Airwaves sem aldrei fyrr Jakob Frímann Magnússon skrifar 9. nóvember 2016 07:00 Að baki er hin árvissa Iceland Airwaves tónlistarhátíð, nú fjölmennari og margþættari en nokkru sinni fyrr. Hátíðin skartaði 270 tónlistarviðburðum á 14 tónleikastöðum auk 830 viðburða á „off–venue“ dagskrá. Þá eru ótaldir ýmsir tengdir viðburðir, fundir og fyrirlestrar auk fjölmargra tónleika á Airwaves-miðborgarvökunni sl. föstudag er verslanir miðborgarinnar voru opnar fram eftir og buðu upp á lifandi tónlist, léttar veitingar o.fl. Það eru því um 1.200 viðburðir að baki á sex dögum sem hlýtur að teljast Íslandsmet í tónleikamaraþoni. Á sjötta þúsund erlendra gesta sótti hátíðina að þessu sinni en greiðandi hátíðargestir á aðaldagskrá voru alls nærri tíu þúsundum. Gestir á „off-venue“ dagskrám hafa að líkindum ekki verið færri en 40.000. Um menningarlegan og efnahagslegan ávinning alls þessa þarf ekki að fjölyrða.Fjölþætting Allmargir sérviðburðir voru haldnir í þessari sömu viku, flestir tengdir tónlist, hlutverki hennar og útbreiðslu: Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, stýrði áhugaverðum panel og umræðum í Hörpu um Tónlistarborgir þar sem fulltrúar Seattle, Chicago, Berlínar, Reykjavíkur og Lundúna voru meðal þátttakenda. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, stóð fyrir fjölþættum málstofum, m.a. um rapp og hip-hop, leiðir til að koma kvikmyndatónlist á framfæri, um alþjóðleg almannatengsl, markaðssóknir á breska og þýska tónlistarmarkaði og skipulagði að auki „speed-dating“ fundi íslenskra listamanna með erlendum umboðsaðilum, tónleikahöldurum og útgefendum. NORDEX – Samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsmiðstöðvanna, efndi til kynningarfunda um starfsemi sína, þ.m.t. Nordic Playlist -NPL- o.fl. og þýska vegglistateymið URBAN NATION efndi til fjölmargra Wall Poetry-viðburða, en þessi hópur á heiður af mörgum af best heppnuðu vegglistaverkum Reykjavíkurborgar og starfar náið með vegglista- og tónlistarfólki víða um heim.Björk og Bessi Þá ber að geta sérstaklega sýningarinnar Digital Björk í Hörpunni sem hófst á Airwaves og stendur til 9. desember, en Björk var einmitt aðalnúmerið á Iceland Airwaves þetta árið. Forseti Íslands hélt síðan sérstaka Airwaves-móttöku á Bessastöðum fyrir lykilfólk úr alþjóðlega tónlistargeiranum. Móttakan mæltist afar vel fyrir og speglar í senn menningar- og viðskiptalegt mikilvægi Iceland Airwaves.KEXP á KEX Á KEX hostelinu við Skúlagötu hefur á undanförnum árum verið efnt til samstarfs við hina útbreiddu útvarpsstöð KEXP í Seattle um beinar fjölþjóðlegar útsendingar. Þetta hefur gert KEX hostel að einum eftirsóttasta tónleikastað Airwaves-vikunnar, enda fylgjast tugþúsundir með lifandi streymi stöðvarinnar og milljónir að auki þegar litið er til endurflutnings. Umrædd stöð hefur átt stóran þátt í að breiða út fagnaðarerindi íslenskrar tónlistar á undanförnum árum og á vissulega sinn þátt í þeirri ánægjulegu staðreynd að tónleikar íslenskra listamanna á erlendri grundu eru nú ekki færri en 1.400 á ári hverju! Að þessu sinni voru fjölmargir íslenskir listamenn í brennidepli KEXP-stöðvarinnar á Airwaves ásamt alþjóðlegum listamönnum á borð við Kronos kvartettinn og Digable Planets. Aðrar alþjóðlegar útvarpsstöðvar munu nú renna hýru auga til markaðssókna á Iceland Airwaves. Ljóst er að þessi hátíð hefur fyrir löngu skipað sér í röð fremstu og áhrifamestu tónlistarhátíða heims, jafnhliða því að vera álitlegur búhnykkur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklinga, þ.m.t. þá er starfa við tónlist. Vert er að óska þeim til hamingju sem haft hafa veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd Iceland Airwaves 2016. Þakkað skal og öllum þeim listamönnum og öðrum sem lögðu sitt af mörkum. Til mikils var unnið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Að baki er hin árvissa Iceland Airwaves tónlistarhátíð, nú fjölmennari og margþættari en nokkru sinni fyrr. Hátíðin skartaði 270 tónlistarviðburðum á 14 tónleikastöðum auk 830 viðburða á „off–venue“ dagskrá. Þá eru ótaldir ýmsir tengdir viðburðir, fundir og fyrirlestrar auk fjölmargra tónleika á Airwaves-miðborgarvökunni sl. föstudag er verslanir miðborgarinnar voru opnar fram eftir og buðu upp á lifandi tónlist, léttar veitingar o.fl. Það eru því um 1.200 viðburðir að baki á sex dögum sem hlýtur að teljast Íslandsmet í tónleikamaraþoni. Á sjötta þúsund erlendra gesta sótti hátíðina að þessu sinni en greiðandi hátíðargestir á aðaldagskrá voru alls nærri tíu þúsundum. Gestir á „off-venue“ dagskrám hafa að líkindum ekki verið færri en 40.000. Um menningarlegan og efnahagslegan ávinning alls þessa þarf ekki að fjölyrða.Fjölþætting Allmargir sérviðburðir voru haldnir í þessari sömu viku, flestir tengdir tónlist, hlutverki hennar og útbreiðslu: Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, stýrði áhugaverðum panel og umræðum í Hörpu um Tónlistarborgir þar sem fulltrúar Seattle, Chicago, Berlínar, Reykjavíkur og Lundúna voru meðal þátttakenda. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, stóð fyrir fjölþættum málstofum, m.a. um rapp og hip-hop, leiðir til að koma kvikmyndatónlist á framfæri, um alþjóðleg almannatengsl, markaðssóknir á breska og þýska tónlistarmarkaði og skipulagði að auki „speed-dating“ fundi íslenskra listamanna með erlendum umboðsaðilum, tónleikahöldurum og útgefendum. NORDEX – Samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsmiðstöðvanna, efndi til kynningarfunda um starfsemi sína, þ.m.t. Nordic Playlist -NPL- o.fl. og þýska vegglistateymið URBAN NATION efndi til fjölmargra Wall Poetry-viðburða, en þessi hópur á heiður af mörgum af best heppnuðu vegglistaverkum Reykjavíkurborgar og starfar náið með vegglista- og tónlistarfólki víða um heim.Björk og Bessi Þá ber að geta sérstaklega sýningarinnar Digital Björk í Hörpunni sem hófst á Airwaves og stendur til 9. desember, en Björk var einmitt aðalnúmerið á Iceland Airwaves þetta árið. Forseti Íslands hélt síðan sérstaka Airwaves-móttöku á Bessastöðum fyrir lykilfólk úr alþjóðlega tónlistargeiranum. Móttakan mæltist afar vel fyrir og speglar í senn menningar- og viðskiptalegt mikilvægi Iceland Airwaves.KEXP á KEX Á KEX hostelinu við Skúlagötu hefur á undanförnum árum verið efnt til samstarfs við hina útbreiddu útvarpsstöð KEXP í Seattle um beinar fjölþjóðlegar útsendingar. Þetta hefur gert KEX hostel að einum eftirsóttasta tónleikastað Airwaves-vikunnar, enda fylgjast tugþúsundir með lifandi streymi stöðvarinnar og milljónir að auki þegar litið er til endurflutnings. Umrædd stöð hefur átt stóran þátt í að breiða út fagnaðarerindi íslenskrar tónlistar á undanförnum árum og á vissulega sinn þátt í þeirri ánægjulegu staðreynd að tónleikar íslenskra listamanna á erlendri grundu eru nú ekki færri en 1.400 á ári hverju! Að þessu sinni voru fjölmargir íslenskir listamenn í brennidepli KEXP-stöðvarinnar á Airwaves ásamt alþjóðlegum listamönnum á borð við Kronos kvartettinn og Digable Planets. Aðrar alþjóðlegar útvarpsstöðvar munu nú renna hýru auga til markaðssókna á Iceland Airwaves. Ljóst er að þessi hátíð hefur fyrir löngu skipað sér í röð fremstu og áhrifamestu tónlistarhátíða heims, jafnhliða því að vera álitlegur búhnykkur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklinga, þ.m.t. þá er starfa við tónlist. Vert er að óska þeim til hamingju sem haft hafa veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd Iceland Airwaves 2016. Þakkað skal og öllum þeim listamönnum og öðrum sem lögðu sitt af mörkum. Til mikils var unnið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun