Arash með 2.080 hestöfl í Genf Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2016 09:49 Arash AF10. Autoblog Einn af athygliverðari bílum sem sýndur verður brátt á bílasýningunni í Genf er þessi breski Arash sportbíll með tvinnaflrás sem skilar 2.080 hestöflum. Ódýrasta gerð þessa bíls mun kosta 1,1 milljón punda, eða 202 milljónir króna. Brunavélin í bílnum er 6,2 lítra bensínvél með keflablásara sem skilar 900 hestöflum, en auk hennar eru rafmagnsmótorar við hvert hjól sem skila alls 1.180 hestöflum. Því er bíllinn fjórhjóladrifinn og ekki veitir af til að skila öllum þessum hestöflum í götuna. Í bílnum eru fimm skiptingar, ein fyrir hvern rafmótor (aðeins 2 gírar) og ein fyrir brunavélina og er hún 6 gíra og bæði í boði sjálfskipt og beinskipt. Yfirbygging bílsins er að miklu leiti smíðuð úr koltrefjum og það á einnig við sætin í bílnum og mælaborðið. Ekki kemur fram hve mikið bíllinn vegur, en líklega óvenju lítið vegna koltrefjanna. Arash er lítill bílaframleiðandi í Bretlandi og víst er að ekki verða margir svona bílar smíðaðir, enda kaupendur ef til vill ekki svo margir af svo dýrum bíl. Arash mun reyndar einnig bjóða þennan bíl eingöngu með brunavél sem er V8 og 550 hestöfl og sá kostar öllu minna, eða 350.000 pund, eða 64 milljónir króna. Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Einn af athygliverðari bílum sem sýndur verður brátt á bílasýningunni í Genf er þessi breski Arash sportbíll með tvinnaflrás sem skilar 2.080 hestöflum. Ódýrasta gerð þessa bíls mun kosta 1,1 milljón punda, eða 202 milljónir króna. Brunavélin í bílnum er 6,2 lítra bensínvél með keflablásara sem skilar 900 hestöflum, en auk hennar eru rafmagnsmótorar við hvert hjól sem skila alls 1.180 hestöflum. Því er bíllinn fjórhjóladrifinn og ekki veitir af til að skila öllum þessum hestöflum í götuna. Í bílnum eru fimm skiptingar, ein fyrir hvern rafmótor (aðeins 2 gírar) og ein fyrir brunavélina og er hún 6 gíra og bæði í boði sjálfskipt og beinskipt. Yfirbygging bílsins er að miklu leiti smíðuð úr koltrefjum og það á einnig við sætin í bílnum og mælaborðið. Ekki kemur fram hve mikið bíllinn vegur, en líklega óvenju lítið vegna koltrefjanna. Arash er lítill bílaframleiðandi í Bretlandi og víst er að ekki verða margir svona bílar smíðaðir, enda kaupendur ef til vill ekki svo margir af svo dýrum bíl. Arash mun reyndar einnig bjóða þennan bíl eingöngu með brunavél sem er V8 og 550 hestöfl og sá kostar öllu minna, eða 350.000 pund, eða 64 milljónir króna.
Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent