Bónorð á Stade de France: Röddin reddaði kossamyndavélinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2016 10:07 „Ég og félagi minn fórum saman á Englandsleikinn en höfðum bara keypt miða út, ekki heim. Svo þegar við vinnum Englendinga þá ákveðum við að vera lengur og fara á Frakklandsleikinn. Ég hringi í konuna og segi að hún eigi að finna sér flug til Parísar og koma með á leikinn,“ segir Elís Hólm Þórðarson í samtali við Vísi en hann bað kærustunnar sinnar, Huldu Teitsdóttur, í kossamyndavélinni á Stade de France á sunnudag fyrir leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM. Elís segir að hann hafi fengið hugmyndina um að biðja Huldu á vellinum á mánudeginum og borið það undir félaga sína sem voru með honum. Þeir hafi peppað hann mikið í því að slá til svo á þriðjudeginum fór hann strax í það að reyna að koma sér í samband við einhvern hjá KSÍ sem gæti mögulega komið bónorðinu í kossamyndavélina. „Það gekk illa að ná sambandi við einhvern en á þriðjudeginum finn ég númerið hjá Páli Sævari Guðjónssyni sem var vallarþulur fyrir íslenska liðið þarna úti. Ég set mig í samband við hann og ber þetta undir hann. Hann gaf mér nú ekki miklar vonir um að þetta myndi ganga upp en sagðist samt ætla að reyna,“ segir Elís en Páll Sævar er betur þekktur sem Röddin.Hlegið að Elís í skartgripabúðum Parísar Daginn eftir heyrði hann svo aftur í Páli sem var þá búinn að ræða við einhverja Frakka um málið en ekkert var fast í hendi með það að það myndi ganga upp að komast í kossavélina. Elís var hins vegar bjartsýnn og fór á stúfana í borg ástarinnar til að reyna að finna giftingarhring. Það var hins vegar hægara sagt en gert. „Það var eiginlega bara hlegið að mér í skartgripabúðunum sem við fórum í. Okkur var sagt að það væri mánaðarbið eftir hringum en allir hringarnir í búðunum voru bara „feik“ og það þurfti að panta alvöruhringinn og bíða svo eftir að hann kæmi. Það var því ekki annað í stöðunni en að fá lánaðan hring hjá félaga mínum til að ég myndi hafa eitthvað og það var lítið mál, hann fékk leyfi hjá konunni og svona til að lána mér hringinn,“ segir Elís. Það var síðan ekki fyrr en klukkan 16 á sunnudeginum, fimm tímum áður en leikurinn hófst, sem Páll sendi Elís skilaboð um að af bónorðinu í myndavélinni gæti orðið.Ætlaði að fara að fá sér að borða þegar þau voru loksins sest „Þetta var allt frekar stressandi því hann sagði að ég yrði að vera sestur klukkan 19:45 og að þetta myndi gerast klukkan 20:02. Ég var því pínu stressaður með að komast í sæti og svona og svo loksins þegar við erum sest þá ætlar Hulda að standa upp og fara að fá sér að borða. Ég fór því í gegnum nokkur vel valin orð í bókinni þar sem ég var að reyna að fá hana til að sitja lengur en hún sagði bara „Gefðu mér eina góða ástæðu fyrir því að ég eigi ekki að fara og fá mér að borða?““ Elís gat auðvitað ekki gefið Huldu upp ástæðuna en með hjálp stráks í stúkunni sem gaf henni eitthvað að maula tóks Elís að halda henni í sætinu. Myndavélin kom síðan á þau akkúrat á þeim tíma sem gefinn hafði verið upp og Elís fór á skeljarnar til að biðja sinnar heittelskuðu. „Hulda horfði á skjáinn og sá bara mig á skjánum en ég var svo heppinn að við sátum á þannig stað í stúkunni að ég gat farið í stigann og farið á hnén þar. Það voru síðan mjög mikil fagnaðarlæti enda var íslenska stúkan eiginlega orðin alveg full þarna klukkutíma fyrir leik,“ segir Elís.Styttist í giftingu Skemmst er frá því að segja að Hulda sagði já en þau Elís hafa verið saman í átta ár og eiga saman þrjú börn. Aðspurður segir Elís að það hafi ekki beint verið á dagskránni að gifta sig strax þó að þau hafi rætt það að einhvern tímann myndu þau ganga í það heilaga. Það hafi því komið Huldu á óvart að fá bónorðið núna og með þessum skemmtilega hætti. Elís segir að ekki sé búið að ákveða brúðkaupsdaginn en hann sé þó ekki langt undan. „Ég er þannig gerður að ég vil ekki vera trúlofaður of lengi heldur helst gifta mig fljótt þannig að það styttist í giftingu. Við erum reyndar ekki búin að ákveða daginn enda bara nýkomin heim frá Frakklandi og ætlum aðeins að taka því rólega áður en við förum að spá í brúðkaupinu.“ Tengdar fréttir Bað konunnar á risaskjá á Stade de France Einn stuðningsmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ákvað að gera ferðina á leikinn gegn Frakklandi ógleymanlega. 3. júlí 2016 18:04 Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
„Ég og félagi minn fórum saman á Englandsleikinn en höfðum bara keypt miða út, ekki heim. Svo þegar við vinnum Englendinga þá ákveðum við að vera lengur og fara á Frakklandsleikinn. Ég hringi í konuna og segi að hún eigi að finna sér flug til Parísar og koma með á leikinn,“ segir Elís Hólm Þórðarson í samtali við Vísi en hann bað kærustunnar sinnar, Huldu Teitsdóttur, í kossamyndavélinni á Stade de France á sunnudag fyrir leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM. Elís segir að hann hafi fengið hugmyndina um að biðja Huldu á vellinum á mánudeginum og borið það undir félaga sína sem voru með honum. Þeir hafi peppað hann mikið í því að slá til svo á þriðjudeginum fór hann strax í það að reyna að koma sér í samband við einhvern hjá KSÍ sem gæti mögulega komið bónorðinu í kossamyndavélina. „Það gekk illa að ná sambandi við einhvern en á þriðjudeginum finn ég númerið hjá Páli Sævari Guðjónssyni sem var vallarþulur fyrir íslenska liðið þarna úti. Ég set mig í samband við hann og ber þetta undir hann. Hann gaf mér nú ekki miklar vonir um að þetta myndi ganga upp en sagðist samt ætla að reyna,“ segir Elís en Páll Sævar er betur þekktur sem Röddin.Hlegið að Elís í skartgripabúðum Parísar Daginn eftir heyrði hann svo aftur í Páli sem var þá búinn að ræða við einhverja Frakka um málið en ekkert var fast í hendi með það að það myndi ganga upp að komast í kossavélina. Elís var hins vegar bjartsýnn og fór á stúfana í borg ástarinnar til að reyna að finna giftingarhring. Það var hins vegar hægara sagt en gert. „Það var eiginlega bara hlegið að mér í skartgripabúðunum sem við fórum í. Okkur var sagt að það væri mánaðarbið eftir hringum en allir hringarnir í búðunum voru bara „feik“ og það þurfti að panta alvöruhringinn og bíða svo eftir að hann kæmi. Það var því ekki annað í stöðunni en að fá lánaðan hring hjá félaga mínum til að ég myndi hafa eitthvað og það var lítið mál, hann fékk leyfi hjá konunni og svona til að lána mér hringinn,“ segir Elís. Það var síðan ekki fyrr en klukkan 16 á sunnudeginum, fimm tímum áður en leikurinn hófst, sem Páll sendi Elís skilaboð um að af bónorðinu í myndavélinni gæti orðið.Ætlaði að fara að fá sér að borða þegar þau voru loksins sest „Þetta var allt frekar stressandi því hann sagði að ég yrði að vera sestur klukkan 19:45 og að þetta myndi gerast klukkan 20:02. Ég var því pínu stressaður með að komast í sæti og svona og svo loksins þegar við erum sest þá ætlar Hulda að standa upp og fara að fá sér að borða. Ég fór því í gegnum nokkur vel valin orð í bókinni þar sem ég var að reyna að fá hana til að sitja lengur en hún sagði bara „Gefðu mér eina góða ástæðu fyrir því að ég eigi ekki að fara og fá mér að borða?““ Elís gat auðvitað ekki gefið Huldu upp ástæðuna en með hjálp stráks í stúkunni sem gaf henni eitthvað að maula tóks Elís að halda henni í sætinu. Myndavélin kom síðan á þau akkúrat á þeim tíma sem gefinn hafði verið upp og Elís fór á skeljarnar til að biðja sinnar heittelskuðu. „Hulda horfði á skjáinn og sá bara mig á skjánum en ég var svo heppinn að við sátum á þannig stað í stúkunni að ég gat farið í stigann og farið á hnén þar. Það voru síðan mjög mikil fagnaðarlæti enda var íslenska stúkan eiginlega orðin alveg full þarna klukkutíma fyrir leik,“ segir Elís.Styttist í giftingu Skemmst er frá því að segja að Hulda sagði já en þau Elís hafa verið saman í átta ár og eiga saman þrjú börn. Aðspurður segir Elís að það hafi ekki beint verið á dagskránni að gifta sig strax þó að þau hafi rætt það að einhvern tímann myndu þau ganga í það heilaga. Það hafi því komið Huldu á óvart að fá bónorðið núna og með þessum skemmtilega hætti. Elís segir að ekki sé búið að ákveða brúðkaupsdaginn en hann sé þó ekki langt undan. „Ég er þannig gerður að ég vil ekki vera trúlofaður of lengi heldur helst gifta mig fljótt þannig að það styttist í giftingu. Við erum reyndar ekki búin að ákveða daginn enda bara nýkomin heim frá Frakklandi og ætlum aðeins að taka því rólega áður en við förum að spá í brúðkaupinu.“
Tengdar fréttir Bað konunnar á risaskjá á Stade de France Einn stuðningsmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ákvað að gera ferðina á leikinn gegn Frakklandi ógleymanlega. 3. júlí 2016 18:04 Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Bað konunnar á risaskjá á Stade de France Einn stuðningsmaður íslenska landsliðsins í fótbolta ákvað að gera ferðina á leikinn gegn Frakklandi ógleymanlega. 3. júlí 2016 18:04
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“