Sigurður Ingi efni loforðin við aldraða og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Nýr forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur tekið við af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Það kemur í hlut hans að efna stærsta kosningaloforð flokksins við aldraða og öryrkja. Eftirfarandi var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 2013: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar (kjaragliðnunar) þeirra á krepputímanum. Þetta kosningaloforð var endurtekið af frambjóðendum flokksins í kosningabaráttunni 2013. Það er ekki farið að efna þetta loforð enn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík sagði að hækka þyrfti lífeyri um 20% til þess að efna þetta loforð. Nú hefur verið ákveðið að flýta næstu þingkosningum til haustsins. Sigurður Ingi hefur því stuttan tíma til þess að efna loforðið. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti það sama fyrir kosningar 2013. Á landsfundi flokksins var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér kemur það alveg skýrt fram á hvern hátt á að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans og það er tekið fram, að þetta skuli gert strax. Sigurður Ingi, nýr forsætisráðherra, ætti því ekki að vera í vandræðum með að fá samþykki fjármálaráðherrans, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins við mál þetta. Sigurður Ingi er vandaður maður. Ég hygg, að það megi treysta honum til þess að efna þetta stærsta kosningaloforð við aldraða og öryrkja. Það er engin undankoma. Efni ríkisstjórn Sigurðar Inga ekki þetta loforð við aldraða og öryrkja fljótlega bætist það við syndaregistur stjórnarinnar og verða viðbótarrök fyrir því, að stjórnin fari frá. Stjórnin hefur hálft ár til þess að efna þetta loforð. Síðan hefur bæst við ný kjaragliðnun á árinu 2015. Á því ári hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%. Hér vantar því 11,5 prósentustig. Ríkisstjórnin hefur ekki lofað að leiðrétta lífeyri vegna þessarar kjaragliðnunar. En rökin fyrir því að leiðrétta vegna kjaragliðnunar 2015 eru nákvæmlega þau sömu og rökin fyrir leiðréttingu vegna fyrri kjaragliðnunar. Ég vona að nýi forsætisráðherrann vilji leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar síðasta árs. Ef hvort tveggja er leiðrétt samtímis þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúm 30%. Aldraða og öryrkja munar um þá hækkun. Hún skiptir sköpum um það hvort þeir geti lifað af lífeyrinum eða ekki. Þessi leiðrétting gæti verið liður í því, að stjórnvöld sættist við þjóðina. Ég skora á Sigurð Inga forsætisráðherra að efna loforðin við aldraða og öryrkja strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýr forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur tekið við af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Það kemur í hlut hans að efna stærsta kosningaloforð flokksins við aldraða og öryrkja. Eftirfarandi var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar 2013: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar (kjaragliðnunar) þeirra á krepputímanum. Þetta kosningaloforð var endurtekið af frambjóðendum flokksins í kosningabaráttunni 2013. Það er ekki farið að efna þetta loforð enn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík sagði að hækka þyrfti lífeyri um 20% til þess að efna þetta loforð. Nú hefur verið ákveðið að flýta næstu þingkosningum til haustsins. Sigurður Ingi hefur því stuttan tíma til þess að efna loforðið. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti það sama fyrir kosningar 2013. Á landsfundi flokksins var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér kemur það alveg skýrt fram á hvern hátt á að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans og það er tekið fram, að þetta skuli gert strax. Sigurður Ingi, nýr forsætisráðherra, ætti því ekki að vera í vandræðum með að fá samþykki fjármálaráðherrans, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins við mál þetta. Sigurður Ingi er vandaður maður. Ég hygg, að það megi treysta honum til þess að efna þetta stærsta kosningaloforð við aldraða og öryrkja. Það er engin undankoma. Efni ríkisstjórn Sigurðar Inga ekki þetta loforð við aldraða og öryrkja fljótlega bætist það við syndaregistur stjórnarinnar og verða viðbótarrök fyrir því, að stjórnin fari frá. Stjórnin hefur hálft ár til þess að efna þetta loforð. Síðan hefur bæst við ný kjaragliðnun á árinu 2015. Á því ári hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%. Hér vantar því 11,5 prósentustig. Ríkisstjórnin hefur ekki lofað að leiðrétta lífeyri vegna þessarar kjaragliðnunar. En rökin fyrir því að leiðrétta vegna kjaragliðnunar 2015 eru nákvæmlega þau sömu og rökin fyrir leiðréttingu vegna fyrri kjaragliðnunar. Ég vona að nýi forsætisráðherrann vilji leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar síðasta árs. Ef hvort tveggja er leiðrétt samtímis þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúm 30%. Aldraða og öryrkja munar um þá hækkun. Hún skiptir sköpum um það hvort þeir geti lifað af lífeyrinum eða ekki. Þessi leiðrétting gæti verið liður í því, að stjórnvöld sættist við þjóðina. Ég skora á Sigurð Inga forsætisráðherra að efna loforðin við aldraða og öryrkja strax.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar