Ágúst hættur með Víking Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2016 19:48 Vísir/Stefán Ágúst Þór Jóhannsson er hættur sem þjálfari Víkings en það kom fram í fréttatilkynningu frá Víkingi í kvöld. Lét hann af starfinu að eigin ósk, eins og það er orðað í tilkynningunni. Ágúst hefur stýrt Víkingum undanfarin tvö ár og kom liðinu í Olís-deild karla fyrir ári síðan. Liðið átti þó erfiða leiktíð þar í vetur og féll aftur í 1. deildina. Gunnar Gunnarsson tekur við starfinu en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Ágústs. Ægir Hrafn Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari Víkings en báðir hafa þeir skrifað undir tveggja ára samning. Tilkynning Víkings: Handknattleiksdeild Víkings og Gunnar Gunnarsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar verði næsti þjálfari meistaraflokks karla Víkings. Gunnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins sl. ár ásamt því að þjálfa 2. og 3.flokk félagsins. Gunnar tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem lætur af störfum að eigin ósk. Aðstoðarmaður Gunnars mun verða Ægir Hrafn Jónsson. Ægir er gríðarlega reyndur leikmaður og hefur verið fyrirliði Víkings sl. tvö keppnistímabil og var meðal annars valinn Íþróttamaður Víkings fyrir árið 2015. Ægir mun leika með liðinu ásamt því að vera aðstoðarþjálfari. Gunnar Gunnarsson er uppalinn Víkingur. Gunnar lék með meistaraflokki félagsins til margra ára ásamt því að leika um tíma í Danmörku og Svíþjóð. Að auki á hann að baki 75 landsleiki fyrir Íslands hönd. Gunnar er gríðarlega reynslumikill þjálfari og hefur þjálfað þó nokkur félög hér á landi ásamt því að hafa þjálfað í Noregi. „Við bindum miklar vonir við ráðninguna á Gunnari og Ægi. Við þekkjum vel til þeirra félaganna og þeir til félagsins og teljum við þá vera réttu mennina til að halda áfram því góða starfi sem Ágúst hefur stjórnað sl. ár hjá félaginu. Gunnar, sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins sl. ár þekkir vel til liðsins og því rökrétt framhald að okkar mati að hann taki við keflinu. Félagið ætlar sér stóra hluti á komandi keppnistímabili og endurheimta sæti í deild þeirra bestu. Um leið og við bjóðum Gunnar velkominn í brúnna og Ægi við hans hlið viljum við þakka Ágústi Jóhannssyni fyrir vel unnin störf hjá félaginu sl. ár en mikil ánægja hefur ríkt með hans störf enda mikill fagmaður“ segir Helgi Eysteinsson stjórnarmaður félagsins. Samningur Gunnars og Ægis er til tveggja ára og munu þeir formlega taka við liðinu 1.júli en fram að þeim tíma mun Ágúst stjórna æfingum liðsins. F.H. Handknattleiksdeildar Víkings, Helgi Eysteinsson Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Ágúst Þór Jóhannsson er hættur sem þjálfari Víkings en það kom fram í fréttatilkynningu frá Víkingi í kvöld. Lét hann af starfinu að eigin ósk, eins og það er orðað í tilkynningunni. Ágúst hefur stýrt Víkingum undanfarin tvö ár og kom liðinu í Olís-deild karla fyrir ári síðan. Liðið átti þó erfiða leiktíð þar í vetur og féll aftur í 1. deildina. Gunnar Gunnarsson tekur við starfinu en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Ágústs. Ægir Hrafn Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari Víkings en báðir hafa þeir skrifað undir tveggja ára samning. Tilkynning Víkings: Handknattleiksdeild Víkings og Gunnar Gunnarsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar verði næsti þjálfari meistaraflokks karla Víkings. Gunnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins sl. ár ásamt því að þjálfa 2. og 3.flokk félagsins. Gunnar tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem lætur af störfum að eigin ósk. Aðstoðarmaður Gunnars mun verða Ægir Hrafn Jónsson. Ægir er gríðarlega reyndur leikmaður og hefur verið fyrirliði Víkings sl. tvö keppnistímabil og var meðal annars valinn Íþróttamaður Víkings fyrir árið 2015. Ægir mun leika með liðinu ásamt því að vera aðstoðarþjálfari. Gunnar Gunnarsson er uppalinn Víkingur. Gunnar lék með meistaraflokki félagsins til margra ára ásamt því að leika um tíma í Danmörku og Svíþjóð. Að auki á hann að baki 75 landsleiki fyrir Íslands hönd. Gunnar er gríðarlega reynslumikill þjálfari og hefur þjálfað þó nokkur félög hér á landi ásamt því að hafa þjálfað í Noregi. „Við bindum miklar vonir við ráðninguna á Gunnari og Ægi. Við þekkjum vel til þeirra félaganna og þeir til félagsins og teljum við þá vera réttu mennina til að halda áfram því góða starfi sem Ágúst hefur stjórnað sl. ár hjá félaginu. Gunnar, sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins sl. ár þekkir vel til liðsins og því rökrétt framhald að okkar mati að hann taki við keflinu. Félagið ætlar sér stóra hluti á komandi keppnistímabili og endurheimta sæti í deild þeirra bestu. Um leið og við bjóðum Gunnar velkominn í brúnna og Ægi við hans hlið viljum við þakka Ágústi Jóhannssyni fyrir vel unnin störf hjá félaginu sl. ár en mikil ánægja hefur ríkt með hans störf enda mikill fagmaður“ segir Helgi Eysteinsson stjórnarmaður félagsins. Samningur Gunnars og Ægis er til tveggja ára og munu þeir formlega taka við liðinu 1.júli en fram að þeim tíma mun Ágúst stjórna æfingum liðsins. F.H. Handknattleiksdeildar Víkings, Helgi Eysteinsson
Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita