Söfn og lifandi safnkostur Hjörtur Þorbjörnsson skrifar 18. maí 2016 13:08 Alþjóðlegi safnadagurinn er 18. maí og munu söfn víða um heim standa að ýmsum viðburðum tengdum starfsemi þeirra. Dagskrá íslenskra safna má finna á heimasíðu Félags íslenskra safna og safnamanna, www.safnmenn.is. Markmið safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum og munu söfn þetta árið leggja áherslu á tengingu safna við menningalandslagið, varðveislu þess og þróun. Með þessum degi eru söfn hvött til þess að útvíkka starfsemi sína út fyrir veggi safnsins og með ábyrgum hætti hlúa að því menningarlandslagi sem safnið tilheyrir. Lifandi plöntur eru órjúfanlegur hluti menningarlandslags okkar. Þær eru fæðuuppspretta okkar sjálfra og húsdýranna, þær veita okkur skjól og klæði, eru orkugjafar og gjarnan nýttar til yndisauka. Þegar breyting verður á lifnaðarháttum manna breytast plöntunytjar ásamt verkháttum sem notaðir eru við ræktun þeirra og við vinnslu afurða. Lifandi plöntur geta því frætt okkur um liðna tíma, um lifnaðarhætti fólks, sorgir þeirra og gleði, auk þess sem þær geta mögulega öðlast hlutverk að nýju í síbreytilegum heimi. Fyrrum var tenging plantna við samfélag manna mun skýrari en hún er í dag. Matvörur voru að mestu framleiddar í nærsamfélaginu og jurtir til heilsubótar voru annað hvort ræktaðar í görðum eða sóttar út í náttúruna í næsta nágrenni. Víða má finna gamlar nytjaplöntur sem enn lifa í umhverfi okkar þó þær séu lítið eða ekkert nýttar í dag. Auðveldlega má benda á gamla hnausa af rabarbara víða um landið, bæði þar sem býli eru enn í byggð og einnig við eyðibýli. Tegundasamsetning grasa í túnum og engjum bera vitni um nýtingu og lifnaðarhætti fólks í gegnum aldirnar. Jafnvel plöntur sem við í dag temjum okkur að kalla illgresi eru oft leifar ræktunar fyrri tíma. Njóli var til að mynda nýttur til manneldis og trúlega ræktaður víða til slíkra nota. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að þessar plöntur geta haft ákveðið varðveislugildi. Fyrst ber að nefna erfðafjölbreytnina sem þær hafa. Erfðafjölbreytni er erfðabreytileiki innan tegunda sem ýmist er mældur út frá útlitseinkennum eða með aðferðum sameindalíffræðinnar. Erfðafjölbreytni skilgreinir meðal annars hversu vel stofnar lífvera þola hverskyns áföll. Sýnt hefur verið fram á að stofnar gamalla ræktunarplantna sem þraukað hafa hér á landi hafi þróað með sér aðra erfðafjölbreytni en stofnar sömu tegunda sem lifað hafa í loftslagi sunnar í heiminum. Því geta þessir stofnar mögulega veitt kynbótamönnum framtíðarinnar verðmæta eiginleika og þannig stuðlað að auknu fæðuöryggi heimsbyggðarinnar. Slíkir eiginleikar gætu verið til dæmis aukið harðgeri, aukið sjúkdómsþol eða aðlögun að stuttum vaxtartíma. Varðveislugildið felst einnig í möguleikum samfélagsins til að setja menningarlandslagið sem við búum við í dag í samhengi við söguna. Lifandi safnkostur býður alla jafna upp á öðruvísi samspil almennings við safnkostinn en ef um venjulega muni er að ræða. Almenningur getur tekið virkan þátt í varðveislu plantnanna og hlúð að safnkostinum ásamt safninu. Dæmi um þetta væri til dæmis bæjarfélag þar sem kúmen er gömul nytjaplanta. Safn og bæjarfélag gætu átt samtal um það að leyfa kúmenplöntum að þroska fræ á ákveðnum stöðum og að tíðum slætti bæjarfélagsins væri hagað þannig að hann kæmi ekki mjög niður á stærð kúmenstofnsins. Safnið gæti staðið að fræðslu um nýtingu kúmensins og þannig veitt bæjarbúum og nærsamfélagi tengingu við söguna. Hefur þetta verið gert með góðum árangri á vegum Reykjavíkurborgar og Borgarsögusafns í Viðey. Hægt væri að gera svipað með gömul yrki skrautplantna og jafnvel gamlar stofujurtir þar sem þær hafa varðveist. Varðveisla erfðafjölbreytni ræktaðra plantna er á ábyrgð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og sér til fulltingis hefur ráðuneytið erfðanefnd landbúnaðarins. Erfðanefnd landbúnaðarins hefur meðal annars það hlutverk að annast samráð innanlands um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, ræktaðra plantna og húsdýra. Á Íslandi eru nokkur söfn sem annast varðveislu lifandi plantna og eru þá Grasagarður Reykjavíkur, Lystigarðurinn á Akureyri og Urtagarðurinn í Nesi ef til vill þau helstu. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur einnig veg og vanda að verkefninu Yndisgróður. Verkefnið gengur út á að flokka og skilgreina þann runna- og trjágróður sem hefur verið í ræktun á landinu og heldur utan um gott safn þeirra plantna. Erfðafjölbreytni landbúnaðarplantna er þó best varðveitt í góðri tengingu við upprunastað sinn og söguna. Markmið varðveislunnar yrði þannig sjálfbær nýting erfðalindarinnar og liggur lykillinn að henni í samtali milli varðveisluaðila og nærsamfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi safnadagurinn er 18. maí og munu söfn víða um heim standa að ýmsum viðburðum tengdum starfsemi þeirra. Dagskrá íslenskra safna má finna á heimasíðu Félags íslenskra safna og safnamanna, www.safnmenn.is. Markmið safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum og munu söfn þetta árið leggja áherslu á tengingu safna við menningalandslagið, varðveislu þess og þróun. Með þessum degi eru söfn hvött til þess að útvíkka starfsemi sína út fyrir veggi safnsins og með ábyrgum hætti hlúa að því menningarlandslagi sem safnið tilheyrir. Lifandi plöntur eru órjúfanlegur hluti menningarlandslags okkar. Þær eru fæðuuppspretta okkar sjálfra og húsdýranna, þær veita okkur skjól og klæði, eru orkugjafar og gjarnan nýttar til yndisauka. Þegar breyting verður á lifnaðarháttum manna breytast plöntunytjar ásamt verkháttum sem notaðir eru við ræktun þeirra og við vinnslu afurða. Lifandi plöntur geta því frætt okkur um liðna tíma, um lifnaðarhætti fólks, sorgir þeirra og gleði, auk þess sem þær geta mögulega öðlast hlutverk að nýju í síbreytilegum heimi. Fyrrum var tenging plantna við samfélag manna mun skýrari en hún er í dag. Matvörur voru að mestu framleiddar í nærsamfélaginu og jurtir til heilsubótar voru annað hvort ræktaðar í görðum eða sóttar út í náttúruna í næsta nágrenni. Víða má finna gamlar nytjaplöntur sem enn lifa í umhverfi okkar þó þær séu lítið eða ekkert nýttar í dag. Auðveldlega má benda á gamla hnausa af rabarbara víða um landið, bæði þar sem býli eru enn í byggð og einnig við eyðibýli. Tegundasamsetning grasa í túnum og engjum bera vitni um nýtingu og lifnaðarhætti fólks í gegnum aldirnar. Jafnvel plöntur sem við í dag temjum okkur að kalla illgresi eru oft leifar ræktunar fyrri tíma. Njóli var til að mynda nýttur til manneldis og trúlega ræktaður víða til slíkra nota. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að þessar plöntur geta haft ákveðið varðveislugildi. Fyrst ber að nefna erfðafjölbreytnina sem þær hafa. Erfðafjölbreytni er erfðabreytileiki innan tegunda sem ýmist er mældur út frá útlitseinkennum eða með aðferðum sameindalíffræðinnar. Erfðafjölbreytni skilgreinir meðal annars hversu vel stofnar lífvera þola hverskyns áföll. Sýnt hefur verið fram á að stofnar gamalla ræktunarplantna sem þraukað hafa hér á landi hafi þróað með sér aðra erfðafjölbreytni en stofnar sömu tegunda sem lifað hafa í loftslagi sunnar í heiminum. Því geta þessir stofnar mögulega veitt kynbótamönnum framtíðarinnar verðmæta eiginleika og þannig stuðlað að auknu fæðuöryggi heimsbyggðarinnar. Slíkir eiginleikar gætu verið til dæmis aukið harðgeri, aukið sjúkdómsþol eða aðlögun að stuttum vaxtartíma. Varðveislugildið felst einnig í möguleikum samfélagsins til að setja menningarlandslagið sem við búum við í dag í samhengi við söguna. Lifandi safnkostur býður alla jafna upp á öðruvísi samspil almennings við safnkostinn en ef um venjulega muni er að ræða. Almenningur getur tekið virkan þátt í varðveislu plantnanna og hlúð að safnkostinum ásamt safninu. Dæmi um þetta væri til dæmis bæjarfélag þar sem kúmen er gömul nytjaplanta. Safn og bæjarfélag gætu átt samtal um það að leyfa kúmenplöntum að þroska fræ á ákveðnum stöðum og að tíðum slætti bæjarfélagsins væri hagað þannig að hann kæmi ekki mjög niður á stærð kúmenstofnsins. Safnið gæti staðið að fræðslu um nýtingu kúmensins og þannig veitt bæjarbúum og nærsamfélagi tengingu við söguna. Hefur þetta verið gert með góðum árangri á vegum Reykjavíkurborgar og Borgarsögusafns í Viðey. Hægt væri að gera svipað með gömul yrki skrautplantna og jafnvel gamlar stofujurtir þar sem þær hafa varðveist. Varðveisla erfðafjölbreytni ræktaðra plantna er á ábyrgð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og sér til fulltingis hefur ráðuneytið erfðanefnd landbúnaðarins. Erfðanefnd landbúnaðarins hefur meðal annars það hlutverk að annast samráð innanlands um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, ræktaðra plantna og húsdýra. Á Íslandi eru nokkur söfn sem annast varðveislu lifandi plantna og eru þá Grasagarður Reykjavíkur, Lystigarðurinn á Akureyri og Urtagarðurinn í Nesi ef til vill þau helstu. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur einnig veg og vanda að verkefninu Yndisgróður. Verkefnið gengur út á að flokka og skilgreina þann runna- og trjágróður sem hefur verið í ræktun á landinu og heldur utan um gott safn þeirra plantna. Erfðafjölbreytni landbúnaðarplantna er þó best varðveitt í góðri tengingu við upprunastað sinn og söguna. Markmið varðveislunnar yrði þannig sjálfbær nýting erfðalindarinnar og liggur lykillinn að henni í samtali milli varðveisluaðila og nærsamfélagsins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun