Landssamtökin Þroskahjálp 40 ára Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 21. janúar 2016 07:00 Auðlesinn texti: Landssamtökin Þroskahjálp verða 40 ára á þessu ári. Aðalmarkmið Þroskahjálpar er: Að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum fólks með þroskahömlun sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna, og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Þroskahjálp er málsvari fatlaðs fólks. Þroskahjálp á að hjálpa fötluðu fólki að gæta hagsmuna sinna og réttinda. Þroskahjálp vinnur eftir mannréttindum eins og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sérstök áhersluatriði hjá Þroskahjálp eru þessi: Virða ber manngildi, grunnþarfir og rétt allra manna. Fósturskimun skal beitt í þjónustu lífsins. Allir eiga rétt til að hafa áhrif á eigið líf. Allir eiga rétt á að taka eigin ákvarðanir. Allir sem þurfa, eiga rétt á stuðningi til að fá sömu tækifæri og aðrir. Allir eiga rétt á menntun við hæfi og án aðgreiningar. Allir eiga rétt á eigin heimili. Allt fullorðið fólk á rétt á að stofna fjölskyldu. Allt fullorðið fólk á rétt á vinnu. Allir eiga rétt á að njóta efnalegs öryggis. Allir eiga rétt á að njóta menningar og frístunda. Allir eiga rétt á að njóta efri ára með reisn. Rúmlega 20 félög eru í Landssamtökunum Þroskahjálp. Félag fólks með þroskahömlun. Foreldra- og styrktarfélög. Landshlutafélög Þroskahjálpar. Fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjónustu við fatlað fólk. Félögin starfa víða á landinu og eru félagsmenn þeirra um 6.000. Félög þurfa að vinna að markmiðum Þroskahjálpar til að geta orðið aðilar að samtökunum. Landssamtökin Þroskahjálp eru með heimasíðu www.throskahjalp.is og á Facebook. Auk þess gefa þau út tímaritið Þroskahjálp þrisvar sinnum á ári. Á þessum miðlum eru upplýsingar um starfsemi og baráttumál samtakanna. Samtökin reka húsbyggingasjóð til að hjálpa fólki að fá hentugt húsnæði og betri möguleika til sjálfstæðis og eðlilegs lífs. Ýmislegt hefur áunnist í réttindabaráttu fatlaðs fólks á þeim 40 árum sem Þroskahjálp hefur verið til. Mikið verk er þó óunnið. Samtökin hafa náð virðulegum aldri en eru þó ung í anda. Samtökin búa yfir mikilli reynslu og þekkingu og líka kjarki og krafti. Þroskahjálp mun halda áfram að berjast fyrir mannréttindum fatlaðs fólks, jöfnum tækifærum og auknum lífsgæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Auðlesinn texti: Landssamtökin Þroskahjálp verða 40 ára á þessu ári. Aðalmarkmið Þroskahjálpar er: Að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum fólks með þroskahömlun sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna, og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Þroskahjálp er málsvari fatlaðs fólks. Þroskahjálp á að hjálpa fötluðu fólki að gæta hagsmuna sinna og réttinda. Þroskahjálp vinnur eftir mannréttindum eins og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sérstök áhersluatriði hjá Þroskahjálp eru þessi: Virða ber manngildi, grunnþarfir og rétt allra manna. Fósturskimun skal beitt í þjónustu lífsins. Allir eiga rétt til að hafa áhrif á eigið líf. Allir eiga rétt á að taka eigin ákvarðanir. Allir sem þurfa, eiga rétt á stuðningi til að fá sömu tækifæri og aðrir. Allir eiga rétt á menntun við hæfi og án aðgreiningar. Allir eiga rétt á eigin heimili. Allt fullorðið fólk á rétt á að stofna fjölskyldu. Allt fullorðið fólk á rétt á vinnu. Allir eiga rétt á að njóta efnalegs öryggis. Allir eiga rétt á að njóta menningar og frístunda. Allir eiga rétt á að njóta efri ára með reisn. Rúmlega 20 félög eru í Landssamtökunum Þroskahjálp. Félag fólks með þroskahömlun. Foreldra- og styrktarfélög. Landshlutafélög Þroskahjálpar. Fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjónustu við fatlað fólk. Félögin starfa víða á landinu og eru félagsmenn þeirra um 6.000. Félög þurfa að vinna að markmiðum Þroskahjálpar til að geta orðið aðilar að samtökunum. Landssamtökin Þroskahjálp eru með heimasíðu www.throskahjalp.is og á Facebook. Auk þess gefa þau út tímaritið Þroskahjálp þrisvar sinnum á ári. Á þessum miðlum eru upplýsingar um starfsemi og baráttumál samtakanna. Samtökin reka húsbyggingasjóð til að hjálpa fólki að fá hentugt húsnæði og betri möguleika til sjálfstæðis og eðlilegs lífs. Ýmislegt hefur áunnist í réttindabaráttu fatlaðs fólks á þeim 40 árum sem Þroskahjálp hefur verið til. Mikið verk er þó óunnið. Samtökin hafa náð virðulegum aldri en eru þó ung í anda. Samtökin búa yfir mikilli reynslu og þekkingu og líka kjarki og krafti. Þroskahjálp mun halda áfram að berjast fyrir mannréttindum fatlaðs fólks, jöfnum tækifærum og auknum lífsgæðum.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar