Sjálfakandi bílar í tíðum árekstrum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 14:44 Lexus RX jeppi sem Google notar nú með nýrri sjálfakandi tækni í Kaliforníu. Af þeim 50 bílum sem leyfi hefur fengist fyrir í Kaliforníu hafa 4 þeirra nú þegar lent í árekstri. Þessir bílar hafa einungis verið í umferðinni frá því september. Þetta er mun hærra hlutfall árekstra en í bílum sem eknir eru af fólki. Meðaltalið er 0,3 árekstrar á hverjar 100.000 mílur, en í tilviki þeirra bíla Google sem eru sjálfakandi er það 3 á hverjar 14.000 eknar mílur. Því eru þessir sjálfakandi bílar með 71 sinnum tíðari árekstra en hefbundnir bílar sem ekið er af fólki. Það byrjar því ekkert alltof vel að nota þessa nýju tækni. Meiningin með tilkomu þeirra var ekki bara að spara fólki aksturinn, heldur átti tilkoma þeirra einnig að tryggja öruggari akstur. Það hefur ekki tekist hingað til en vonandi mun framþróun þessarar tækni breytast til batnaðar. Enginn af þessum árekstrum sjálfakandi bíla hefur verið alvarlegur og enginn meiðst alvarlega ennþá. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent
Af þeim 50 bílum sem leyfi hefur fengist fyrir í Kaliforníu hafa 4 þeirra nú þegar lent í árekstri. Þessir bílar hafa einungis verið í umferðinni frá því september. Þetta er mun hærra hlutfall árekstra en í bílum sem eknir eru af fólki. Meðaltalið er 0,3 árekstrar á hverjar 100.000 mílur, en í tilviki þeirra bíla Google sem eru sjálfakandi er það 3 á hverjar 14.000 eknar mílur. Því eru þessir sjálfakandi bílar með 71 sinnum tíðari árekstra en hefbundnir bílar sem ekið er af fólki. Það byrjar því ekkert alltof vel að nota þessa nýju tækni. Meiningin með tilkomu þeirra var ekki bara að spara fólki aksturinn, heldur átti tilkoma þeirra einnig að tryggja öruggari akstur. Það hefur ekki tekist hingað til en vonandi mun framþróun þessarar tækni breytast til batnaðar. Enginn af þessum árekstrum sjálfakandi bíla hefur verið alvarlegur og enginn meiðst alvarlega ennþá.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent