Bónorð á Stade de France: Röddin reddaði kossamyndavélinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2016 10:07 „Ég og félagi minn fórum saman á Englandsleikinn en höfðum bara keypt miða út, ekki heim. Svo þegar við vinnum Englendinga þá ákveðum við að vera lengur og fara á Frakklandsleikinn. Ég hringi í konuna og segi að hún eigi að finna sér flug til Parísar og koma með á leikinn,“ segir Elís Hólm Þórðarson í samtali við Vísi en hann bað kærustunnar sinnar, Huldu Teitsdóttur, í kossamyndavélinni á Stade de France á sunnudag fyrir leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM. Elís segir að hann hafi fengið hugmyndina um að biðja Huldu á vellinum á mánudeginum og borið það undir félaga sína sem voru með honum. Þeir hafi peppað hann mikið í því að slá til svo á þriðjudeginum fór hann strax í það að reyna að koma sér í samband við einhvern hjá KSÍ sem gæti mögulega komið bónorðinu í kossamyndavélina. „Það gekk illa að ná sambandi við einhvern en á þriðjudeginum finn ég númerið hjá Páli Sævari Guðjónssyni sem var vallarþulur fyrir íslenska liðið þarna úti. Ég set mig í samband við hann og ber þetta undir hann. Hann gaf mér nú ekki miklar vonir um að þetta myndi ganga upp en sagðist samt ætla að reyna,“ segir Elís en Páll Sævar er betur þekktur sem Röddin.Hlegið að Elís í skartgripabúðum Parísar Daginn eftir heyrði hann svo aftur í Páli sem var þá búinn að ræða við einhverja Frakka um málið en ekkert var fast í hendi með það að það myndi ganga upp að komast í kossavélina. Elís var hins vegar bjartsýnn og fór á stúfana í borg ástarinnar til að reyna að finna giftingarhring. Það var hins vegar hægara sagt en gert. „Það var eiginlega bara hlegið að mér í skartgripabúðunum sem við fórum í. Okkur var sagt að það væri mánaðarbið eftir hringum en allir hringarnir í búðunum voru bara „feik“ og það þurfti að panta alvöruhringinn og bíða svo eftir að hann kæmi. Það var því ekki annað í stöðunni en að fá lánaðan hring hjá félaga mínum til að ég myndi hafa eitthvað og það var lítið mál, hann fékk leyfi hjá konunni og svona til að lána mér hringinn,“ segir Elís. Það var síðan ekki fyrr en klukkan 16 á sunnudeginum, fimm tímum áður en leikurinn hófst, sem Páll sendi Elís skilaboð um að af bónorðinu í myndavélinni gæti orðið.Ætlaði að fara að fá sér að borða þegar þau voru loksins sest „Þetta var allt frekar stressandi því hann sagði að ég yrði að vera sestur klukkan 19:45 og að þetta myndi gerast klukkan 20:02. Ég var því pínu stressaður með að komast í sæti og svona og svo loksins þegar við erum sest þá ætlar Hulda að standa upp og fara að fá sér að borða. Ég fór því í gegnum nokkur vel valin orð í bókinni þar sem ég var að reyna að fá hana til að sitja lengur en hún sagði bara „Gefðu mér eina góða ástæðu fyrir því að ég eigi ekki að fara og fá mér að borða?““ Elís gat auðvitað ekki gefið Huldu upp ástæðuna en með hjálp stráks í stúkunni sem gaf henni eitthvað að maula tóks Elís að halda henni í sætinu. Myndavélin kom síðan á þau akkúrat á þeim tíma sem gefinn hafði verið upp og Elís fór á skeljarnar til að biðja sinnar heittelskuðu. „Hulda horfði á skjáinn og sá bara mig á skjánum en ég var svo heppinn að við sátum á þannig stað í stúkunni að ég gat farið í stigann og farið á hnén þar. Það voru síðan mjög mikil fagnaðarlæti enda var íslenska stúkan eiginlega orðin alveg full þarna klukkutíma fyrir leik,“ segir Elís.Styttist í giftingu Skemmst er frá því að segja að Hulda sagði já en þau Elís hafa verið saman í átta ár og eiga saman þrjú börn. Aðspurður segir Elís að það hafi ekki beint verið á dagskránni að gifta sig strax þó að þau hafi rætt það að einhvern tímann myndu þau ganga í það heilaga. Það hafi því komið Huldu á óvart að fá bónorðið núna og með þessum skemmtilega hætti. Elís segir að ekki sé búið að ákveða brúðkaupsdaginn en hann sé þó ekki langt undan. „Ég er þannig gerður að ég vil ekki vera trúlofaður of lengi heldur helst gifta mig fljótt þannig að það styttist í giftingu. Við erum reyndar ekki búin að ákveða daginn enda bara nýkomin heim frá Frakklandi og ætlum aðeins að taka því rólega áður en við förum að spá í brúðkaupinu.“ Tengdar fréttir Bað konunnar á risaskjá á Stade de France Einn stuðningsmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ákvað að gera ferðina á leikinn gegn Frakklandi ógleymanlega. 3. júlí 2016 18:04 Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Ég og félagi minn fórum saman á Englandsleikinn en höfðum bara keypt miða út, ekki heim. Svo þegar við vinnum Englendinga þá ákveðum við að vera lengur og fara á Frakklandsleikinn. Ég hringi í konuna og segi að hún eigi að finna sér flug til Parísar og koma með á leikinn,“ segir Elís Hólm Þórðarson í samtali við Vísi en hann bað kærustunnar sinnar, Huldu Teitsdóttur, í kossamyndavélinni á Stade de France á sunnudag fyrir leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM. Elís segir að hann hafi fengið hugmyndina um að biðja Huldu á vellinum á mánudeginum og borið það undir félaga sína sem voru með honum. Þeir hafi peppað hann mikið í því að slá til svo á þriðjudeginum fór hann strax í það að reyna að koma sér í samband við einhvern hjá KSÍ sem gæti mögulega komið bónorðinu í kossamyndavélina. „Það gekk illa að ná sambandi við einhvern en á þriðjudeginum finn ég númerið hjá Páli Sævari Guðjónssyni sem var vallarþulur fyrir íslenska liðið þarna úti. Ég set mig í samband við hann og ber þetta undir hann. Hann gaf mér nú ekki miklar vonir um að þetta myndi ganga upp en sagðist samt ætla að reyna,“ segir Elís en Páll Sævar er betur þekktur sem Röddin.Hlegið að Elís í skartgripabúðum Parísar Daginn eftir heyrði hann svo aftur í Páli sem var þá búinn að ræða við einhverja Frakka um málið en ekkert var fast í hendi með það að það myndi ganga upp að komast í kossavélina. Elís var hins vegar bjartsýnn og fór á stúfana í borg ástarinnar til að reyna að finna giftingarhring. Það var hins vegar hægara sagt en gert. „Það var eiginlega bara hlegið að mér í skartgripabúðunum sem við fórum í. Okkur var sagt að það væri mánaðarbið eftir hringum en allir hringarnir í búðunum voru bara „feik“ og það þurfti að panta alvöruhringinn og bíða svo eftir að hann kæmi. Það var því ekki annað í stöðunni en að fá lánaðan hring hjá félaga mínum til að ég myndi hafa eitthvað og það var lítið mál, hann fékk leyfi hjá konunni og svona til að lána mér hringinn,“ segir Elís. Það var síðan ekki fyrr en klukkan 16 á sunnudeginum, fimm tímum áður en leikurinn hófst, sem Páll sendi Elís skilaboð um að af bónorðinu í myndavélinni gæti orðið.Ætlaði að fara að fá sér að borða þegar þau voru loksins sest „Þetta var allt frekar stressandi því hann sagði að ég yrði að vera sestur klukkan 19:45 og að þetta myndi gerast klukkan 20:02. Ég var því pínu stressaður með að komast í sæti og svona og svo loksins þegar við erum sest þá ætlar Hulda að standa upp og fara að fá sér að borða. Ég fór því í gegnum nokkur vel valin orð í bókinni þar sem ég var að reyna að fá hana til að sitja lengur en hún sagði bara „Gefðu mér eina góða ástæðu fyrir því að ég eigi ekki að fara og fá mér að borða?““ Elís gat auðvitað ekki gefið Huldu upp ástæðuna en með hjálp stráks í stúkunni sem gaf henni eitthvað að maula tóks Elís að halda henni í sætinu. Myndavélin kom síðan á þau akkúrat á þeim tíma sem gefinn hafði verið upp og Elís fór á skeljarnar til að biðja sinnar heittelskuðu. „Hulda horfði á skjáinn og sá bara mig á skjánum en ég var svo heppinn að við sátum á þannig stað í stúkunni að ég gat farið í stigann og farið á hnén þar. Það voru síðan mjög mikil fagnaðarlæti enda var íslenska stúkan eiginlega orðin alveg full þarna klukkutíma fyrir leik,“ segir Elís.Styttist í giftingu Skemmst er frá því að segja að Hulda sagði já en þau Elís hafa verið saman í átta ár og eiga saman þrjú börn. Aðspurður segir Elís að það hafi ekki beint verið á dagskránni að gifta sig strax þó að þau hafi rætt það að einhvern tímann myndu þau ganga í það heilaga. Það hafi því komið Huldu á óvart að fá bónorðið núna og með þessum skemmtilega hætti. Elís segir að ekki sé búið að ákveða brúðkaupsdaginn en hann sé þó ekki langt undan. „Ég er þannig gerður að ég vil ekki vera trúlofaður of lengi heldur helst gifta mig fljótt þannig að það styttist í giftingu. Við erum reyndar ekki búin að ákveða daginn enda bara nýkomin heim frá Frakklandi og ætlum aðeins að taka því rólega áður en við förum að spá í brúðkaupinu.“
Tengdar fréttir Bað konunnar á risaskjá á Stade de France Einn stuðningsmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ákvað að gera ferðina á leikinn gegn Frakklandi ógleymanlega. 3. júlí 2016 18:04 Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Bað konunnar á risaskjá á Stade de France Einn stuðningsmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ákvað að gera ferðina á leikinn gegn Frakklandi ógleymanlega. 3. júlí 2016 18:04