Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Víkingur 28-26 | Góður lokakafli ÍR-inga gerði útslagið Kristinn Páll Teitsson í Austurbergi skrifar 24. september 2015 22:00 Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR. Vísir/Stefán Góður lokakafli ÍR gerði út um leik liðsins gegn Víking í Olís-deild karla í kvöld en leiknum lauk með tveggja marka sigri ÍR, 28-26. ÍR er því áfram með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en nýliðar Víkings eru með tvö stig. Það var vitað að verkefni kvöldsins yrði erfitt fyrir nýliða Víkings en ÍR var með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins og skiptust þau á að taka forskotið þar til ÍR-ingar með Arnór Frey Stefánsson fremstan í flokki, settu einfaldlega í lás. Á tíu mínútna kafla náðu Víkingar aðeins að setja eitt mark en á þessum tíma tókst heimamönnum að ná fimm marka forskoti. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, tók annað leikhléið sitt á stuttum tíma á 20. mínútu fyrri hálfleiks og virtist það loksins vekja leikmenn hans til lífsins. Smátt og smátt söxuðu þeir á forskot ÍR og náðu að koma muninum niður í tíu mörk undir lok fyrri hálfleiks. Eftir góða byrjun ÍR í seinni hálfleik þar sem munurinn fór aftur upp í þrjú mörk tókst leikmönnum Víkings að jafna metin eftir ellefu mínútna leik. Stuttu síðar fékk Jón Hjálmarsson, leikmaður Víkings, beint rautt spjald fyrir brot á Bjarna Fritzsyni en næstu mínúturnar léku leikmenn Víkings mikið einum færri vegna tveggja mínútu brottvísanana. ÍR náði forskotinu um miðbik seinni hálfleiksins en þeim gekk illa að hrista gestina frá sér og skiptust liðin á mörkum allt fram að lokamínútum leiksins. Tókst þeim að koma muninum aftur upp í fjögur mörk þegar tvær mínútur voru eftir en Davíð Georgsson í liði ÍR steig heldur betur upp á lokakafla leiksins en hann gerði síðustu fjögur mörk ÍR í leiknum. Víking tókst að minnka muninn niður í tvö mörk áður en flautað var af en lengra komust þeir ekki. Góð byrjun ÍR-inga heldur því áfram en liðið er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar að fjórum umferðum loknum. Liðið vann þrautseigju sigur í kvöld því gestirnir úr Víkinni neituðu að gefa eftir allt fram að lokamínútum leiksins og gerði það án Inga Rafns Róbertssonar sem var fjarverandi í kvöld vegna meiðsla. Ágúst getur verið stoltur af leikmönnum sínum eftir leikinn en þeir unnu upp fimm marka forskot ÍR í fyrri hálfleik og héldu í við toppliðið allt fram að lokamínútum leiksins þegar Davíð einfaldlega gerði út um leikinn. Bjarni: Viljum skapa sigurvegara„Þetta var hörku leikur eins og ég bjóst við, þetta Víkings lið er hörku flott,“ sagði Bjarni Fritzson, annar þjálfari ÍR, sáttur eftir leikinn en hann er hrifinn af Víkingsliðinu. „Þeir eru með flottar skyttur, öfluga línumenn, spila saman góða vörn fyrir framan flottan markmann. Þetta var líkt og ég bjóst við.“ ÍR náði fimm marka forskoti með góðum kafla í fyrri hálfleik en gestirnir úr Víkinni virtust vakna til lífsins við það og var jafnræði með liðunum allt fram að lokamínútum leiksins. „Við eigum þarna fína rispu þar sem við komumst í 10-5 og vorum hrikalega flottir og mig minnir að ég hafi farið með dauðafæri til að ná sex marka forskoti. Eftir það misstum við taktinn og þeir gengu á lagið og minnkuðu þetta aftur niður í eitt.“ ÍR náði forskotinu aftur um miðbik seinni hálfleiks en gekk illa að losna undan sprækum leikmönnum Víkings sem héldu vel í toppliðið. „Þetta var hörku leikur allan tímann, þeir börðust fram að lokasekúndunum og gáfu sig alla í þetta. Fyrir okkur var þetta 50/50 leikur því þetta er gott lið með góðan þjálfara og flotta stráka.“ ÍR er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. „Ég ætla að vona að strákarnir séu að venjast þessu, við viljum skapa sigurvegara. Þeir þurfa að mæta á æfingar, leggja sig fram og mæta tilbúnir í leiki og þá eigum við alltaf tækifæri.“ Ægir: Vantar ekki baráttuna„Við erum svekktir, við vildum fá meira út úr þessu en við vorum ekki að gera þá hluti sem við lögðum upp með fyrir leikinn,“ sagði Ægir Hrafn Jónsson, línumaðurinn sterki í liði Víkings, svekktur eftir leikinn. „Við töpuðum of mörgum boltum í hraðaupphlaupunum en okkur tókst að svara vel þegar þeir tóku góðan kafla í fyrri hálfleik og komust fimm mörkum yfir.“ ÍR komst fjórum mörkum yfir þegar mínúta var til leiksloka en gestunum úr Víkinni tókst að minnka muninn niður í tvö mörk og mátti litlu muna að munurinn færi niður í eitt mark. „Það vantar ekki baráttuna og við eigum eftir að gera góða hluti í vetur. Það vantar bara herslumuninn. Við erum vanir að fá slæma kafla en það þarf að stytta þá.“ Víkingur er eftir leikinn áfram með tvö stig ásamt Gróttu, ÍBV og FH en Grótta og ÍBV eiga inni innbyrðis viðureign sem fer fram á morgun. „Þetta var kannski ekki fallegasti handboltaleikurinn en það var jákvætt að veita þeim keppni. Þeir eru búnir að vera að taka þessi lið fyrir ofan okkur og við gáfum þeim góðan leik en þá er líka fúlt að hafa ekki bara tekið tvö stig.“ Ægir sagði rauða spjaldið hafa haft áhrif á leik liðsins. „Við vorum klaufar að leyfa þeim að komast með þetta í þrjú mörk, það reyndist okkur á endanum dýrt að hafa fengið þetta rauða spjald í stöðunni 17-17.“ Olís-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Góður lokakafli ÍR gerði út um leik liðsins gegn Víking í Olís-deild karla í kvöld en leiknum lauk með tveggja marka sigri ÍR, 28-26. ÍR er því áfram með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en nýliðar Víkings eru með tvö stig. Það var vitað að verkefni kvöldsins yrði erfitt fyrir nýliða Víkings en ÍR var með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins og skiptust þau á að taka forskotið þar til ÍR-ingar með Arnór Frey Stefánsson fremstan í flokki, settu einfaldlega í lás. Á tíu mínútna kafla náðu Víkingar aðeins að setja eitt mark en á þessum tíma tókst heimamönnum að ná fimm marka forskoti. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, tók annað leikhléið sitt á stuttum tíma á 20. mínútu fyrri hálfleiks og virtist það loksins vekja leikmenn hans til lífsins. Smátt og smátt söxuðu þeir á forskot ÍR og náðu að koma muninum niður í tíu mörk undir lok fyrri hálfleiks. Eftir góða byrjun ÍR í seinni hálfleik þar sem munurinn fór aftur upp í þrjú mörk tókst leikmönnum Víkings að jafna metin eftir ellefu mínútna leik. Stuttu síðar fékk Jón Hjálmarsson, leikmaður Víkings, beint rautt spjald fyrir brot á Bjarna Fritzsyni en næstu mínúturnar léku leikmenn Víkings mikið einum færri vegna tveggja mínútu brottvísanana. ÍR náði forskotinu um miðbik seinni hálfleiksins en þeim gekk illa að hrista gestina frá sér og skiptust liðin á mörkum allt fram að lokamínútum leiksins. Tókst þeim að koma muninum aftur upp í fjögur mörk þegar tvær mínútur voru eftir en Davíð Georgsson í liði ÍR steig heldur betur upp á lokakafla leiksins en hann gerði síðustu fjögur mörk ÍR í leiknum. Víking tókst að minnka muninn niður í tvö mörk áður en flautað var af en lengra komust þeir ekki. Góð byrjun ÍR-inga heldur því áfram en liðið er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar að fjórum umferðum loknum. Liðið vann þrautseigju sigur í kvöld því gestirnir úr Víkinni neituðu að gefa eftir allt fram að lokamínútum leiksins og gerði það án Inga Rafns Róbertssonar sem var fjarverandi í kvöld vegna meiðsla. Ágúst getur verið stoltur af leikmönnum sínum eftir leikinn en þeir unnu upp fimm marka forskot ÍR í fyrri hálfleik og héldu í við toppliðið allt fram að lokamínútum leiksins þegar Davíð einfaldlega gerði út um leikinn. Bjarni: Viljum skapa sigurvegara„Þetta var hörku leikur eins og ég bjóst við, þetta Víkings lið er hörku flott,“ sagði Bjarni Fritzson, annar þjálfari ÍR, sáttur eftir leikinn en hann er hrifinn af Víkingsliðinu. „Þeir eru með flottar skyttur, öfluga línumenn, spila saman góða vörn fyrir framan flottan markmann. Þetta var líkt og ég bjóst við.“ ÍR náði fimm marka forskoti með góðum kafla í fyrri hálfleik en gestirnir úr Víkinni virtust vakna til lífsins við það og var jafnræði með liðunum allt fram að lokamínútum leiksins. „Við eigum þarna fína rispu þar sem við komumst í 10-5 og vorum hrikalega flottir og mig minnir að ég hafi farið með dauðafæri til að ná sex marka forskoti. Eftir það misstum við taktinn og þeir gengu á lagið og minnkuðu þetta aftur niður í eitt.“ ÍR náði forskotinu aftur um miðbik seinni hálfleiks en gekk illa að losna undan sprækum leikmönnum Víkings sem héldu vel í toppliðið. „Þetta var hörku leikur allan tímann, þeir börðust fram að lokasekúndunum og gáfu sig alla í þetta. Fyrir okkur var þetta 50/50 leikur því þetta er gott lið með góðan þjálfara og flotta stráka.“ ÍR er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. „Ég ætla að vona að strákarnir séu að venjast þessu, við viljum skapa sigurvegara. Þeir þurfa að mæta á æfingar, leggja sig fram og mæta tilbúnir í leiki og þá eigum við alltaf tækifæri.“ Ægir: Vantar ekki baráttuna„Við erum svekktir, við vildum fá meira út úr þessu en við vorum ekki að gera þá hluti sem við lögðum upp með fyrir leikinn,“ sagði Ægir Hrafn Jónsson, línumaðurinn sterki í liði Víkings, svekktur eftir leikinn. „Við töpuðum of mörgum boltum í hraðaupphlaupunum en okkur tókst að svara vel þegar þeir tóku góðan kafla í fyrri hálfleik og komust fimm mörkum yfir.“ ÍR komst fjórum mörkum yfir þegar mínúta var til leiksloka en gestunum úr Víkinni tókst að minnka muninn niður í tvö mörk og mátti litlu muna að munurinn færi niður í eitt mark. „Það vantar ekki baráttuna og við eigum eftir að gera góða hluti í vetur. Það vantar bara herslumuninn. Við erum vanir að fá slæma kafla en það þarf að stytta þá.“ Víkingur er eftir leikinn áfram með tvö stig ásamt Gróttu, ÍBV og FH en Grótta og ÍBV eiga inni innbyrðis viðureign sem fer fram á morgun. „Þetta var kannski ekki fallegasti handboltaleikurinn en það var jákvætt að veita þeim keppni. Þeir eru búnir að vera að taka þessi lið fyrir ofan okkur og við gáfum þeim góðan leik en þá er líka fúlt að hafa ekki bara tekið tvö stig.“ Ægir sagði rauða spjaldið hafa haft áhrif á leik liðsins. „Við vorum klaufar að leyfa þeim að komast með þetta í þrjú mörk, það reyndist okkur á endanum dýrt að hafa fengið þetta rauða spjald í stöðunni 17-17.“
Olís-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira