Játningar nefndarmanns Silja Aðalsteinsdóttir skrifar 20. janúar 2016 07:00 Ég játa: Ég sat einu sinni í úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda. Þar sat ég við annan óbreyttan nefndarmann undir forustu vammlausrar fræðikonu. Ekkert okkar var starfandi rithöfundur en öll höfðum við skrifað eitt og annað. Fjölmargar umsóknir bárust, við skiptum þeim á milli okkar og lásum þær vandlega heima, hittumst svo á löngum fundum og bárum saman skoðanir okkar. Oft vorum við ósammála en þá réð meirihlutinn niðurstöðu. Þetta var skemmtilegt verk að vinna, mér fannst gaman að lesa misjafnlega nákvæmar lýsingar á verkum í vinnslu, gaman að sjá hvað margir umsækjendur voru frjóir og gátu gefið góð og fjölbreytt rök fyrir umsókn sinni. Þetta var mikil vinna og ekki launað fyrir heimavinnuna en eitthvað fengum við fyrir fundasetuna. Ég leit svo á að þetta væri samfélagsleg skylda mín og ætlaðist ekki til launa á lögfræðingataxta fyrir vikið. Gamanið fór af þegar úthlutunin var gerð opinber. Að venju varð uppi fótur og fit. Vinnan sem við höfðum innt af hendi af ýtrustu samviskusemi var nú dregin sundur og saman í háði í blöðum auk þess sem fólk hringdi og skrifaði ekki mjög elskuleg bréf. Ég er svo mikill aumingi að ég gafst upp við þetta og neitaði að sitja þau tvö ár í viðbót í nefndinni sem ég hafði skuldbundið mig til. Þó veit ég vel hvað þetta starf er mikilvægt. Hvað það er mikilvægt að hafa samfellu í launagreiðslum til starfandi rithöfunda og hvað það er mikilvægt að fylgjast nákvæmlega með sprotunum og hlúa að þeim. Þó að nefndarmönnum skjátlist stundum þá er einmitt skipt reglulega um þá svo að nýjar skoðanir komist að. Ég er líka komin á þá skoðun núna að maður eigi ekki að taka nöldrið alvarlega – hlusta á það, vissulega, en ekki taka það of nærri sér. Átta sig á því að þessar raddir eru fáar hlutfallslega. Langflestir Íslendingar eru stoltir af rithöfundunum sínum, sigrum þeirra innanlands sem utan og vilja að þeir geti lifað á list sinni. Frjósemi í listrænu starfi á landinu er með ólíkindum og það er meðal annars að þakka þessari peningalús sem við verjum til þess á hverju ári. Þetta eru heilræði mín til þess fólks sem nú situr undir þrálátum ásökunum um að hafa farið illa með það fé sem því var falið að úthluta til rithöfunda landsins. Enginn getur unnið slíkt verk svo að öllum líki. Nöldrið gengur yfir en eitthvað af þeim listaverkum sem verða sköpuð á framfæri starfslauna á eftir að lifa miklu lengur og veita lesendum yndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ég játa: Ég sat einu sinni í úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda. Þar sat ég við annan óbreyttan nefndarmann undir forustu vammlausrar fræðikonu. Ekkert okkar var starfandi rithöfundur en öll höfðum við skrifað eitt og annað. Fjölmargar umsóknir bárust, við skiptum þeim á milli okkar og lásum þær vandlega heima, hittumst svo á löngum fundum og bárum saman skoðanir okkar. Oft vorum við ósammála en þá réð meirihlutinn niðurstöðu. Þetta var skemmtilegt verk að vinna, mér fannst gaman að lesa misjafnlega nákvæmar lýsingar á verkum í vinnslu, gaman að sjá hvað margir umsækjendur voru frjóir og gátu gefið góð og fjölbreytt rök fyrir umsókn sinni. Þetta var mikil vinna og ekki launað fyrir heimavinnuna en eitthvað fengum við fyrir fundasetuna. Ég leit svo á að þetta væri samfélagsleg skylda mín og ætlaðist ekki til launa á lögfræðingataxta fyrir vikið. Gamanið fór af þegar úthlutunin var gerð opinber. Að venju varð uppi fótur og fit. Vinnan sem við höfðum innt af hendi af ýtrustu samviskusemi var nú dregin sundur og saman í háði í blöðum auk þess sem fólk hringdi og skrifaði ekki mjög elskuleg bréf. Ég er svo mikill aumingi að ég gafst upp við þetta og neitaði að sitja þau tvö ár í viðbót í nefndinni sem ég hafði skuldbundið mig til. Þó veit ég vel hvað þetta starf er mikilvægt. Hvað það er mikilvægt að hafa samfellu í launagreiðslum til starfandi rithöfunda og hvað það er mikilvægt að fylgjast nákvæmlega með sprotunum og hlúa að þeim. Þó að nefndarmönnum skjátlist stundum þá er einmitt skipt reglulega um þá svo að nýjar skoðanir komist að. Ég er líka komin á þá skoðun núna að maður eigi ekki að taka nöldrið alvarlega – hlusta á það, vissulega, en ekki taka það of nærri sér. Átta sig á því að þessar raddir eru fáar hlutfallslega. Langflestir Íslendingar eru stoltir af rithöfundunum sínum, sigrum þeirra innanlands sem utan og vilja að þeir geti lifað á list sinni. Frjósemi í listrænu starfi á landinu er með ólíkindum og það er meðal annars að þakka þessari peningalús sem við verjum til þess á hverju ári. Þetta eru heilræði mín til þess fólks sem nú situr undir þrálátum ásökunum um að hafa farið illa með það fé sem því var falið að úthluta til rithöfunda landsins. Enginn getur unnið slíkt verk svo að öllum líki. Nöldrið gengur yfir en eitthvað af þeim listaverkum sem verða sköpuð á framfæri starfslauna á eftir að lifa miklu lengur og veita lesendum yndi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun