Börn á Íslandi og börn á heimsvísu Bergsteinn Jónsson og Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2016 07:00 Fyrir rúmum aldarfjórðungi samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sáttmála sem markaði mikilvæg tímamót fyrir öll börn. Þá varð Barnasáttmálinn til. Enginn mannréttindasáttmáli hefur notið viðlíka stuðnings hjá alþjóðasamfélaginu – þetta er útbreiddasti mannréttindasamningur í heimi og tryggir öllum börnum sömu mannréttindi. Verkefnið sem Barnasáttmálinn gefur okkur öllum er margslungið. Þeim ríkjum sem hafa fullgilt sáttmálann ber m.a. skylda til að tryggja að hagsmunir barna séu meginforsendur í öllum málum er varða börn og koma í veg fyrir mismunun meðal barna.Ný skýrsla um börn á Íslandi kynnt í dag Í dag kynnir UNICEF á Íslandi nýja skýrslu um börn sem líða efnislegan skort hér á landi. Niðurstöður hennar sýna að fjöldi barna á Íslandi stendur höllum fæti. Með skýrslunni fer UNICEF á Íslandi fram á það við stjórnvöld að þau framkvæmi árlega greiningu á efnislegum skorti meðal barna hér á landi og setji sér skýr markmið um að draga úr skortinum. Við getum öll verið sammála um að ólíðandi sé að börn á Íslandi líði skort, sérstaklega með tilliti til þess að við erum eitt af efnamestu ríkjum heims. Á sama tíma og við beinum sjónum okkar að þeim börnum sem búa við bágan kost hér á landi megum við ekki gleyma að á heimsvísu eru fleiri börn á flótta nú en hafa verið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Börn búa á stríðssvæðum og hafa hrökklast út í óvissuna. Önnur búa við sárafátækt, sofna hungruð og vakna hungruð, hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða látast af sjúkdómum sem auðvelt er að koma í veg fyrir. Út frá Barnasáttmálanum er ábyrgð okkar mikil sem eitt af mest velmegandi ríkjum heims. Bæði gagnvart börnum sem búa á Íslandi og þeim sem búa við bágar aðstæður út af stríðsátökum, fátækt og öðru. Ábyrgð okkar gagnvart börnum á Íslandi útilokar aldrei nauðsyn þess að berjast fyrir réttindum barna á heimsvísu. Við getum og eigum að gera bæði í einu. Öll börn eiga réttindi, öll börn skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum aldarfjórðungi samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sáttmála sem markaði mikilvæg tímamót fyrir öll börn. Þá varð Barnasáttmálinn til. Enginn mannréttindasáttmáli hefur notið viðlíka stuðnings hjá alþjóðasamfélaginu – þetta er útbreiddasti mannréttindasamningur í heimi og tryggir öllum börnum sömu mannréttindi. Verkefnið sem Barnasáttmálinn gefur okkur öllum er margslungið. Þeim ríkjum sem hafa fullgilt sáttmálann ber m.a. skylda til að tryggja að hagsmunir barna séu meginforsendur í öllum málum er varða börn og koma í veg fyrir mismunun meðal barna.Ný skýrsla um börn á Íslandi kynnt í dag Í dag kynnir UNICEF á Íslandi nýja skýrslu um börn sem líða efnislegan skort hér á landi. Niðurstöður hennar sýna að fjöldi barna á Íslandi stendur höllum fæti. Með skýrslunni fer UNICEF á Íslandi fram á það við stjórnvöld að þau framkvæmi árlega greiningu á efnislegum skorti meðal barna hér á landi og setji sér skýr markmið um að draga úr skortinum. Við getum öll verið sammála um að ólíðandi sé að börn á Íslandi líði skort, sérstaklega með tilliti til þess að við erum eitt af efnamestu ríkjum heims. Á sama tíma og við beinum sjónum okkar að þeim börnum sem búa við bágan kost hér á landi megum við ekki gleyma að á heimsvísu eru fleiri börn á flótta nú en hafa verið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Börn búa á stríðssvæðum og hafa hrökklast út í óvissuna. Önnur búa við sárafátækt, sofna hungruð og vakna hungruð, hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða látast af sjúkdómum sem auðvelt er að koma í veg fyrir. Út frá Barnasáttmálanum er ábyrgð okkar mikil sem eitt af mest velmegandi ríkjum heims. Bæði gagnvart börnum sem búa á Íslandi og þeim sem búa við bágar aðstæður út af stríðsátökum, fátækt og öðru. Ábyrgð okkar gagnvart börnum á Íslandi útilokar aldrei nauðsyn þess að berjast fyrir réttindum barna á heimsvísu. Við getum og eigum að gera bæði í einu. Öll börn eiga réttindi, öll börn skipta máli.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun