„Einn hringur í viðbót og Kimi hefði haft þetta,“ sagði Toto Wolff keppnisstjóri Mercedes.
„Ferrari veitti okkur harða keppni. Ég held að bremsunar hafi bara hitnað þegar ég var að hringa bíla,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum.
„Eftir erfiða byrjun tímabilsins þá er ég sáttur að sjá framfarir. Því miður lauk keppninni áður en ég náði Lewis. Andinn í liðinu er góður og við munum komast í stðuga toppbaráttu,“ sagði Raikkonen sem náði á verðlaunapall í fyrsta skipti í 23 keppnum.
„Fram úr aksturinn var skemmtilegur, það er gaman að taka fram úr rauðu bílunum, því miður tapaði ég öðru sætinu til Kimi. Ég hlakka til framhaldsins,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum.
„Blandaðar tilfinningar, það munaði ekki miklu á aðvið næðum að snúa þessu upp í unna keppni. Vettel gerði mistök sem gerði það að verkum að hann gat ekki barist undir lokin. Við erum ánægð með hvernig liðið virkar. Við munum reyna eins og allir aðrir að koma með uppfærslur til Evrópu,“ sagði James Allison tæknistjóri Ferrari.
„Þetta var ekki minn dagur. Ég lenti illa í umferð. Þetta var jákvæður dagur fyrir liðið,“ sagði Sebastian Vettel sem endaði fimmti í dag á eftir Valtteri Bottas.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort af brautinni í Barein ásamt helstu úrslitum helgarinnar.