Enski boltinn

„Ég sagði honum bara að róa sig“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá umræddu atviki um helgina.
Frá umræddu atviki um helgina. Vísir/Getty
Stuðningsmaðurinn sem hélt aftur af Mario Balotelli í leik Liverpool og Manchester United um helgina segist hafa séð á Ítalanum að hann var tilbúinn að láta til skarar skríða gegn Chris Smalling.

Maðurinn heitir Shaun Leatherbarrow og fékk kveðju frá Balotelli eftir leikinn, líkt og sjá má neðst í fréttinni.

„Ég upplifði þetta þannig að Smalling ýtti Mario út af vellinum. Mario greip í hann bara til að hafa eitthvað að grípa í,“ sagði Leatherbarrow í viðtali við The Liverpool Echo.

„Ég sá það á Mario að hann ætlaði að bregðast við. Ég vissi að hann var á gulu spjaldi og sagði honum bara að róa sig. Hann sagði „OK, OK“. Ég er bara 1,73 m og hann er nokkuð stór. Það var erfitt fyrir mig að ná utan um hann.“

„Þetta þótti strákunum fyndið og þeir voru allir hlæjandi og klappa mér á öxlina. Og að láta Smalling heyra það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×