Hlusta á Taylor Swift og Mozart Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 6. júlí 2016 13:00 Systkinin Guðfinnur og Kristín Sveinsbörn blása til tónleika í Hannesarholti á laugardaginn. Mynd/Eyþór Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn halda tónleika í Hannesarholti á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem þau blása til tónleika og fyrstu tónleikar Kristínar hér á landi eftir að hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó. Þau segjast samrýmd þó þau séu ekki alltaf sammála og hágráta yfir rómantískum gamanmyndum.„Við syngjum blöndu af okkar uppáhaldslögum, íslensk dægurlög, erlend ljóð og óperuaríur. Við frumflytjum einnig nýjan dúett sem er saminn af Petter Ekman fyrir þessa tónleika,“ útskýrir Kristín Sveinsdóttir, en hún heldur tónleika ásamt bróður sínum, Guðfinni, í Hannesarholti á laugardaginn. Þetta er í annað sinn sem þau blása til systkinatónleika enda segjast þau samrýmd og gráta bæði yfir rómantískum gamanmyndum. Guðfinnur er tveimur árum árum eldri en Kristín og bera þau hvort öðru afar vel söguna þegar þau eru spurð út í systkinasambandið. „Guðfinnur er með undurfagurt og risastórt hjarta, ótrúlegt að hann sé jafn fallegur að innan sem utan. Hann er mjög áreiðanlegur, dugnaðarforkur, stendur við orð sín og er alltaf hreinskilinn,“ segir Kristín. „Hann á það þó til að verða óþolinmóður við mig þegar ég er illa skipulögð, óraunhæf eða smjatta.“ „Það er bara þegar hún er sein og óskipulögð, sem hefur stundum komið fyrir í gegnum tíðina,“ segir Guðfinnur og Kristín bætir því við að sé það eitthvað sem hún geti lært af bróður sínum þá sé það að skipuleggja tíma sinn betur. Þrátt fyrir óstundvísina segir Guðfinnur þó systur sína stóra fyrirmynd í sínu lífi. „Eitt það helsta sem einkennir Kristínu er hennar fallega hjartalag og hversu góð hún er, við alla og á öllum stundum. Hún sér það góða í fólki og lífgar allt umhverfi sitt með brosmildi og góðmennsku. Ég reyni og mun reyna að læra eins og ég get af Kristínu fram á gamalsaldur,“ segir Guðfinnur og vill meina að þeim systkinunum komi yfirleitt vel saman. „Ég held að við séum furðu oft sammála,“ segir hann. „Við erum kannski ekki alltaf sammála en við rökræðum ekki oft,“ segir Kristín. Hafið þið þá sama tónlistarsmekk? „Við erum bæði í því að læra og flytja klassíska tónlist en ég held að ég hlusti meira á popptónlist en Kristín.“ „Hans veiku blettir eru Taylor Swift, Coldplay og Katy Perry á meðan ég hlusta frekar á Ninu Simone eða Mozart. Ég hef kannski smá eldri sál þegar kemur að tónlist,“ segir Kristín sposk. „Hins vegar held ég að við séum nokkuð lík þegar kemur að kvikmyndum. Við grátum bæði yfir rómantískum gamanmyndum og svo er okkar háklassík Dumb and Dumber.“ „Ég held að ég sé jafnvel meira fyrir rómantískar gamanmyndir en Kristín,“ segir Guðfinnur. „Við erum einnig lík að því leyti að við við erum ofboðslega virk bæði tvö. Stundum tökum við okkur allt að því of mikið fyrir hendur. Við nærumst bæði af samskiptum og samveru með fólki, og eigum bæði marga vini.“Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á laugardaginn. Næstu dagar fara í æfingar og segjast þau bæði blessunarlega laus við alvarlegan sviðsskrekk. Galdurinn felist í góðum undirbúningi. „Ég reyni að kunna allt alveg svakalega vel til að ég verði ekki stressuð,“ segir Kristín. „Ég stúdera alla texta sérstaklega vel og pæli í því hverju mig langar að skila til áhorfenda. Svo munar öllu að vera vel hvíld og sofa vel fyrir tónleika. Fyrir mömmu reyni ég líka að ákveða ekki á síðustu stundu í hverju ég ætla að vera,“ segir hún hlæjandi. „Ég reyni að taka því rólega á tónleikadag og fara varlega með röddina,“ segir Guðfinnur. „Dagar og vikur á undan fara í undirbúning á flutningi, textalærdóm, pælingar í kringum texta laganna og raddæfingar. Sviðsskrekkurinn minnkar eftir því sem undirbúningurinn er betri,“ segir hann.Saknið þið hvors annars, þar sem þið búið sitt í hvoru landinu? „Já, ég geri það, en þó fleiri mánuðir hafi liðið er alltaf eins og við höfum sést í gær,“ segir Kristín. „Ég reyni að sakna hennar ekki neitt þegar við erum í mismunandi löndum. Frekar fókusera ég á að njóta tímans saman þegar við erum á sama stað,“ segir Guðfinnur. Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn halda tónleika í Hannesarholti á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem þau blása til tónleika og fyrstu tónleikar Kristínar hér á landi eftir að hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó. Þau segjast samrýmd þó þau séu ekki alltaf sammála og hágráta yfir rómantískum gamanmyndum.„Við syngjum blöndu af okkar uppáhaldslögum, íslensk dægurlög, erlend ljóð og óperuaríur. Við frumflytjum einnig nýjan dúett sem er saminn af Petter Ekman fyrir þessa tónleika,“ útskýrir Kristín Sveinsdóttir, en hún heldur tónleika ásamt bróður sínum, Guðfinni, í Hannesarholti á laugardaginn. Þetta er í annað sinn sem þau blása til systkinatónleika enda segjast þau samrýmd og gráta bæði yfir rómantískum gamanmyndum. Guðfinnur er tveimur árum árum eldri en Kristín og bera þau hvort öðru afar vel söguna þegar þau eru spurð út í systkinasambandið. „Guðfinnur er með undurfagurt og risastórt hjarta, ótrúlegt að hann sé jafn fallegur að innan sem utan. Hann er mjög áreiðanlegur, dugnaðarforkur, stendur við orð sín og er alltaf hreinskilinn,“ segir Kristín. „Hann á það þó til að verða óþolinmóður við mig þegar ég er illa skipulögð, óraunhæf eða smjatta.“ „Það er bara þegar hún er sein og óskipulögð, sem hefur stundum komið fyrir í gegnum tíðina,“ segir Guðfinnur og Kristín bætir því við að sé það eitthvað sem hún geti lært af bróður sínum þá sé það að skipuleggja tíma sinn betur. Þrátt fyrir óstundvísina segir Guðfinnur þó systur sína stóra fyrirmynd í sínu lífi. „Eitt það helsta sem einkennir Kristínu er hennar fallega hjartalag og hversu góð hún er, við alla og á öllum stundum. Hún sér það góða í fólki og lífgar allt umhverfi sitt með brosmildi og góðmennsku. Ég reyni og mun reyna að læra eins og ég get af Kristínu fram á gamalsaldur,“ segir Guðfinnur og vill meina að þeim systkinunum komi yfirleitt vel saman. „Ég held að við séum furðu oft sammála,“ segir hann. „Við erum kannski ekki alltaf sammála en við rökræðum ekki oft,“ segir Kristín. Hafið þið þá sama tónlistarsmekk? „Við erum bæði í því að læra og flytja klassíska tónlist en ég held að ég hlusti meira á popptónlist en Kristín.“ „Hans veiku blettir eru Taylor Swift, Coldplay og Katy Perry á meðan ég hlusta frekar á Ninu Simone eða Mozart. Ég hef kannski smá eldri sál þegar kemur að tónlist,“ segir Kristín sposk. „Hins vegar held ég að við séum nokkuð lík þegar kemur að kvikmyndum. Við grátum bæði yfir rómantískum gamanmyndum og svo er okkar háklassík Dumb and Dumber.“ „Ég held að ég sé jafnvel meira fyrir rómantískar gamanmyndir en Kristín,“ segir Guðfinnur. „Við erum einnig lík að því leyti að við við erum ofboðslega virk bæði tvö. Stundum tökum við okkur allt að því of mikið fyrir hendur. Við nærumst bæði af samskiptum og samveru með fólki, og eigum bæði marga vini.“Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á laugardaginn. Næstu dagar fara í æfingar og segjast þau bæði blessunarlega laus við alvarlegan sviðsskrekk. Galdurinn felist í góðum undirbúningi. „Ég reyni að kunna allt alveg svakalega vel til að ég verði ekki stressuð,“ segir Kristín. „Ég stúdera alla texta sérstaklega vel og pæli í því hverju mig langar að skila til áhorfenda. Svo munar öllu að vera vel hvíld og sofa vel fyrir tónleika. Fyrir mömmu reyni ég líka að ákveða ekki á síðustu stundu í hverju ég ætla að vera,“ segir hún hlæjandi. „Ég reyni að taka því rólega á tónleikadag og fara varlega með röddina,“ segir Guðfinnur. „Dagar og vikur á undan fara í undirbúning á flutningi, textalærdóm, pælingar í kringum texta laganna og raddæfingar. Sviðsskrekkurinn minnkar eftir því sem undirbúningurinn er betri,“ segir hann.Saknið þið hvors annars, þar sem þið búið sitt í hvoru landinu? „Já, ég geri það, en þó fleiri mánuðir hafi liðið er alltaf eins og við höfum sést í gær,“ segir Kristín. „Ég reyni að sakna hennar ekki neitt þegar við erum í mismunandi löndum. Frekar fókusera ég á að njóta tímans saman þegar við erum á sama stað,“ segir Guðfinnur.
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira