Ágúst hættur með Víking Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2016 19:48 Vísir/Stefán Ágúst Þór Jóhannsson er hættur sem þjálfari Víkings en það kom fram í fréttatilkynningu frá Víkingi í kvöld. Lét hann af starfinu að eigin ósk, eins og það er orðað í tilkynningunni. Ágúst hefur stýrt Víkingum undanfarin tvö ár og kom liðinu í Olís-deild karla fyrir ári síðan. Liðið átti þó erfiða leiktíð þar í vetur og féll aftur í 1. deildina. Gunnar Gunnarsson tekur við starfinu en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Ágústs. Ægir Hrafn Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari Víkings en báðir hafa þeir skrifað undir tveggja ára samning. Tilkynning Víkings: Handknattleiksdeild Víkings og Gunnar Gunnarsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar verði næsti þjálfari meistaraflokks karla Víkings. Gunnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins sl. ár ásamt því að þjálfa 2. og 3.flokk félagsins. Gunnar tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem lætur af störfum að eigin ósk. Aðstoðarmaður Gunnars mun verða Ægir Hrafn Jónsson. Ægir er gríðarlega reyndur leikmaður og hefur verið fyrirliði Víkings sl. tvö keppnistímabil og var meðal annars valinn Íþróttamaður Víkings fyrir árið 2015. Ægir mun leika með liðinu ásamt því að vera aðstoðarþjálfari. Gunnar Gunnarsson er uppalinn Víkingur. Gunnar lék með meistaraflokki félagsins til margra ára ásamt því að leika um tíma í Danmörku og Svíþjóð. Að auki á hann að baki 75 landsleiki fyrir Íslands hönd. Gunnar er gríðarlega reynslumikill þjálfari og hefur þjálfað þó nokkur félög hér á landi ásamt því að hafa þjálfað í Noregi. „Við bindum miklar vonir við ráðninguna á Gunnari og Ægi. Við þekkjum vel til þeirra félaganna og þeir til félagsins og teljum við þá vera réttu mennina til að halda áfram því góða starfi sem Ágúst hefur stjórnað sl. ár hjá félaginu. Gunnar, sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins sl. ár þekkir vel til liðsins og því rökrétt framhald að okkar mati að hann taki við keflinu. Félagið ætlar sér stóra hluti á komandi keppnistímabili og endurheimta sæti í deild þeirra bestu. Um leið og við bjóðum Gunnar velkominn í brúnna og Ægi við hans hlið viljum við þakka Ágústi Jóhannssyni fyrir vel unnin störf hjá félaginu sl. ár en mikil ánægja hefur ríkt með hans störf enda mikill fagmaður“ segir Helgi Eysteinsson stjórnarmaður félagsins. Samningur Gunnars og Ægis er til tveggja ára og munu þeir formlega taka við liðinu 1.júli en fram að þeim tíma mun Ágúst stjórna æfingum liðsins. F.H. Handknattleiksdeildar Víkings, Helgi Eysteinsson Handbolti Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Ágúst Þór Jóhannsson er hættur sem þjálfari Víkings en það kom fram í fréttatilkynningu frá Víkingi í kvöld. Lét hann af starfinu að eigin ósk, eins og það er orðað í tilkynningunni. Ágúst hefur stýrt Víkingum undanfarin tvö ár og kom liðinu í Olís-deild karla fyrir ári síðan. Liðið átti þó erfiða leiktíð þar í vetur og féll aftur í 1. deildina. Gunnar Gunnarsson tekur við starfinu en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Ágústs. Ægir Hrafn Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari Víkings en báðir hafa þeir skrifað undir tveggja ára samning. Tilkynning Víkings: Handknattleiksdeild Víkings og Gunnar Gunnarsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar verði næsti þjálfari meistaraflokks karla Víkings. Gunnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins sl. ár ásamt því að þjálfa 2. og 3.flokk félagsins. Gunnar tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem lætur af störfum að eigin ósk. Aðstoðarmaður Gunnars mun verða Ægir Hrafn Jónsson. Ægir er gríðarlega reyndur leikmaður og hefur verið fyrirliði Víkings sl. tvö keppnistímabil og var meðal annars valinn Íþróttamaður Víkings fyrir árið 2015. Ægir mun leika með liðinu ásamt því að vera aðstoðarþjálfari. Gunnar Gunnarsson er uppalinn Víkingur. Gunnar lék með meistaraflokki félagsins til margra ára ásamt því að leika um tíma í Danmörku og Svíþjóð. Að auki á hann að baki 75 landsleiki fyrir Íslands hönd. Gunnar er gríðarlega reynslumikill þjálfari og hefur þjálfað þó nokkur félög hér á landi ásamt því að hafa þjálfað í Noregi. „Við bindum miklar vonir við ráðninguna á Gunnari og Ægi. Við þekkjum vel til þeirra félaganna og þeir til félagsins og teljum við þá vera réttu mennina til að halda áfram því góða starfi sem Ágúst hefur stjórnað sl. ár hjá félaginu. Gunnar, sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins sl. ár þekkir vel til liðsins og því rökrétt framhald að okkar mati að hann taki við keflinu. Félagið ætlar sér stóra hluti á komandi keppnistímabili og endurheimta sæti í deild þeirra bestu. Um leið og við bjóðum Gunnar velkominn í brúnna og Ægi við hans hlið viljum við þakka Ágústi Jóhannssyni fyrir vel unnin störf hjá félaginu sl. ár en mikil ánægja hefur ríkt með hans störf enda mikill fagmaður“ segir Helgi Eysteinsson stjórnarmaður félagsins. Samningur Gunnars og Ægis er til tveggja ára og munu þeir formlega taka við liðinu 1.júli en fram að þeim tíma mun Ágúst stjórna æfingum liðsins. F.H. Handknattleiksdeildar Víkings, Helgi Eysteinsson
Handbolti Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira