Hræsni stuðningsmanna Ísraels Yousef Tamimi skrifar 24. september 2015 08:00 Frá því að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu um að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael hafa komið fram ofsafengin viðbrögð af hálfu stuðningsmanna Ísraels. Búast mátti við þessum viðbrögðum enda er stór hluti þeirra sem styðja Ísrael algjörlega glórulaus um hvað á sér stað á svæðinu og virðist styðja stefnu Ísraels í málefnum Palestínu sama hvað. Margir virðast heldur ekki skilja af hverju Ísrael ætti að vera sniðgengið en ekki önnur ríki. Það gleymir því þó að Ísland stendur í viðskiptaþvingunum við 29 önnur ríki en Ísrael er ekki eitt af þeim. Það sem er ótrúlegast við það er að Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna heldur en nokkurt annað land í heiminum, meira en Íran og Írak til samans! Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Vilji allra gyðinga?Staðreyndin er sú að í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunun. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) til að sölsa undir sig meira land. Stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón síonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegur and-semítismi er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirrar félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Viljandi viðhaldið atvinnuleysiÞeir Ísraelar sem virkilega eru á móti hernáminu eru líklegir til að styðja sniðgönguhreyfinguna og fjöldi Ísraela gerir það nú þegar. Aftur á móti, því miður, hefur einungis óverulegur fjöldi Ísraela sýnt að þeir séu á móti hernáminu eða árásum á palestínsk yfirráðasvæði af alvöru. Það virðist frekar vera svo að í ísraelsku samfélagi sé viljinn til þess að taka nauðsynleg skref, sem gætu leitt til friðsamlegrar lausnar á deilunni, að minnka. Á þeim áratugum sem alþjóðasamfélagið hefur veigrað sér við að beita Ísrael þrýstingi hefur varanleg lausn á deilunni aðeins orðið fjarlægari, landræningjabyggðir hafa stækkað og ástandið í Palestínu almennt versnað. Margir spyrja sig hvort með sniðgöngu sé verið að skaða Palestínumenn sem starfa í Ísrael á landræningjabyggðum. Sömu rök voru notuð gegn sniðgöngustefnunni í Suður-Afríku. Að lesa yfir þeim sem eru kúgaðir um hvað er best fyrir þá er lítillækkandi og í besta falli vanhugsað. Hvaða kúgaða samfélag sem er getur tekið ákvörðun sjálft um hversu miklu það er til í að fórna til þess að öðlast frelsi, réttlæti og jafnrétti. Suður-Afríkubúar héldu því margoft fram að það að missa starf sitt væri minniháttar fórn fyrir frelsið. Palestínumenn segja hið sama. Ísrael hefur viljandi viðhaldið atvinnuleysi Palestínumanna með því að koma í veg fyrir allar tilraunir til að byggja upp og viðhalda innviðum samfélagsins ásamt því að fyrirbyggja efnahagslega uppbyggingu. Að neyða Ísrael til að breyta stefnu sinni mun án efa gagnast Palestínumönnum til lengri tíma litið. Þeir sem notast helst við þessi rök eru oft óforskammaðir stuðningsmenn Ísraelsríkis sem henda fram þessari staðhæfingu til að reyna að afvegaleiða umræðuna og koma fókusnum yfir á önnur svið. Ef þeim er virkilega svo annt um velferð Palestínumanna, myndu þeir ekki á sama tíma vera tilbúnir til að fordæma á ótvíræðan hátt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels? Hernámið og aðskilnaðarstefnan er án efa aðalorsök þjáninga Palestínumanna og ætti því baráttan að beinast að því að binda enda á þessar stefnur og ætti enginn að eiga í erfiðleikum með að fordæma þessi brot á alþjóðalögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Frá því að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu um að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael hafa komið fram ofsafengin viðbrögð af hálfu stuðningsmanna Ísraels. Búast mátti við þessum viðbrögðum enda er stór hluti þeirra sem styðja Ísrael algjörlega glórulaus um hvað á sér stað á svæðinu og virðist styðja stefnu Ísraels í málefnum Palestínu sama hvað. Margir virðast heldur ekki skilja af hverju Ísrael ætti að vera sniðgengið en ekki önnur ríki. Það gleymir því þó að Ísland stendur í viðskiptaþvingunum við 29 önnur ríki en Ísrael er ekki eitt af þeim. Það sem er ótrúlegast við það er að Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna heldur en nokkurt annað land í heiminum, meira en Íran og Írak til samans! Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Vilji allra gyðinga?Staðreyndin er sú að í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunun. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) til að sölsa undir sig meira land. Stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón síonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegur and-semítismi er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirrar félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Viljandi viðhaldið atvinnuleysiÞeir Ísraelar sem virkilega eru á móti hernáminu eru líklegir til að styðja sniðgönguhreyfinguna og fjöldi Ísraela gerir það nú þegar. Aftur á móti, því miður, hefur einungis óverulegur fjöldi Ísraela sýnt að þeir séu á móti hernáminu eða árásum á palestínsk yfirráðasvæði af alvöru. Það virðist frekar vera svo að í ísraelsku samfélagi sé viljinn til þess að taka nauðsynleg skref, sem gætu leitt til friðsamlegrar lausnar á deilunni, að minnka. Á þeim áratugum sem alþjóðasamfélagið hefur veigrað sér við að beita Ísrael þrýstingi hefur varanleg lausn á deilunni aðeins orðið fjarlægari, landræningjabyggðir hafa stækkað og ástandið í Palestínu almennt versnað. Margir spyrja sig hvort með sniðgöngu sé verið að skaða Palestínumenn sem starfa í Ísrael á landræningjabyggðum. Sömu rök voru notuð gegn sniðgöngustefnunni í Suður-Afríku. Að lesa yfir þeim sem eru kúgaðir um hvað er best fyrir þá er lítillækkandi og í besta falli vanhugsað. Hvaða kúgaða samfélag sem er getur tekið ákvörðun sjálft um hversu miklu það er til í að fórna til þess að öðlast frelsi, réttlæti og jafnrétti. Suður-Afríkubúar héldu því margoft fram að það að missa starf sitt væri minniháttar fórn fyrir frelsið. Palestínumenn segja hið sama. Ísrael hefur viljandi viðhaldið atvinnuleysi Palestínumanna með því að koma í veg fyrir allar tilraunir til að byggja upp og viðhalda innviðum samfélagsins ásamt því að fyrirbyggja efnahagslega uppbyggingu. Að neyða Ísrael til að breyta stefnu sinni mun án efa gagnast Palestínumönnum til lengri tíma litið. Þeir sem notast helst við þessi rök eru oft óforskammaðir stuðningsmenn Ísraelsríkis sem henda fram þessari staðhæfingu til að reyna að afvegaleiða umræðuna og koma fókusnum yfir á önnur svið. Ef þeim er virkilega svo annt um velferð Palestínumanna, myndu þeir ekki á sama tíma vera tilbúnir til að fordæma á ótvíræðan hátt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels? Hernámið og aðskilnaðarstefnan er án efa aðalorsök þjáninga Palestínumanna og ætti því baráttan að beinast að því að binda enda á þessar stefnur og ætti enginn að eiga í erfiðleikum með að fordæma þessi brot á alþjóðalögum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar