Ráðherra segir ekki koma til greina að endurskoða búvörusamninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. júní 2016 19:15 Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að bregðast við gagnrýni á búvörusamninga með því að semja upp á nýtt. Skoða verði gagnrýni atvinnurekenda á samningana í því ljósi að þeirra hagsmunir samrýmist ekki alltaf hagsmunum neytenda eða bænda. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamninga í febrúar síðastliðnum með fyrirvörum um samþykki Alþingis. Samningarnir hafa verið harðlega gagnrýndir, nú síðast af Samkeppniseftirlitinu. Í umsögn eftirlitsins kemur fram að samningurinn skaði hagsmuni bæði neytenda og bænda og er ákvæðum í honum líkt við að stjórnendur fjármálafyrirtækja væru undanþegnir ákvæðum um umboðssvik. „Ég hef ekki trú á því að þeir sem gerðu þessa samninga á sínum tíma hafi verið að semja um eitthvað sem ekki gagnast neytendum og bændum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þvert á móti hefur mér sýnst að það hafi nú verið gengið út frá því að þetta væri bæði til að styrkja landbúnaðinn í landinu og einnig þá að styrkja vöruframboð til neytenda á sanngjörnu verði.“ Atvinnuveganefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til meðferðar og mun leggja til breytingar á því. „Þannig að ég geri ráð fyrir að menn séu að skoða einhverjar breytingar sem rúmast innan samningsins sem var gerður,“ segir Gunnar Bragi. „Og mér finnst það ekki óeðlilegt, ef það hefur komið fram gagnrýni sem hægt er að bregðast við innan þess ramma, þá á að sjálfsögðu að gera það.“ Gunnar Bragi segir mikla gagnrýni á samningana ekki hafa komið á óvart. Ekki komi til greina að verða við kröfu Félags atvinnurekenda og annarra um að draga samningana til baka og semja upp á nýtt við Bændasamtökin. „Ég tel enga ástæðu fyrir því,“ segir hann. „Þeirra gagnrýni lýtur náttúrulega að þeirra hagsmunum og þeirra hagsmunir fara ekkert endilega með hagsmunum neytenda eða bænda.“Uppfært 20.10: Félag atvinnurekenda hefur sent frá sér athugasemd vegna ummæla Gunnars Braga í þessari frétt. Er hún birt hér að neðan í heild sinni.Vegna ummæla Gunnars Braga Sveinssonar landbúnaðarráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, að hagsmunir Félags atvinnurekenda og neytenda vegna búvörusamninga færu ekki saman, vill Félag atvinnurekenda taka eftirfarandi fram:Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, Alþýðusambandið, Félag skattgreiðenda, Öryrkjabandalagið, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Viðskiptaráð og Samtök verslunar og þjónustu höfðu frumkvæði að fundum með þáverandi landbúnaðarráðherra og Bændasamtökunum á meðan viðræður um búvörusamninga stóðu yfir. Á þessum fundum lagði hópurinn fram sameiginlegar tillögur um hvernig gæta mætti hagsmuna neytenda, bænda og annarra atvinnurekenda við gerð búvörusamninga og mótun landbúnaðarstefnu. Tillögurnar voru í öllum aðalatriðum byggðar á tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, sem starfar á vegum stjórnvalda.Skemmst er frá því að segja að samningsaðilar að búvörusamningum gerðu ekkert með þessar tillögur, sem endurspegla áherslur breiðs hóps samtaka fyrirtækja og almennings í landinu. Það er ein ástæða harðrar gagnrýni á búvörusamningana sem nú liggja fyrir.Sjá nánar í umsögn FA um búvörusamningafrumvarp ráðherra. Tengdar fréttir Ástæðulaust að endurskoða búvörusamninga þrátt fyrir gagnrýni Formaður Bændasamtakanna telur ástæðulaust að endurskoða búvörusamningana frá grunni þrátt fyrir harða gagnrýni. Hann segir bagalegt að Alþingi skuli ekki vera búið að afgreiða málið nú þegar. 11. júní 2016 18:45 Samkeppniseftirlitið baunar á búvörusamningana Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. 10. júní 2016 13:53 Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að bregðast við gagnrýni á búvörusamninga með því að semja upp á nýtt. Skoða verði gagnrýni atvinnurekenda á samningana í því ljósi að þeirra hagsmunir samrýmist ekki alltaf hagsmunum neytenda eða bænda. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamninga í febrúar síðastliðnum með fyrirvörum um samþykki Alþingis. Samningarnir hafa verið harðlega gagnrýndir, nú síðast af Samkeppniseftirlitinu. Í umsögn eftirlitsins kemur fram að samningurinn skaði hagsmuni bæði neytenda og bænda og er ákvæðum í honum líkt við að stjórnendur fjármálafyrirtækja væru undanþegnir ákvæðum um umboðssvik. „Ég hef ekki trú á því að þeir sem gerðu þessa samninga á sínum tíma hafi verið að semja um eitthvað sem ekki gagnast neytendum og bændum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þvert á móti hefur mér sýnst að það hafi nú verið gengið út frá því að þetta væri bæði til að styrkja landbúnaðinn í landinu og einnig þá að styrkja vöruframboð til neytenda á sanngjörnu verði.“ Atvinnuveganefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til meðferðar og mun leggja til breytingar á því. „Þannig að ég geri ráð fyrir að menn séu að skoða einhverjar breytingar sem rúmast innan samningsins sem var gerður,“ segir Gunnar Bragi. „Og mér finnst það ekki óeðlilegt, ef það hefur komið fram gagnrýni sem hægt er að bregðast við innan þess ramma, þá á að sjálfsögðu að gera það.“ Gunnar Bragi segir mikla gagnrýni á samningana ekki hafa komið á óvart. Ekki komi til greina að verða við kröfu Félags atvinnurekenda og annarra um að draga samningana til baka og semja upp á nýtt við Bændasamtökin. „Ég tel enga ástæðu fyrir því,“ segir hann. „Þeirra gagnrýni lýtur náttúrulega að þeirra hagsmunum og þeirra hagsmunir fara ekkert endilega með hagsmunum neytenda eða bænda.“Uppfært 20.10: Félag atvinnurekenda hefur sent frá sér athugasemd vegna ummæla Gunnars Braga í þessari frétt. Er hún birt hér að neðan í heild sinni.Vegna ummæla Gunnars Braga Sveinssonar landbúnaðarráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, að hagsmunir Félags atvinnurekenda og neytenda vegna búvörusamninga færu ekki saman, vill Félag atvinnurekenda taka eftirfarandi fram:Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, Alþýðusambandið, Félag skattgreiðenda, Öryrkjabandalagið, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Viðskiptaráð og Samtök verslunar og þjónustu höfðu frumkvæði að fundum með þáverandi landbúnaðarráðherra og Bændasamtökunum á meðan viðræður um búvörusamninga stóðu yfir. Á þessum fundum lagði hópurinn fram sameiginlegar tillögur um hvernig gæta mætti hagsmuna neytenda, bænda og annarra atvinnurekenda við gerð búvörusamninga og mótun landbúnaðarstefnu. Tillögurnar voru í öllum aðalatriðum byggðar á tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, sem starfar á vegum stjórnvalda.Skemmst er frá því að segja að samningsaðilar að búvörusamningum gerðu ekkert með þessar tillögur, sem endurspegla áherslur breiðs hóps samtaka fyrirtækja og almennings í landinu. Það er ein ástæða harðrar gagnrýni á búvörusamningana sem nú liggja fyrir.Sjá nánar í umsögn FA um búvörusamningafrumvarp ráðherra.
Tengdar fréttir Ástæðulaust að endurskoða búvörusamninga þrátt fyrir gagnrýni Formaður Bændasamtakanna telur ástæðulaust að endurskoða búvörusamningana frá grunni þrátt fyrir harða gagnrýni. Hann segir bagalegt að Alþingi skuli ekki vera búið að afgreiða málið nú þegar. 11. júní 2016 18:45 Samkeppniseftirlitið baunar á búvörusamningana Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. 10. júní 2016 13:53 Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Ástæðulaust að endurskoða búvörusamninga þrátt fyrir gagnrýni Formaður Bændasamtakanna telur ástæðulaust að endurskoða búvörusamningana frá grunni þrátt fyrir harða gagnrýni. Hann segir bagalegt að Alþingi skuli ekki vera búið að afgreiða málið nú þegar. 11. júní 2016 18:45
Samkeppniseftirlitið baunar á búvörusamningana Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. 10. júní 2016 13:53
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent