Citroën kynnir arftaka Mehari Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 15:33 Citroën Mehari. Á komandi bílasýningu í Frankfurt mun Citroën kynna nýjan bíl sem innblásinn er af gömlum bíl sem Citroën framleiddi á árunum 1968 til 1987, þ.e. Citroën Mehari. Þessi nýi bíll verður byggður á Citroën C4 Cactus bílnum og á að vera skemmtilegur og praktískur bíll á lágu verði. Heyrst hefur að þessi bíll verði með rafmótorum, hvort sem þeir verða til aðstoðar brunavél, eða aðaldrifrás bílsins. Citroën framleiddi alls 150.000 Mehari á sínum tíma og var sá bíll byggður á öðrum enn frægari bíl frá Citroën, 2CV. Mehari var með afar létta yfirbyggingu og var til dæmis notaður af franska hernum sem átti það til að binda Mehari í fallhlífar og koma þeim þannig á torveldari staði. Einnig var Mehari mikið notaður af frönskum bændum sem gátu ekið þeim um akra sína. Þá var Mehari einnig vinsæll bíll til að fara á á ströndina. Citroën hefur sótt um einkarétt á nafninu e-Mehari og það eitt bendir til þess að bíllinn verði með rafmagnsdrifrás, að hluta eða öllu leiti. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent
Á komandi bílasýningu í Frankfurt mun Citroën kynna nýjan bíl sem innblásinn er af gömlum bíl sem Citroën framleiddi á árunum 1968 til 1987, þ.e. Citroën Mehari. Þessi nýi bíll verður byggður á Citroën C4 Cactus bílnum og á að vera skemmtilegur og praktískur bíll á lágu verði. Heyrst hefur að þessi bíll verði með rafmótorum, hvort sem þeir verða til aðstoðar brunavél, eða aðaldrifrás bílsins. Citroën framleiddi alls 150.000 Mehari á sínum tíma og var sá bíll byggður á öðrum enn frægari bíl frá Citroën, 2CV. Mehari var með afar létta yfirbyggingu og var til dæmis notaður af franska hernum sem átti það til að binda Mehari í fallhlífar og koma þeim þannig á torveldari staði. Einnig var Mehari mikið notaður af frönskum bændum sem gátu ekið þeim um akra sína. Þá var Mehari einnig vinsæll bíll til að fara á á ströndina. Citroën hefur sótt um einkarétt á nafninu e-Mehari og það eitt bendir til þess að bíllinn verði með rafmagnsdrifrás, að hluta eða öllu leiti.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent