100 ára kosningaréttur, kvennamenning og kvennasaga Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar 20. ágúst 2015 07:00 Enn er margt á döfinni vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Heimsóknir í Alþingishúsið eru til 25. ágúst með leiðsögn, en þar stendur yfir einstök sýning um konur í stjórnmálum. Senn hefjast þingstörf á ný og því eru síðustu forvöð að nýta þetta tækifæri. Alþjóðleg ráðstefna á vegum afmælisnefndarinnar í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, RIKK og fleiri verður haldin í Hörpu dagana 22. og 23. október. Fyrri daginn er norræn ráðstefna og málþing til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Á norrænu ráðstefnunni verður m.a. fjallað um 100 ára þátttöku kvenna í stjórnmálum á Norðurlöndum. Þar koma fram norrænir fræðimenn og konur sem eiga sæti á þjóðþingum Norðurlanda. Síðari dagurinn er alþjóðlegur, með heimsþekktum fyrirlesurum. Þá verður m.a. rætt um það sem ógnar fullum kvenréttindum og hvert beri að stefna til að tryggja þau til framtíðar. Ráðstefnan er öllum opin og ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Skráning er hafin á heimasíðunni kosningarettur100ara.is/radstefna. Verið er að gera heimildarmynd um fyrsta kvenfélagið, Kvenfélag Rípurhrepps, og verður hún sýnd 24. október nk., á 40 ára afmæli kvennafrídagsins, á sjónvarpsstöðinni N4. Með vorinu kemur út bók um útsaum alþýðufólks á vegum Safnasafnsins á Svalbarðseyri, sem hefur safnað heimildum og verkum sem þar koma fyrir sjónir almennings. Á sama tíma verður útsaumssýning í safninu. Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttarins er þar nú sýning á sérstæðum myndverkum 95 ára konu, Hrefnu Sigurðardóttur. Ástæða er til að hvetja þá sem eru á ferðinni í sumar að láta þetta yndislega safn ekki fram hjá sér fara. Enn stendur yfir fjöldi sýninga vegna kosningaréttarafmælisins, svo sem sýningin „Hvað er svona merkilegt við það“ í Þjóðminjasafninu. Í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi er sýningin „Fínerí úr fórum formæðra,“ verk Guðrúnar Auðunsdóttur. Á Akranesi stendur sýningin „Saga líknandi handa“ til 27. september. Þar er rakin saga heilbrigðisþjónustu og sagt frá merkum konum sem þar koma við sögu. Í Safnahúsi Borgarfjarðar stendur sýningin „Gleym þeim ei“ til 1. nóvember – saga fimmtán kvenna úr héraðinu, unnin í samvinnu við afkomendur þeirra. Svona má rekja sig eftir söfnunum í landinu. Á heimasíðunni www.kosningarettur100ara.is má finna nánari upplýsingar um viðburði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Enn er margt á döfinni vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Heimsóknir í Alþingishúsið eru til 25. ágúst með leiðsögn, en þar stendur yfir einstök sýning um konur í stjórnmálum. Senn hefjast þingstörf á ný og því eru síðustu forvöð að nýta þetta tækifæri. Alþjóðleg ráðstefna á vegum afmælisnefndarinnar í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, RIKK og fleiri verður haldin í Hörpu dagana 22. og 23. október. Fyrri daginn er norræn ráðstefna og málþing til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Á norrænu ráðstefnunni verður m.a. fjallað um 100 ára þátttöku kvenna í stjórnmálum á Norðurlöndum. Þar koma fram norrænir fræðimenn og konur sem eiga sæti á þjóðþingum Norðurlanda. Síðari dagurinn er alþjóðlegur, með heimsþekktum fyrirlesurum. Þá verður m.a. rætt um það sem ógnar fullum kvenréttindum og hvert beri að stefna til að tryggja þau til framtíðar. Ráðstefnan er öllum opin og ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Skráning er hafin á heimasíðunni kosningarettur100ara.is/radstefna. Verið er að gera heimildarmynd um fyrsta kvenfélagið, Kvenfélag Rípurhrepps, og verður hún sýnd 24. október nk., á 40 ára afmæli kvennafrídagsins, á sjónvarpsstöðinni N4. Með vorinu kemur út bók um útsaum alþýðufólks á vegum Safnasafnsins á Svalbarðseyri, sem hefur safnað heimildum og verkum sem þar koma fyrir sjónir almennings. Á sama tíma verður útsaumssýning í safninu. Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttarins er þar nú sýning á sérstæðum myndverkum 95 ára konu, Hrefnu Sigurðardóttur. Ástæða er til að hvetja þá sem eru á ferðinni í sumar að láta þetta yndislega safn ekki fram hjá sér fara. Enn stendur yfir fjöldi sýninga vegna kosningaréttarafmælisins, svo sem sýningin „Hvað er svona merkilegt við það“ í Þjóðminjasafninu. Í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi er sýningin „Fínerí úr fórum formæðra,“ verk Guðrúnar Auðunsdóttur. Á Akranesi stendur sýningin „Saga líknandi handa“ til 27. september. Þar er rakin saga heilbrigðisþjónustu og sagt frá merkum konum sem þar koma við sögu. Í Safnahúsi Borgarfjarðar stendur sýningin „Gleym þeim ei“ til 1. nóvember – saga fimmtán kvenna úr héraðinu, unnin í samvinnu við afkomendur þeirra. Svona má rekja sig eftir söfnunum í landinu. Á heimasíðunni www.kosningarettur100ara.is má finna nánari upplýsingar um viðburði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar