Enski boltinn

Fyrsta stig Newcastle síðan 28. febrúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Newcastle fagna.
Leikmenn Newcastle fagna. vísir/getty
Newcastle fékk sitt fyrsta stig í ensku úrvalsdeildinni í dag síðan 28. febrúar. Þá vann Newcstle Aston Villa, en þeir gerðu í dag jafntefli við WBA.

Newcastle hafði tapað átta leikjum í röð, en Ayoze jafnaði metin gegn WBA í dag og tryggði því Newcastle eitt stig. Liðið er í sautjánda sæti, tveimur stigum frá fallsæti.

Leicester heldur áfram að klifra upp töfluna, en Riyad Mahrez afgreiddi Southampton fyrir Leicester í dag. Hann skoraði bæði mörk liðsins.

Leicester er í fimmtánda sætinu - þremur stigum frá öruggu sæti, en Southampton er í sjöunda sætinu með 57 stig.

Stoke vann góðan 2-0 sigur á Tottenham og Tom Cleverley skaut Aston Villa upp í fjórtánda sæti deildarinnar. Villa komið í góða stöðu fyrir síðustu þrjá leikina.

Aston Villa - West Ham 1-0

1-0 Tom Cleverley (31.).

Leicester - Southampton 2-0

1-0 Riyad Mahrez (7.), 2-0 Riyad Mahrez (20.).

Newcastle - WBA 1-1

0-1 Victor Anichebe (32.), 1-1 Ayoze (41.).

Stoke - Tottenham 3-0

1-0 Charlie Adam (21.), 2-0 Steven Nzonzi (32.), 3-0 Mame Biram Diouf (86.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×