Hlusta á Taylor Swift og Mozart Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 6. júlí 2016 13:00 Systkinin Guðfinnur og Kristín Sveinsbörn blása til tónleika í Hannesarholti á laugardaginn. Mynd/Eyþór Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn halda tónleika í Hannesarholti á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem þau blása til tónleika og fyrstu tónleikar Kristínar hér á landi eftir að hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó. Þau segjast samrýmd þó þau séu ekki alltaf sammála og hágráta yfir rómantískum gamanmyndum.„Við syngjum blöndu af okkar uppáhaldslögum, íslensk dægurlög, erlend ljóð og óperuaríur. Við frumflytjum einnig nýjan dúett sem er saminn af Petter Ekman fyrir þessa tónleika,“ útskýrir Kristín Sveinsdóttir, en hún heldur tónleika ásamt bróður sínum, Guðfinni, í Hannesarholti á laugardaginn. Þetta er í annað sinn sem þau blása til systkinatónleika enda segjast þau samrýmd og gráta bæði yfir rómantískum gamanmyndum. Guðfinnur er tveimur árum árum eldri en Kristín og bera þau hvort öðru afar vel söguna þegar þau eru spurð út í systkinasambandið. „Guðfinnur er með undurfagurt og risastórt hjarta, ótrúlegt að hann sé jafn fallegur að innan sem utan. Hann er mjög áreiðanlegur, dugnaðarforkur, stendur við orð sín og er alltaf hreinskilinn,“ segir Kristín. „Hann á það þó til að verða óþolinmóður við mig þegar ég er illa skipulögð, óraunhæf eða smjatta.“ „Það er bara þegar hún er sein og óskipulögð, sem hefur stundum komið fyrir í gegnum tíðina,“ segir Guðfinnur og Kristín bætir því við að sé það eitthvað sem hún geti lært af bróður sínum þá sé það að skipuleggja tíma sinn betur. Þrátt fyrir óstundvísina segir Guðfinnur þó systur sína stóra fyrirmynd í sínu lífi. „Eitt það helsta sem einkennir Kristínu er hennar fallega hjartalag og hversu góð hún er, við alla og á öllum stundum. Hún sér það góða í fólki og lífgar allt umhverfi sitt með brosmildi og góðmennsku. Ég reyni og mun reyna að læra eins og ég get af Kristínu fram á gamalsaldur,“ segir Guðfinnur og vill meina að þeim systkinunum komi yfirleitt vel saman. „Ég held að við séum furðu oft sammála,“ segir hann. „Við erum kannski ekki alltaf sammála en við rökræðum ekki oft,“ segir Kristín. Hafið þið þá sama tónlistarsmekk? „Við erum bæði í því að læra og flytja klassíska tónlist en ég held að ég hlusti meira á popptónlist en Kristín.“ „Hans veiku blettir eru Taylor Swift, Coldplay og Katy Perry á meðan ég hlusta frekar á Ninu Simone eða Mozart. Ég hef kannski smá eldri sál þegar kemur að tónlist,“ segir Kristín sposk. „Hins vegar held ég að við séum nokkuð lík þegar kemur að kvikmyndum. Við grátum bæði yfir rómantískum gamanmyndum og svo er okkar háklassík Dumb and Dumber.“ „Ég held að ég sé jafnvel meira fyrir rómantískar gamanmyndir en Kristín,“ segir Guðfinnur. „Við erum einnig lík að því leyti að við við erum ofboðslega virk bæði tvö. Stundum tökum við okkur allt að því of mikið fyrir hendur. Við nærumst bæði af samskiptum og samveru með fólki, og eigum bæði marga vini.“Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á laugardaginn. Næstu dagar fara í æfingar og segjast þau bæði blessunarlega laus við alvarlegan sviðsskrekk. Galdurinn felist í góðum undirbúningi. „Ég reyni að kunna allt alveg svakalega vel til að ég verði ekki stressuð,“ segir Kristín. „Ég stúdera alla texta sérstaklega vel og pæli í því hverju mig langar að skila til áhorfenda. Svo munar öllu að vera vel hvíld og sofa vel fyrir tónleika. Fyrir mömmu reyni ég líka að ákveða ekki á síðustu stundu í hverju ég ætla að vera,“ segir hún hlæjandi. „Ég reyni að taka því rólega á tónleikadag og fara varlega með röddina,“ segir Guðfinnur. „Dagar og vikur á undan fara í undirbúning á flutningi, textalærdóm, pælingar í kringum texta laganna og raddæfingar. Sviðsskrekkurinn minnkar eftir því sem undirbúningurinn er betri,“ segir hann.Saknið þið hvors annars, þar sem þið búið sitt í hvoru landinu? „Já, ég geri það, en þó fleiri mánuðir hafi liðið er alltaf eins og við höfum sést í gær,“ segir Kristín. „Ég reyni að sakna hennar ekki neitt þegar við erum í mismunandi löndum. Frekar fókusera ég á að njóta tímans saman þegar við erum á sama stað,“ segir Guðfinnur. Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn halda tónleika í Hannesarholti á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem þau blása til tónleika og fyrstu tónleikar Kristínar hér á landi eftir að hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó. Þau segjast samrýmd þó þau séu ekki alltaf sammála og hágráta yfir rómantískum gamanmyndum.„Við syngjum blöndu af okkar uppáhaldslögum, íslensk dægurlög, erlend ljóð og óperuaríur. Við frumflytjum einnig nýjan dúett sem er saminn af Petter Ekman fyrir þessa tónleika,“ útskýrir Kristín Sveinsdóttir, en hún heldur tónleika ásamt bróður sínum, Guðfinni, í Hannesarholti á laugardaginn. Þetta er í annað sinn sem þau blása til systkinatónleika enda segjast þau samrýmd og gráta bæði yfir rómantískum gamanmyndum. Guðfinnur er tveimur árum árum eldri en Kristín og bera þau hvort öðru afar vel söguna þegar þau eru spurð út í systkinasambandið. „Guðfinnur er með undurfagurt og risastórt hjarta, ótrúlegt að hann sé jafn fallegur að innan sem utan. Hann er mjög áreiðanlegur, dugnaðarforkur, stendur við orð sín og er alltaf hreinskilinn,“ segir Kristín. „Hann á það þó til að verða óþolinmóður við mig þegar ég er illa skipulögð, óraunhæf eða smjatta.“ „Það er bara þegar hún er sein og óskipulögð, sem hefur stundum komið fyrir í gegnum tíðina,“ segir Guðfinnur og Kristín bætir því við að sé það eitthvað sem hún geti lært af bróður sínum þá sé það að skipuleggja tíma sinn betur. Þrátt fyrir óstundvísina segir Guðfinnur þó systur sína stóra fyrirmynd í sínu lífi. „Eitt það helsta sem einkennir Kristínu er hennar fallega hjartalag og hversu góð hún er, við alla og á öllum stundum. Hún sér það góða í fólki og lífgar allt umhverfi sitt með brosmildi og góðmennsku. Ég reyni og mun reyna að læra eins og ég get af Kristínu fram á gamalsaldur,“ segir Guðfinnur og vill meina að þeim systkinunum komi yfirleitt vel saman. „Ég held að við séum furðu oft sammála,“ segir hann. „Við erum kannski ekki alltaf sammála en við rökræðum ekki oft,“ segir Kristín. Hafið þið þá sama tónlistarsmekk? „Við erum bæði í því að læra og flytja klassíska tónlist en ég held að ég hlusti meira á popptónlist en Kristín.“ „Hans veiku blettir eru Taylor Swift, Coldplay og Katy Perry á meðan ég hlusta frekar á Ninu Simone eða Mozart. Ég hef kannski smá eldri sál þegar kemur að tónlist,“ segir Kristín sposk. „Hins vegar held ég að við séum nokkuð lík þegar kemur að kvikmyndum. Við grátum bæði yfir rómantískum gamanmyndum og svo er okkar háklassík Dumb and Dumber.“ „Ég held að ég sé jafnvel meira fyrir rómantískar gamanmyndir en Kristín,“ segir Guðfinnur. „Við erum einnig lík að því leyti að við við erum ofboðslega virk bæði tvö. Stundum tökum við okkur allt að því of mikið fyrir hendur. Við nærumst bæði af samskiptum og samveru með fólki, og eigum bæði marga vini.“Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á laugardaginn. Næstu dagar fara í æfingar og segjast þau bæði blessunarlega laus við alvarlegan sviðsskrekk. Galdurinn felist í góðum undirbúningi. „Ég reyni að kunna allt alveg svakalega vel til að ég verði ekki stressuð,“ segir Kristín. „Ég stúdera alla texta sérstaklega vel og pæli í því hverju mig langar að skila til áhorfenda. Svo munar öllu að vera vel hvíld og sofa vel fyrir tónleika. Fyrir mömmu reyni ég líka að ákveða ekki á síðustu stundu í hverju ég ætla að vera,“ segir hún hlæjandi. „Ég reyni að taka því rólega á tónleikadag og fara varlega með röddina,“ segir Guðfinnur. „Dagar og vikur á undan fara í undirbúning á flutningi, textalærdóm, pælingar í kringum texta laganna og raddæfingar. Sviðsskrekkurinn minnkar eftir því sem undirbúningurinn er betri,“ segir hann.Saknið þið hvors annars, þar sem þið búið sitt í hvoru landinu? „Já, ég geri það, en þó fleiri mánuðir hafi liðið er alltaf eins og við höfum sést í gær,“ segir Kristín. „Ég reyni að sakna hennar ekki neitt þegar við erum í mismunandi löndum. Frekar fókusera ég á að njóta tímans saman þegar við erum á sama stað,“ segir Guðfinnur.
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“