Að setja sér markmið og láta draumana rætast Steinar Almarsson og Benedikt Gestsson skrifar 24. mars 2015 07:00 Klúbburinn Geysir er hvorki sjúkrastofnun né meðferðarheimili. Samt sem áður er í Klúbbnum Geysi að finna verkfæri til að vinna að því að bæta hag klúbbfélaga, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir skakkaföllum á lífsleiðinni af völdum geðraskana eða geðsjúkdóma. Vissulega taka félagar klúbbsins þátt í vinnumiðuðum degi, sem er þáttur í því að bæta andlega og líkamlega heilsu. Til þess að styðja og auka möguleika félaga til bættra lífsgæða stendur félögum í Klúbbnum Geysi til boða að gera markmiðsáætlun, sem kölluð er Batastjarnan. Með þátttöku í starfsemi klúbbsins og verkfærum Batastjörnunnar er unnið að því að ná persónulegum markmiðum. Þetta rímar við tíunda geðorðið sem fjallar um að setja sér markmið og láta drauma sína rætast. Batastjarnan hefur verið notuð í Bretlandi með góðum árangri. Klúbburinn Geysir fékk leyfi til þess að þýða efnið og nota það í starfsemi sinni. Það er draumur þeirra sem þjást af geðrænum veikindum að endurheimta heilsuna. Batastjarnan, sem unnið er með í Klúbbnum Geysi, er hagnýtt verkfæri til þess að greina og meta raunhæf markmið. Sá sem fer í Batastjörnuna svarar spurningalista um ýmislegt sem tengist honum persónulega og umhverfi hans; allt frá sjálfsumhirðu til tengslanets. Þetta er myndræn og einföld aðferð til að skoða stöðu viðkomandi í fortíð og nútíð til að byggja upp markmið til framtíðar. Í Batastjörnunni fást stig fyrir ýmsa flokka á skalanum einn til tíu. Eftir því sem lægra er skorað í einstökum flokkum, þeim mun meira þarf að bæta sig á því sviði. Til dæmis má nefna að ef skorað er lágt í efnisflokkinum „sjálfsmynd og sjálfsálit“ er unnið með þá þætti til þess að bæta þá. Eftir ákveðinn tíma, oftast þrjá til fjóra mánuði, er athugað hvernig til hefur tekist og hvort sett markmið hafi náðst.Raunhæf markmið Hvað varðar gerð markmiða, þá er undirstaða þess að þau náist sú að þau séu raunhæf og möguleg. Reglunni um að markmið eigi að vera smart hefur verið fylgt í öðrum markmiðssetningum. Orðið smart er þá ritað með höfuðstöfum og stendur fyrir að markmið skulu vera: 1) Skýr; 2) Mælanleg; 3) Afmörkuð; 4) Raunhæf; og 5) Tímasett. Skýr markmið eru skiljanleg markmið. Mælanleg eru markmiðin til að maður viti hvenær maður er búinn að ná þeim. Afmörkuð eru markmiðin svo að maður sé ekki að færast of mikið í fang og þess vegna gefist upp. Á sama hátt gefst maður upp ef markmiðið er óraunhæft. Að lokum þurfa markmið að vera tímasett til að vita hvenær markmiði skal hafa verið náð og þá með raunhæfri tímasetningu þess. Á hinn bóginn eru samkvæmt Batastjörnunni langtímamarkmið aðeins samsafn fjölda skammtímamarkmiða. Markmiðin mega heldur ekki vera mörg og þung heldur skal setja sér fá en áhrifarík markmið. Þá er hægt að láta drauma sína um betra líf rætast. Raunhæfir draumar rætast.Greinin er síðasta greinin af tíu í greinarröð jafnmargra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Klúbburinn Geysir er hvorki sjúkrastofnun né meðferðarheimili. Samt sem áður er í Klúbbnum Geysi að finna verkfæri til að vinna að því að bæta hag klúbbfélaga, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir skakkaföllum á lífsleiðinni af völdum geðraskana eða geðsjúkdóma. Vissulega taka félagar klúbbsins þátt í vinnumiðuðum degi, sem er þáttur í því að bæta andlega og líkamlega heilsu. Til þess að styðja og auka möguleika félaga til bættra lífsgæða stendur félögum í Klúbbnum Geysi til boða að gera markmiðsáætlun, sem kölluð er Batastjarnan. Með þátttöku í starfsemi klúbbsins og verkfærum Batastjörnunnar er unnið að því að ná persónulegum markmiðum. Þetta rímar við tíunda geðorðið sem fjallar um að setja sér markmið og láta drauma sína rætast. Batastjarnan hefur verið notuð í Bretlandi með góðum árangri. Klúbburinn Geysir fékk leyfi til þess að þýða efnið og nota það í starfsemi sinni. Það er draumur þeirra sem þjást af geðrænum veikindum að endurheimta heilsuna. Batastjarnan, sem unnið er með í Klúbbnum Geysi, er hagnýtt verkfæri til þess að greina og meta raunhæf markmið. Sá sem fer í Batastjörnuna svarar spurningalista um ýmislegt sem tengist honum persónulega og umhverfi hans; allt frá sjálfsumhirðu til tengslanets. Þetta er myndræn og einföld aðferð til að skoða stöðu viðkomandi í fortíð og nútíð til að byggja upp markmið til framtíðar. Í Batastjörnunni fást stig fyrir ýmsa flokka á skalanum einn til tíu. Eftir því sem lægra er skorað í einstökum flokkum, þeim mun meira þarf að bæta sig á því sviði. Til dæmis má nefna að ef skorað er lágt í efnisflokkinum „sjálfsmynd og sjálfsálit“ er unnið með þá þætti til þess að bæta þá. Eftir ákveðinn tíma, oftast þrjá til fjóra mánuði, er athugað hvernig til hefur tekist og hvort sett markmið hafi náðst.Raunhæf markmið Hvað varðar gerð markmiða, þá er undirstaða þess að þau náist sú að þau séu raunhæf og möguleg. Reglunni um að markmið eigi að vera smart hefur verið fylgt í öðrum markmiðssetningum. Orðið smart er þá ritað með höfuðstöfum og stendur fyrir að markmið skulu vera: 1) Skýr; 2) Mælanleg; 3) Afmörkuð; 4) Raunhæf; og 5) Tímasett. Skýr markmið eru skiljanleg markmið. Mælanleg eru markmiðin til að maður viti hvenær maður er búinn að ná þeim. Afmörkuð eru markmiðin svo að maður sé ekki að færast of mikið í fang og þess vegna gefist upp. Á sama hátt gefst maður upp ef markmiðið er óraunhæft. Að lokum þurfa markmið að vera tímasett til að vita hvenær markmiði skal hafa verið náð og þá með raunhæfri tímasetningu þess. Á hinn bóginn eru samkvæmt Batastjörnunni langtímamarkmið aðeins samsafn fjölda skammtímamarkmiða. Markmiðin mega heldur ekki vera mörg og þung heldur skal setja sér fá en áhrifarík markmið. Þá er hægt að láta drauma sína um betra líf rætast. Raunhæfir draumar rætast.Greinin er síðasta greinin af tíu í greinarröð jafnmargra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun