Samfélagslegar framfarir – Hvað virkar? Hákon Gunnarsson og Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Mælingar á hagsæld þjóða og landsvæða er mjög vandasöm. Í mælingum World Economic Forum er Ísland í 29. sæti af 140 þjóðum en þegar hagsæld á Íslandi er metin út frá nýlegum mælikvarða um gæði samfélagsinnviða er landið í 4. sæti af 133 þjóðum, aðeins Noregur, Sviss og Svíþjóð eru ofar. Hvað veldur? Og hvor staðan er eftirsóknarverðari? Simon Kuznets, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, kom fram árið 1932 með aðferðafræði sem mældi svokallaða landsframleiðslu á einstakling (GDP pr. capita). Þrátt fyrir að Kuznets sjálfur hafi bent á marga annmarka sem slíkri aðferðafræði fylgja er þessi aðferð notuð enn í dag sem einn algildasti mælikvarði á hagsæld þjóða. Síðar var farið að þróa ýmsa mælikvarða sem tóku tillit til fleiri þátta sem hefðu áhrif á almenna hagsæld og mældu einnig almenna samkeppnishæfni, svo sem hagkvæmni atvinnulífsins, hæfi til nýsköpunar og almenna grunngerð samfélaga. Þekktasti mælikvarðinn í þessum efnum er eflaust World Economic Forum (WEF) sem allt frá 1971 hefur verið talið leiðandi í þessum efnum og gefur árlega út skýrslu sem raðar þjóðum eftir styrk í samkeppnishæfni. Aðrir mælikvarðar eru til dæmis Human Development Index hjá Sameinuðu þjóðunum sem hefur mjög sterkan félagslegan vinkil. Þá má nefna IMD-mælikvarðann frá samnefndum háskóla í Sviss en Samtök atvinnulífsins hafa kynnt þær niðurstöður árlega.Verkfæri sem gæti nýst hér Michael Porter, prófessor við Harvard, var lengi vel ritstjóri WEF-skýrslunnar og vildi þróa áherslur skýrslunnar í nýjar áttir. Það hlaut ekki hljómgrunn og hann hóf því ásamt fjölda leiðtoga í atvinnulífi og háskólum víða um heim að þróa nýjan mælikvarða. Sá mælikvarði hefur fengið heitið „Social Progress Index“ (SPI) og hefur verið gefinn út í þrjú ár. Þessi mælikvarði er ólíkur World Economic Forum að því leyti að hann tekur eingöngu til samfélagslegra og umhverfislegra þátta en ekki neinna hagrænna eða peningalegra breyta. Þá er ekki verið að mæla hagstærðir og efnahagsskipan heldur hvernig þegnunum líður. Til dæmis myndi SPI aldrei mæla „hlutfall af vergri landsframleiðslu“ sem mælikvarða – heldur mæla lýðheilsuþætti til dæmis lífaldur, ungbarnadauða, farsóttir og slíkt. Og þetta mat skilar Íslandi í 4. sætið eða mun ofar en á lista WEF. Atburðir síðustu vikna hafa vakið upp margar spurningar um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Margt bendir til að styrkur Íslands liggi á styrkri velferð og sjálfbærni orkunnar í stóru landi. Verkefnið framundan er því að laga hér hagstjórn og peningastefnu – en halda áfram í þá grunngerð, velferð og umburðarlyndi sem vissulega er hér til staðar. Social Progress Index er verkfæri sem gæti nýst hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mælingar á hagsæld þjóða og landsvæða er mjög vandasöm. Í mælingum World Economic Forum er Ísland í 29. sæti af 140 þjóðum en þegar hagsæld á Íslandi er metin út frá nýlegum mælikvarða um gæði samfélagsinnviða er landið í 4. sæti af 133 þjóðum, aðeins Noregur, Sviss og Svíþjóð eru ofar. Hvað veldur? Og hvor staðan er eftirsóknarverðari? Simon Kuznets, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, kom fram árið 1932 með aðferðafræði sem mældi svokallaða landsframleiðslu á einstakling (GDP pr. capita). Þrátt fyrir að Kuznets sjálfur hafi bent á marga annmarka sem slíkri aðferðafræði fylgja er þessi aðferð notuð enn í dag sem einn algildasti mælikvarði á hagsæld þjóða. Síðar var farið að þróa ýmsa mælikvarða sem tóku tillit til fleiri þátta sem hefðu áhrif á almenna hagsæld og mældu einnig almenna samkeppnishæfni, svo sem hagkvæmni atvinnulífsins, hæfi til nýsköpunar og almenna grunngerð samfélaga. Þekktasti mælikvarðinn í þessum efnum er eflaust World Economic Forum (WEF) sem allt frá 1971 hefur verið talið leiðandi í þessum efnum og gefur árlega út skýrslu sem raðar þjóðum eftir styrk í samkeppnishæfni. Aðrir mælikvarðar eru til dæmis Human Development Index hjá Sameinuðu þjóðunum sem hefur mjög sterkan félagslegan vinkil. Þá má nefna IMD-mælikvarðann frá samnefndum háskóla í Sviss en Samtök atvinnulífsins hafa kynnt þær niðurstöður árlega.Verkfæri sem gæti nýst hér Michael Porter, prófessor við Harvard, var lengi vel ritstjóri WEF-skýrslunnar og vildi þróa áherslur skýrslunnar í nýjar áttir. Það hlaut ekki hljómgrunn og hann hóf því ásamt fjölda leiðtoga í atvinnulífi og háskólum víða um heim að þróa nýjan mælikvarða. Sá mælikvarði hefur fengið heitið „Social Progress Index“ (SPI) og hefur verið gefinn út í þrjú ár. Þessi mælikvarði er ólíkur World Economic Forum að því leyti að hann tekur eingöngu til samfélagslegra og umhverfislegra þátta en ekki neinna hagrænna eða peningalegra breyta. Þá er ekki verið að mæla hagstærðir og efnahagsskipan heldur hvernig þegnunum líður. Til dæmis myndi SPI aldrei mæla „hlutfall af vergri landsframleiðslu“ sem mælikvarða – heldur mæla lýðheilsuþætti til dæmis lífaldur, ungbarnadauða, farsóttir og slíkt. Og þetta mat skilar Íslandi í 4. sætið eða mun ofar en á lista WEF. Atburðir síðustu vikna hafa vakið upp margar spurningar um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Margt bendir til að styrkur Íslands liggi á styrkri velferð og sjálfbærni orkunnar í stóru landi. Verkefnið framundan er því að laga hér hagstjórn og peningastefnu – en halda áfram í þá grunngerð, velferð og umburðarlyndi sem vissulega er hér til staðar. Social Progress Index er verkfæri sem gæti nýst hér.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun