Efi Árna Páls Michel Sallé skrifar 13. mars 2015 07:00 Það, að stjórnmálaforingi skuli hafa efasemdir og og gangast við því er of sjaldgæft, það er hið besta mál. Því miður eru ekki svona stjórnmálamenn í Frakklandi! En þá þarf efinn, og síðan ákvarðanir sem eru teknar, að hvíla á staðreyndum en ekki á misskilningi. Nú er helst hægt að líkja umræðum Íslendinga um ESB við Excel-töflu yfir kosti og galla, oft eftir því hvað menn vilja lesa af henni hverju sinni. Og ég varð hissa að sjá að sjálfur formaður þess flokks sem er hlynntastur ESB skuli rökræða þannig: „Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana.“ Árni Páll, ESB er pólitísk uppbygging sem sér auðvitað um efnahagslega þróun meðlima þess, en það er ekki bara fríverslunarsvæði. Líttu á sögu þess: Sex Evrópulönd ákváðu að stofna bandalag til að aldrei yrði aftur stríð á milli þeirra, lönd Suður-Evrópu slógust í hópinn til að styrkja nýfengið lýðræði sitt, lönd Austur-Evrópu og við Eystrasalt til að sleppa frá URSS. Einmitt vegna þessa, til að vega á móti pólitískri uppbyggingu Evrópu, ákvað Bretland að slást í hópinn, og dró með sér flest lönd Fríverslunarsamtaka Evrópu. Þetta skýrir geðklofahegðun Bretlands í dag.Í stöðugri þróun Árangurinn getur vissulega verið svolítið ruglandi, því að ESB er auðvitað í stöðugri þróun, verður aldrei fullkomið, sameiginlegt ævintýri sem allir meðlimir þess eru að byggja upp, hver með sínum múrsteini. Efnahagsuppbygging hefur skipað stórt sæti vegna þess að stofnendur álitu að þeir ættu að byrja á henni. Taktu eftir að þau lönd sem hafa virkilega hagnast á inngöngunni eru þau sem hafa getað notað sambandið til að umbylta efnahagsmynstri þeirra. Grikkland er dæmi um hið gagnstæða. Ákvörðunin um að taka upp evru var gerð í þeim anda: sameiginleg mynt á að krefja löndin um enn meiri samvinnu í vali þeirra á sviði stjórnmála og félagsmála. Núverandi erfiðleikar eru komnir til vegna erfiðleika við að stíga það skref, nú, er utanaðkomandi hættur hafa farið minnkandi. Fyrir Íslendinga er því hér virkilega um trúaratriði að ræða; pólitískt val sem inniheldur efnahagsþróun og spurningar um varanleika núverandi efnahagsstefnu, og líka varnarmál, þjóðmál, menningu, o.s.frv. Mér sýnist aðeins einn maður, Ólafur Ragnar Grímsson, hafa hingað til komist að hreinni og endanlegri niðurstöðu: Evrópubandalagið er of lítið fyrir Ísland. Í raun og veru, séð utan frá, líkist Ísland jöklafaranum sem er lamaður af hræðslu fyrir framan hyldjúpa en þrönga sprungu. Að mínu áliti hefur landið þegar valið Evrópu, hvað sem hver segir, en hikar að stíga síðasta sporið, og verður því að hlýða lögum hennar en má ekki taka þátt í mótun hennar. Er þetta það að vera sjálfstæður?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið «Islande» í desember 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það, að stjórnmálaforingi skuli hafa efasemdir og og gangast við því er of sjaldgæft, það er hið besta mál. Því miður eru ekki svona stjórnmálamenn í Frakklandi! En þá þarf efinn, og síðan ákvarðanir sem eru teknar, að hvíla á staðreyndum en ekki á misskilningi. Nú er helst hægt að líkja umræðum Íslendinga um ESB við Excel-töflu yfir kosti og galla, oft eftir því hvað menn vilja lesa af henni hverju sinni. Og ég varð hissa að sjá að sjálfur formaður þess flokks sem er hlynntastur ESB skuli rökræða þannig: „Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana.“ Árni Páll, ESB er pólitísk uppbygging sem sér auðvitað um efnahagslega þróun meðlima þess, en það er ekki bara fríverslunarsvæði. Líttu á sögu þess: Sex Evrópulönd ákváðu að stofna bandalag til að aldrei yrði aftur stríð á milli þeirra, lönd Suður-Evrópu slógust í hópinn til að styrkja nýfengið lýðræði sitt, lönd Austur-Evrópu og við Eystrasalt til að sleppa frá URSS. Einmitt vegna þessa, til að vega á móti pólitískri uppbyggingu Evrópu, ákvað Bretland að slást í hópinn, og dró með sér flest lönd Fríverslunarsamtaka Evrópu. Þetta skýrir geðklofahegðun Bretlands í dag.Í stöðugri þróun Árangurinn getur vissulega verið svolítið ruglandi, því að ESB er auðvitað í stöðugri þróun, verður aldrei fullkomið, sameiginlegt ævintýri sem allir meðlimir þess eru að byggja upp, hver með sínum múrsteini. Efnahagsuppbygging hefur skipað stórt sæti vegna þess að stofnendur álitu að þeir ættu að byrja á henni. Taktu eftir að þau lönd sem hafa virkilega hagnast á inngöngunni eru þau sem hafa getað notað sambandið til að umbylta efnahagsmynstri þeirra. Grikkland er dæmi um hið gagnstæða. Ákvörðunin um að taka upp evru var gerð í þeim anda: sameiginleg mynt á að krefja löndin um enn meiri samvinnu í vali þeirra á sviði stjórnmála og félagsmála. Núverandi erfiðleikar eru komnir til vegna erfiðleika við að stíga það skref, nú, er utanaðkomandi hættur hafa farið minnkandi. Fyrir Íslendinga er því hér virkilega um trúaratriði að ræða; pólitískt val sem inniheldur efnahagsþróun og spurningar um varanleika núverandi efnahagsstefnu, og líka varnarmál, þjóðmál, menningu, o.s.frv. Mér sýnist aðeins einn maður, Ólafur Ragnar Grímsson, hafa hingað til komist að hreinni og endanlegri niðurstöðu: Evrópubandalagið er of lítið fyrir Ísland. Í raun og veru, séð utan frá, líkist Ísland jöklafaranum sem er lamaður af hræðslu fyrir framan hyldjúpa en þrönga sprungu. Að mínu áliti hefur landið þegar valið Evrópu, hvað sem hver segir, en hikar að stíga síðasta sporið, og verður því að hlýða lögum hennar en má ekki taka þátt í mótun hennar. Er þetta það að vera sjálfstæður?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið «Islande» í desember 2013.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun