Sjálfskaparvíti Kínverja Lars Christensen skrifar 13. janúar 2016 10:00 Það hefur ekki verið góð byrjun á árinu fyrir fjármálamarkaði í heiminum, sérstaklega hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir farið illa. Ýmsir þættir hafa stuðlað að óróa á mörkuðunum, en ég vil sérstaklega undirstrika þrjú atriði. Í fyrsta lagi heldur Seðlabanki Bandaríkjanna áfram að gefa til kynna frekari vaxtahækkanir þrátt fyrir merki um að það sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi, og að hluta til tengt hertum aðgerðum bandaríska seðlabankans, er sú staðreynd að áhyggjur af kínverska hagkerfinu fara vaxandi. Og í þriðja lagi er aukin stjórnmálaspenna á milli Írans og Sádi-Arabíu. Af þessum ástæðum hefur mesta athyglin beinst að aðstæðum í Kína og því er eðlilegt að spyrja hvað sé raunverulega að gerast þar.Loforðið um gengisfellingu reynist réttAlmennt er enginn vafi á því að í Kína hægir nú verulega á kerfislægum hagvexti og líklegt er að þessi samdráttur haldi áfram næstu áratugina þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum mótbyr, sérstaklega vegna mjög óhagstæðrar lýðfræðilegrar þróunar. Vinnufæru fólki í Kína mun einfaldlega fækka og þar með hægist á hagvexti. Í slíkum kerfislægum mótbyr gætu Kínverjar þurft veikari gjaldmiðil, en vandamálið er að kínverski seðlabankinn hefur í gegnum tíðina tengt kínverska gjaldmiðilinn, renminbi, fast við bandaríska dollarann. Hins vegar hefur þrýstingurinn á seðlabankann, um að leyfa renminbi að fljóta, farið vaxandi síðasta árið og markaðir hafa í auknum mæli veðjað á að Kína verði fyrr eða síðar að leyfa renminbi að veikjast verulega. Og að miklu leyti hafa kínversk yfirvöld kynt undir væntingum um meiri háttar gengisfellingu þar sem seðlabankinn hefur gefið til kynna að hann muni leyfa renminbi að veikjast smám saman. En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna. Þetta er einmitt það sem við sjáum núna. Útflæði gjaldeyris hefur aukist gríðarlega og það hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á renminbi. Það er því þverstæðukennt að á meðan kínversk yfirvöld vilja veikari gjaldmiðil hefur seðlabankinn orðið að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni. Þarna er kjarninn á bak við verðhrunið á kínversku verðbréfamörkuðunum, en þetta er líka lykilástæða fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávörumarkaði og almennum áhyggjum af ástandi alþjóðahagkerfisins. Vegna hins kerfislæga mótbyrs í kínverska hagkerfinu og versnandi efnahagsástands er erfitt að sjá aðra valkosti fyrir kínversk stjórnvöld en að leyfa renminbi að fljóta frjálst, og eins og ástandið er núna myndi það sennilega leiða til frekar mikillar veikingar gjaldmiðilsins. Eina raunverulega spurningin er því ekki hvort kínversk stjórnvöld leyfa meiri háttar gengisfellingu renminbi, heldur hvenær þetta gerist og hvort það verður skipulega eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki verið góð byrjun á árinu fyrir fjármálamarkaði í heiminum, sérstaklega hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir farið illa. Ýmsir þættir hafa stuðlað að óróa á mörkuðunum, en ég vil sérstaklega undirstrika þrjú atriði. Í fyrsta lagi heldur Seðlabanki Bandaríkjanna áfram að gefa til kynna frekari vaxtahækkanir þrátt fyrir merki um að það sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi, og að hluta til tengt hertum aðgerðum bandaríska seðlabankans, er sú staðreynd að áhyggjur af kínverska hagkerfinu fara vaxandi. Og í þriðja lagi er aukin stjórnmálaspenna á milli Írans og Sádi-Arabíu. Af þessum ástæðum hefur mesta athyglin beinst að aðstæðum í Kína og því er eðlilegt að spyrja hvað sé raunverulega að gerast þar.Loforðið um gengisfellingu reynist réttAlmennt er enginn vafi á því að í Kína hægir nú verulega á kerfislægum hagvexti og líklegt er að þessi samdráttur haldi áfram næstu áratugina þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum mótbyr, sérstaklega vegna mjög óhagstæðrar lýðfræðilegrar þróunar. Vinnufæru fólki í Kína mun einfaldlega fækka og þar með hægist á hagvexti. Í slíkum kerfislægum mótbyr gætu Kínverjar þurft veikari gjaldmiðil, en vandamálið er að kínverski seðlabankinn hefur í gegnum tíðina tengt kínverska gjaldmiðilinn, renminbi, fast við bandaríska dollarann. Hins vegar hefur þrýstingurinn á seðlabankann, um að leyfa renminbi að fljóta, farið vaxandi síðasta árið og markaðir hafa í auknum mæli veðjað á að Kína verði fyrr eða síðar að leyfa renminbi að veikjast verulega. Og að miklu leyti hafa kínversk yfirvöld kynt undir væntingum um meiri háttar gengisfellingu þar sem seðlabankinn hefur gefið til kynna að hann muni leyfa renminbi að veikjast smám saman. En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna. Þetta er einmitt það sem við sjáum núna. Útflæði gjaldeyris hefur aukist gríðarlega og það hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á renminbi. Það er því þverstæðukennt að á meðan kínversk yfirvöld vilja veikari gjaldmiðil hefur seðlabankinn orðið að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni. Þarna er kjarninn á bak við verðhrunið á kínversku verðbréfamörkuðunum, en þetta er líka lykilástæða fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávörumarkaði og almennum áhyggjum af ástandi alþjóðahagkerfisins. Vegna hins kerfislæga mótbyrs í kínverska hagkerfinu og versnandi efnahagsástands er erfitt að sjá aðra valkosti fyrir kínversk stjórnvöld en að leyfa renminbi að fljóta frjálst, og eins og ástandið er núna myndi það sennilega leiða til frekar mikillar veikingar gjaldmiðilsins. Eina raunverulega spurningin er því ekki hvort kínversk stjórnvöld leyfa meiri háttar gengisfellingu renminbi, heldur hvenær þetta gerist og hvort það verður skipulega eða ekki.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun