átta byggingum sem dreifðar eru um höfuðborgarsvæðið. Þessi dreifing er talin hækka rekstrarkostnað og kemur það niður á deildum sviðsins. Fjórar af sex deildum sviðsins eru reknar með tapi vegna vanfjármögnunar og nemendur finna fyrir afleiðingum þess daglega. Ein afleiðinganna er að nám einkennist af töluverðu flakki milli bygginga og á það sérstaklega við um þá nemendur sem stunda nám við smærri deildir. Á milli kennslustunda ferðast nemendur til að mynda frá miðbæ í Grafarholt. Þurfa þeir að gera það á 10 mínútum og er þannig óbeint gert ráð fyrir því að háskólanemar séu á bíl. Sú óbeina krafa er í senn óraunhæf, óumhverfisvæn og kostnaðarsöm. Nemendur smærri deilda sviðsins eiga sér þar að auki engan samastað. Það kemur niður á félagslífi þeirra og fækkar þar að auki tækifærum til samvinnu milli deilda, þverfaglegra rannsókna, nýsköpunar og teymisvinnu. Nemendur við Heilbrigðisvísindasvið búa við bráðan vanda hvað aðstöðu varðar. Ljóst er að byggja þarf nýjan spítala en sá spítali verður að innihalda aðstöðu fyrir nemendur. Endurreisn heilbrigðiskerfisins fæst ekki án fullnægjandi aðstöðu fyrir framtíðarstarfsmenn þess.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun