GLC sportjeppinn frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 15:55 Mercedes Benz GLC. Nýr Mercedes-Benz GLC verður frumsýndur í bílaumboðinu Öskju á laugardag kl. 12-16. Vafalaust bíða margir spenntir eftir að sjá bílinn afhjúpaðan í sýningarsal Mercedes-Benz á Krókhálsinum, en GLC var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt sem nú stendur yfir og því kemur hann óvenjulega snemma hingað til lands. ,,Við höfum fundið fyrir mjög miklum áhuga varðandi GLC og nú þegar hafa allnokkrir bílar verið seldir fyrirfram hjá Öskju. Við höfum haft nóg að gera að svara fyrirspurnum varðandi sportjeppann þannig að við bíðum spennt eftir að frumsýna hann," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Sportjeppinn kemur í stað hins vinsæla GLK. Nýr GLC er fagurlega hannaður og með mun straumlínulagaðri og sportlegri línur en GLK, sem var æði kantaður. Framendinn er svipsterkur með áberandi framljósum og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af coupe-lagi. Innanrýmið er laglegt og vandað og þar fara saman aukið rými, meiri þægindi og nýjasta tækni. Nýr GLC fæst bæði með aflmiklum og sparneytnum dísil- og bensínvélum og eldsneytiseyðslan lækkar að meðaltali um 19% miðað við fyrri gerð. Öflug Plug-in Hybrid útfærsla er væntanleg á næsta ári. Níu gíra 9G-TRONIC sjálfskipting verður staðalbúnaður í öllum útfærslum GLC. DYNAMIC SELECT gerir ökumanni kleift að velja milli fimm aksturskerfa sem laga eiginleika bílsins að aðstæðum hverju sinni. GLC verður að sjálfsögðu í boði með 4MATIC fjórhjóladrifinu. Þá verður hægt að fá fjölmarga aukahlutapakka í bílinn eins og venjan er hjá Mercedes-Benz. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent
Nýr Mercedes-Benz GLC verður frumsýndur í bílaumboðinu Öskju á laugardag kl. 12-16. Vafalaust bíða margir spenntir eftir að sjá bílinn afhjúpaðan í sýningarsal Mercedes-Benz á Krókhálsinum, en GLC var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt sem nú stendur yfir og því kemur hann óvenjulega snemma hingað til lands. ,,Við höfum fundið fyrir mjög miklum áhuga varðandi GLC og nú þegar hafa allnokkrir bílar verið seldir fyrirfram hjá Öskju. Við höfum haft nóg að gera að svara fyrirspurnum varðandi sportjeppann þannig að við bíðum spennt eftir að frumsýna hann," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Sportjeppinn kemur í stað hins vinsæla GLK. Nýr GLC er fagurlega hannaður og með mun straumlínulagaðri og sportlegri línur en GLK, sem var æði kantaður. Framendinn er svipsterkur með áberandi framljósum og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af coupe-lagi. Innanrýmið er laglegt og vandað og þar fara saman aukið rými, meiri þægindi og nýjasta tækni. Nýr GLC fæst bæði með aflmiklum og sparneytnum dísil- og bensínvélum og eldsneytiseyðslan lækkar að meðaltali um 19% miðað við fyrri gerð. Öflug Plug-in Hybrid útfærsla er væntanleg á næsta ári. Níu gíra 9G-TRONIC sjálfskipting verður staðalbúnaður í öllum útfærslum GLC. DYNAMIC SELECT gerir ökumanni kleift að velja milli fimm aksturskerfa sem laga eiginleika bílsins að aðstæðum hverju sinni. GLC verður að sjálfsögðu í boði með 4MATIC fjórhjóladrifinu. Þá verður hægt að fá fjölmarga aukahlutapakka í bílinn eins og venjan er hjá Mercedes-Benz.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent