Þrándur í Götu háskólagenginna Hrönn Guðmundsdóttir og Hjördís Guðbrandsdóttir skrifar 23. febrúar 2016 11:30 „Mikilvægt er að viðkomandi sérfræðingur hafi víðtæka þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Enn fremur er æskilegt að hann hafi sérþekkingu á þeim málaflokkum sem heyra undir skrifstofu félagsþjónustu. Þá er einnig gerð krafa um víðtæka þekkingu og reynslu af alþjóðlegum samskiptum, ekki síst norrænu samstarfi innan stjórnsýslunnar. Jafnframt er mikilvægt að viðkomandi hafi leiðtogahæfileika, færni og áhuga á sviði stjórnunar og stefnumótunar og geti starfað undir miklu álagi. Einnig þarf viðkomandi að búa yfir færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og einu öðru Norðurlandamáli, auk þess að sýna lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.“Svona hljóðar hluti úr auglýsingu Velferðarráðuneytisins vegna starfs sérfræðings á skrifstofu félagsþjónustu. Eina krafan um menntun sem sett er fram er krafa um háskólapróf eða sambærilega menntun á sviði félagsmála. Háskólamenntun virðist því ekki vera skilyrði. Hins vegar skiptir viðamikil og sérhæfð starfsreynsla höfuðmáli. Ofangreind auglýsing er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum þar sem starfsreynsla er gerð að veigameira skilyrði en menntun.Hrönn Guðmundsdóttir LL.M.Í dag ríkir mikil samkeppni á vinnumarkaði meðal háskólamenntaðra og dæmi eru um að tugir manna sækist eftir sömu störfum. Þetta gerir háskólamenntuðum með litla eða enga starfsreynslu erfitt fyrir að hasla sér völl á vinnumarkaði að loknu námi. Verðmæt þekking sem til verður í háskólasamfélaginu skilar sér seint eða aldrei út í íslenskt atvinnulíf. Háskólamenntaðir taka í auknum mæli að sér störf sem ekki krefjast menntunar eða sérfræðiþekkingar eða flytja utan þar sem þeir geta gengið í störf við hæfi. Þannig tapast með tímanum dýrmæt þekking og verðmætt vinnuafl úr landi. Tímafrek og dýr menntun er því ekki aðgöngumiði að atvinnutækifærum og háskólapróf án starfsreynslu virðist vera gagnslaust í núverandi ástandi. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun eru 25% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá með háskólamenntun (í janúar 2016). Þær tölur hafa ekki að geyma upplýsingar um falið atvinnuleysi menntafólks sem sinnir störfum ótengt þeirri sérfræðiþekkingu sem það hefur aflað sér. Mikil og vaxandi þörf er á stefnumótun í atvinnumálum sem veitir háskólamenntuðum tækifæri til að öðlast starfsreynslu. Það má gera með því að tengja nemendur við atvinnulífið, til dæmis með starfsmenntun og námssamningum. Einnig þarf að gera ráðstafanir sem gera menntafólki auðveldara að afla sér starfsreynslu eftir að námi lýkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
„Mikilvægt er að viðkomandi sérfræðingur hafi víðtæka þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Enn fremur er æskilegt að hann hafi sérþekkingu á þeim málaflokkum sem heyra undir skrifstofu félagsþjónustu. Þá er einnig gerð krafa um víðtæka þekkingu og reynslu af alþjóðlegum samskiptum, ekki síst norrænu samstarfi innan stjórnsýslunnar. Jafnframt er mikilvægt að viðkomandi hafi leiðtogahæfileika, færni og áhuga á sviði stjórnunar og stefnumótunar og geti starfað undir miklu álagi. Einnig þarf viðkomandi að búa yfir færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og einu öðru Norðurlandamáli, auk þess að sýna lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.“Svona hljóðar hluti úr auglýsingu Velferðarráðuneytisins vegna starfs sérfræðings á skrifstofu félagsþjónustu. Eina krafan um menntun sem sett er fram er krafa um háskólapróf eða sambærilega menntun á sviði félagsmála. Háskólamenntun virðist því ekki vera skilyrði. Hins vegar skiptir viðamikil og sérhæfð starfsreynsla höfuðmáli. Ofangreind auglýsing er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum þar sem starfsreynsla er gerð að veigameira skilyrði en menntun.Hrönn Guðmundsdóttir LL.M.Í dag ríkir mikil samkeppni á vinnumarkaði meðal háskólamenntaðra og dæmi eru um að tugir manna sækist eftir sömu störfum. Þetta gerir háskólamenntuðum með litla eða enga starfsreynslu erfitt fyrir að hasla sér völl á vinnumarkaði að loknu námi. Verðmæt þekking sem til verður í háskólasamfélaginu skilar sér seint eða aldrei út í íslenskt atvinnulíf. Háskólamenntaðir taka í auknum mæli að sér störf sem ekki krefjast menntunar eða sérfræðiþekkingar eða flytja utan þar sem þeir geta gengið í störf við hæfi. Þannig tapast með tímanum dýrmæt þekking og verðmætt vinnuafl úr landi. Tímafrek og dýr menntun er því ekki aðgöngumiði að atvinnutækifærum og háskólapróf án starfsreynslu virðist vera gagnslaust í núverandi ástandi. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun eru 25% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá með háskólamenntun (í janúar 2016). Þær tölur hafa ekki að geyma upplýsingar um falið atvinnuleysi menntafólks sem sinnir störfum ótengt þeirri sérfræðiþekkingu sem það hefur aflað sér. Mikil og vaxandi þörf er á stefnumótun í atvinnumálum sem veitir háskólamenntuðum tækifæri til að öðlast starfsreynslu. Það má gera með því að tengja nemendur við atvinnulífið, til dæmis með starfsmenntun og námssamningum. Einnig þarf að gera ráðstafanir sem gera menntafólki auðveldara að afla sér starfsreynslu eftir að námi lýkur.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar