Ögmundur segir Davíð geta afsalað sér forsetalaunum Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2016 14:51 Ögmundur Jónasson og Davíð Oddsson. „Ég hefði haldið það,“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, aðspurður hvort Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, geti afsalað sér forsetalaunum líkt og Davíð hefur lofað nái hann kjöri.Kjarninn greindi frá því í fyrr í dag að embættismenn á vegum ríkisins og eru á launaskrá þess, þar með taldir ráðherrar í ríkisstjórn og forseti Íslands, geti ekki afsalað sér launum frá ríkinu og staðfesti Fjársýsla ríkisins það. Ögmundur Jónasson afsalaði sér hins vegar ráðherralaunum þegar hann var heilbrigðisráðherra árið 2009 og svo einnig þegar hann settist í stól innanríkisráðherra árið 2010. Í samtali við Vísi segist Ögmundur ekki hafa mætt neinni andstöðu frá ríkinu þegar hann tók þá ákvörðun. „Ég bara skrifaði undir ósk þar að lútandi og þar með var málið afgreitt,“ segir Ögmundur. Vísir sendi fyrirspurn á Fjársýslu ríkisins og spurði hvort Ögmundi hafi verið þetta heimilt. Í svari frá Fjársýslunni kemur fram að stofnunin geti ekki veitt upplýsingar um málefni einstakra ríkisstarfsmanna. Í svarinu er hins vegar vísað í aðra málsgrein 9. greinar stjórnarskrárinnar en þar segir að ákveða skuli með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forseta vald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabilið hans. „Með vísan til þessa skal greiða forseta laun og hann getur því ekki afþakkað laun. Laun eru endurgjald fyrir vinnuframlag og ber vinnuveitanda að inna laun af hendi auk launatengdra gjalda í ýmsa sjóði.“ Tengdar fréttir Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Davíð Oddsson ætti rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. 18. maí 2016 12:15 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
„Ég hefði haldið það,“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, aðspurður hvort Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, geti afsalað sér forsetalaunum líkt og Davíð hefur lofað nái hann kjöri.Kjarninn greindi frá því í fyrr í dag að embættismenn á vegum ríkisins og eru á launaskrá þess, þar með taldir ráðherrar í ríkisstjórn og forseti Íslands, geti ekki afsalað sér launum frá ríkinu og staðfesti Fjársýsla ríkisins það. Ögmundur Jónasson afsalaði sér hins vegar ráðherralaunum þegar hann var heilbrigðisráðherra árið 2009 og svo einnig þegar hann settist í stól innanríkisráðherra árið 2010. Í samtali við Vísi segist Ögmundur ekki hafa mætt neinni andstöðu frá ríkinu þegar hann tók þá ákvörðun. „Ég bara skrifaði undir ósk þar að lútandi og þar með var málið afgreitt,“ segir Ögmundur. Vísir sendi fyrirspurn á Fjársýslu ríkisins og spurði hvort Ögmundi hafi verið þetta heimilt. Í svari frá Fjársýslunni kemur fram að stofnunin geti ekki veitt upplýsingar um málefni einstakra ríkisstarfsmanna. Í svarinu er hins vegar vísað í aðra málsgrein 9. greinar stjórnarskrárinnar en þar segir að ákveða skuli með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forseta vald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabilið hans. „Með vísan til þessa skal greiða forseta laun og hann getur því ekki afþakkað laun. Laun eru endurgjald fyrir vinnuframlag og ber vinnuveitanda að inna laun af hendi auk launatengdra gjalda í ýmsa sjóði.“
Tengdar fréttir Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Davíð Oddsson ætti rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. 18. maí 2016 12:15 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Davíð Oddsson ætti rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. 18. maí 2016 12:15